Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 4
4 22. maí 2006 MÁNUDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 19.05.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 71,46 71,8 Sterlingspund 134,02 134,68 Evra 91,15 91,67 Dönsk króna 12,225 12,297 Norsk króna 11,679 11,747 Sænsk króna 9,735 9,793 Japanskt jen 0,6387 0,6425 SDR 106,35 106,99 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 126,3217 KOSNINGAR Sjálfstæðisflokkur nær ekki hreinum meirihluta í Reykja- vík og Framsóknarflokkur nær ekki manni inn í borgarstjórn sam- kvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir fréttastofu Útvarpsins. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var á laugardag, fær Sjálf- stæðisflokkur 43,4 prósent atkvæða og sjö borgarfulltrúa, Samfylking fær 32 prósenta fylgi og sex menn kjörna, Vinstri græn mælast með 10,7 prósenta fylgi og Frjálslyndir með tíu prósenta fylgi. Frjálslyndir og Vinstri græn fá einn mann hvor í borgarstjórn samkvæmt könnuninni. Fram- sóknarflokkurinn mældist hins vegar með 3,9 prósenta fylgi. Úrtak könnunarinnar var átta hundruð manns og var svarhlut- fall sextíu prósent en áttatíu pró- sent þeirra tóku afstöðu. - sha Skoðanakönnun Gallup: B-listi nær ekki manni inn AFGANISTAN, AP Talið er að yfir 190 manns hafi látist í átökum sem geisað hafa í suðurhluta Afganistan síðan á miðvikudag. Í gær varð öflug bílsprengja þremur mönnum að bana í höfuðborg landsins, Kabúl, en henni var beint gegn her- mönnum Bandamanna. Utanríkis- ráðherra Afganistan, Rangeen Dad- far Spanta, segir að talibanar og aðrir hryðjuverkahópar standi á bak við óeirðirnar og sé þeim mið- stýrt frá Pakistan. Innaríkisráðherra Pakistan, Aftab Khan Sherpao, þvertekur hins vegar fyrir allt slíkt. „Við neit- um því að leiðtogar talibana séu í landinu. Slíkar ásakanir hjálpa ekki sambandi Pakistan og Afganistan.“ Bæði Bandaríkjamenn og Afganar segja hins vegar að talibanar, Osama Bin Laden og aðrir hryðju- verkamenn hafist við í hinum hálendu og hrjóstrugu landamær- um Afganistan og Pakistan, mjög líklega Pakistanmegin. Árásir á herlið Bandamanna í Afganistan hafa aukist gríðarlega á undanförnum mánuðum, sérstak- lega á svæðum við landamæri Pakistan. - sha Óeirðaalda undanfarna daga í Afganistan: Nærri 200 látast í átökum BÍLSPRENGJA Í KABÚL Varð þremur mönn- um að bana en mikil mildi þykir að ekki fleiri skyldu látast í sprengingunni. NORDICPHOTOS/AP EFNAHAGSMÁL Árni Mathiesen fjár- málaráðherra hefur átt óformlega fundi við ýmsa fulltrúa hags- munaaðila á vinnumarkaði vegna verðbólgunnar en segir óhægt um vik að sinna slíku þessa dagana þar sem rúm vika sé í sveitar- stjórnarkosningar. „Vissulega hafa verið samtöl um þessa hluti. Við verðum að sjá hverju fram vindur. Við ráðum ekki einir för,“ segir hann og kveðst ekki geta sagt um það á þessu stigi hvernig þessi samtöl þróist. Fjármálaráðuneytið vinnur nú að fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Árni segir unnið á grundvelli langtímaáætlana og tekið mið af breyttum aðstæðum. Aðhald sé mikið. Árni kveðst fylgjast með umræðunni um efnahagsástandið en vill ekkert segja hvort ríkis- valdið leggist á sveif með Seðla- bankanum í baráttunni við verð- bólguna. Lítið sé hægt að gera. Framkvæmdir séu í algjöru lág- marki. „Framkvæmdir ríkisins nema 13,4 milljörðum á árinu. Það er rétt rúmlega eitt prósent af þjóðar- framleiðslu og nánast ekkert nema vegaframkvæmdir þannig að framkvæmdir ríkisins eru nánast eins litlar og mögulegt er án þess að ríkið beinlínis fari niður í núll,“ segir hann. „Stór liður í ríkisfjármálunum er samneyslan, rekstur heil- brigðiskerfisins og menntakerf- isins. Ég held að við höfum ekki neina möguleika til að lækka kostnað þar. Þó að hagfræðingar segi að það eigi að lækka laun og fækka fólki þá er það óraunhæft. Þó að hagfræðingar segi að það sé skynsamlegast að lækka líf- eyri þá er það líka óraunhæft.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur verðbólguskeið fram undan. „Ríkisstjórnin hefði átt að vera búin að taka upp víðtækt samráð við verkalýðshreyfinguna, atvinnurekendur, fjármálastofn- anir og sveitarfélög um það hvernig menn ætla að takast sam- eiginlega á við þennan vanda,“ segir hún. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, telur Seðla- bankann standa aleinan í glímunni við verðbólguna og fá minna en enga hjálp frá ríkisstjórninni og takmarkaðan skilning hjá bönkum og öðrum aðilum. Ekki náðist í Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra. ghs@frettabladid.is ÁRNI MATHIESEN „Við ráðum ekki einir för,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra og kveðst fylgjast með umræðunni um efnahagsástandið en vill ekkert segja hvort ríkisvaldið leggst á sveif með Seðlabank- anum. Fjármálaráðherra segir framkvæmdir í lágmarki Fjármálaráðherra hefur átt samtöl við aðila vinnumarkaðarins og fulltrúa sveitarfélaganna um verð- bólguna en vill ekkert segja um hvort markvissara samráð verði tekið upp eftir kosningar. VIÐ HRINGBRAUT Framkvæmdum við Hringbraut lauk í fyrra. Fjármálaráðherra segir að framkvæmdir ríkisins séu nánast eins litlar og mögulegt sé. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN, AP Tveir menn frá Sádi- Arabíu voru handteknir í Tampa í Flórída á föstudaginn fyrir að hafa fengið far með skólarútu. Eru þeir í haldi lögreglu en dómarinn í málinu úrskurðaði að ekki væri hægt að sleppa mönnunum gegn tryggingu vegna þess að hann vildi fá frekari upplýsingar um bakgrunn mann- anna. Mennirnir gáfu þær skýringar að þeir vildu kynnast bandarískum gagnfræðaskóla og reyna að finna auðveldari leiðir til að læra ensku. Ökumanni rútunnar fannst hins vegar mennirnir furðulegir og þegar þeir byrjuðu að tala á arabísku ákvað hann að láta skólayfirvöld vita. - sha Tveir Sádi-Arabar handteknir: Fengu far með skólarútu Reykjavík B 3,9% D 43,4% S 32,1% V 10,7% F 14,7% Skipting atkvæða og fjöldi borgarfulltrúa Könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. 0 7 6 1 1 Samstarf við UNIFEM Forsvars- menn Sjóvá, Kvennahlaups ÍSÍ og UNI- FEM hafa skrifað undir samstarfssamn- ing og verður yfirskrift Kvennahlaupsins í ár: „Hvert skref skiptir máli“. Yfirskriftin vísar til þess uppbyggingarstarfs sem UNIFEM hefur staðið fyrir í Afganistan síðan árið 2002. Mikilvægasta verkefnið er bygging kvennamiðstöðva þar sem konum gefst kostur á fræðslu eins og lestrarkenslu og iðnmenntun. Kvenna- hlaupið fer fram hinn 10. júní. KVENNAHLAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.