Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 6
6 22. maí 2006 MÁNUDAGUR
VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN
Ólafur F. Magnússon,
læknir og borgarfulltrúi
1 sæti
„ Flugvöllinn
áfram í
Vatnsmýrinni.“
���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
���������������
�����������������������������������������������������������������
����
�����
����
��� ��� ��
�������������� ���
��������������
�����
SKOÐANAKÖNNUN Það stefnir í stór-
sigur Samfylkingarinnar í Hafn-
arfirði samkvæmt nýrri skoðana-
könnun Fréttablaðsins. Fylgi
flokksins mælist nú 56,9 prósent
og myndu því sjö fulltrúar Sam-
fylkingar vera kjörnir í bæjar-
stjórn. Flokkurinn bætir við sig
manni og rúmum sex prósentu-
stigum frá síðustu kosningum,
þegar Samfylking fékk 50,2 pró-
sent atkvæða. Í könnun Frétta-
blaðsins nú er stuðningur kvenna
við Samfylkingu heldur meiri en
stuðningur karla. 59,6 prósent
kvenna í Hafnarfirði segjast nú
myndu kjósa Samfylkinguna en
54,5 prósent karla.
Sjálfstæðisflokkur fengi fjóra
fulltrúa kjörna og hefur nú 34,3
prósenta fylgi. Í kosningunum
2002 hlaut flokkurinn 40,6 prósent
atkvæða og fimm fulltrúa kjörna
og myndi flokkurinn því missa
einn bæjarfulltrúa. Í könnuninni
nú er stuðningur karla við flokk-
inn meiri en stuðningur kvenna.
37,4 prósent karla segjast myndu
kjósa Sjálfstæðisflokkinn en 30,7
prósent kvenna.
Vinstri græn myndu ekki koma
manni að í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar, samkvæmt könnun Frétta-
blaðsins, en flokkurinn bætir
nokkuð við sig fylgi frá síðustu
kosningum. 6,6 prósent segjast nú
myndu kjósa listann, en flokkur-
inn hlaut 2,9 prósent atkvæða í
síðustu kosningum. Framsóknar-
flokkurinn myndi heldur ekki ná
manni inn, en hann tapar fylgi frá
síðustu kosningum. 2,2 prósent
segjast nú myndu kjósa Fram-
sóknarflokkinn, en hann hlaut 6,3
prósent atkvæða í síðustu kosn-
ingum.
Niðurstaða könnunar Frétta-
blaðsins nú er mjög áþekk niður-
stöðu könnunar Félagsvísinda-
stofnunar fyrir NFS, sem birt var
16. maí. Þá sögðust 56,6 prósent
myndu kjósa Samfylkingu. 33,1
prósent sagðist myndu kjósa Sjálf-
stæðisflokk, 7,7 prósent sögðust
myndu kjósa Vinstri græn og 2,6
prósent studdu Framsóknarflokk-
inn.
Fréttablaðið hringdi í sex
hundruð Hafnfirðinga og skiptust
svarendur jafnt milli karla og
kvenna. Spurt var: Hvaða lista
myndir þú kjósa ef boðað yrði til
kosninga nú? 60,7 prósent tóku
afstöðu til spurningarinnar.
Einnig var spurt hvort svar-
endur væru fylgjandi eða andvíg-
ir stækkun álversins í Straums-
vík, en um það verður kosið í
Hafnarfirði samhliða sveitar-
stjórnarkosningunum. Samkvæmt
niðurstöðum könnunar Frétta-
blaðsins verður tæpt á mununum í
kosningunum. 52,2 prósent sögð-
ust vera stækkuninni fylgjandi, en
47,8 prósent sögðust vera stækk-
uninni andvíg. Mikill kynjamunur
er á stuðningi við stækkun. 65,8
prósent karla sögðust vera fylgj-
andi stækkun, en 37,2 prósent
kvenna. Hins vegar sögðust 62,8
prósent kvenna vera andvíg
stækkun, en 34,2 prósent karla.
75,3 prósent aðspurðra tóku
afstöðu til spurningarinnar.
svanborg@frettabladid.is
Samfylking bætir
við sig bæjarfulltrúa
Samfylking fengi sjö bæjarfulltrúa í Hafnarfirði samkvæmt nýrri könnun
Fréttablaðsins og Sjálfstæðisflokkur fjóra. Framsókn fengi engan og tapar fylgi
frá síðustu kosningum. Vinstri græn fá heldur ekki fulltrúa en bæta við sig fylgi.
Hafnarfjörður 2006
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
■ Kosningar 2002
B
2,2%
D
40,6%
S
50,2%
V
9,2%
Hvaða lista myndir þú kjósa ef boðað yrði
til kosninga nú?
Ertu fylgjandi eða andvíg(ur)
stækkun álversins í
Straumsvík?
Skoðanakönnun Fréttablaðsins
20. maí 2006
Andvíg
47,8
Fylgjandi
52,2
KOSNINGAR Meðalaldur frambjóð-
enda í sveitarstjórnarkosningunum
sem fram fara hinn 27. maí næstkom-
andi er sá sami og hann var í síðustu
kosningum árið 2002, 43 ár.
Engu að síður er aldur fulltrúa
misjafn og eru þannig 74 ár á milli
þess elsta, Vilhjálms Hjálmarssonar,
92 ára, á lista Framsóknarmanna í
Fjarðabyggð og þess yngsta, Valgeirs
Pálssonar, átján ára, á lista Samfylk-
ingarinnar í Eyjafjarðarsveit. - aöe
Sveitarstjórnarkosningar:
Meðalaldurinn
sami og síðast
ELSTI FRAMBJÓÐANDINN Vilhjálmur Hjálm-
arsson, fyrrverandi alþingismaður, er elsti
frambjóðandi sveitarstjórnarkosninganna
sem fram undan eru.
KOSNINGAR Una María Óskarsdótt-
ir, þriðji maður á lista Framsókn-
arflokksins í Kópavogi, segir að
sjálfstæðismenn þar í bæ segi
ósatt í kynningarstarfi sínu.
Hún kveðst hafa fengið símtal
frá skrifstofu Sjálfstæðisflokks-
ins um helgina. „Ég var spurð
hvort mér litist ekki vel á upp-
bygginguna í Kópavogi, sem ég
játaði. Þá segir sá sem hringir að
þetta megi þakka Sjálfstæðis-
flokknum og af orðum hans mátti
skilja að þeir hefðu leitt meiri-
hluta í bænum undanfarin fimmt-
án ár.“
Sjálfstæðisflokkur og Fram-
sóknarflokkur hafa verið í meiri-
hlutasamstarfi í Kópavogi undan-
farin sextán ár, en embætti
bæjarstjóra var í höndum Fram-
sóknar allar götur þar til í fyrra.
Una María segir að þegar hún hafi
bent þeim sem hringdi á þetta hafi
hann sagt að ekki væri við hann að
sakast, því hann hefði fengið leið-
beiningar um hvernig ætti að
hringja. „Mér þykja þetta heldur
óvönduð vinnubrögð af samstarfs-
flokknum,“ segir Una María.
Björn Hermannsson, kosninga-
stjóri Sjálfstæðisflokksins, þekkti
ekki til málsins en taldi að um mis-
skilning hlyti að vera að ræða.
„Við höfum hringt í fjölmarga
bæjarbúa og þetta er fyrsta kvört-
unin sem ég heyri, enda nýtur
Framsókn fyllsta sannmælis í
okkar samstarfi. Til okkar streyma
sjálfboðaliðar sem vilja taka til
hendinni og kannski hefur ein-
hverjum orðið misorða, ég skal
ekki segja. Þetta gæti líka verið
einhver viðkvæmni í Unu Maríu,
því við höfum komið fram af heil-
indum í þessari kosningabar-
áttu.“ - bs
Frambjóðandi Framsóknarflokksins í Kópavogi:
Segir sjálfstæðismenn
skrökva að bæjarbúum
UNA MARÍA ÓSKARSDÓTTIR Segir sjálf-
stæðismenn gefa í skyn að þeir hafi stýrt
bænum í hálfan annan áratug.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Maður og kona á þrí-
tugsaldri hafa verið ákærð fyrir
líkamsárásir á hvort annað í sept-
ember í fyrra og fyrir ræktun og
vörslu kannabiss á heimili sínu.
Ákæran var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjaness fyrir helgi.
Manninum er gefið að sök að
hafa sparkað í konuna, sem þá var
sambýliskona hans, tekið um háls
hennar og þrengt að með þeim
afleiðingum að hún marðist á hálsi
og auk þess hlaut hún áverka á
læri. Hann játar sök að mestu.
Konunni er gefið að sök að hafa
í kjölfarið stungið manninn í bakið
með þeim afleiðingum að hann
hlaut loftbrjóst vinstra megin í
brjóstholi. Árásin er sögð sérstak-
lega hættuleg. Konan neitar að
mestu sakargiftum.
Báðum er þeim síðan gefið að
sök að hafa í september í fyrra
staðið að ræktun á 185 kannabis-
plöntum og að hafa haft í vörslu
sinni tæp 400 grömm af kannabis-
efni, um fimm lítra af kannibis-
blönduðum vökva og tæp fimm
grömm af kannabisstönglum.
- sh
Kona stakk sambýlismann sinn í bakið eftir að hann réðst á hana:
Kærð fyrir alvarleg átök
HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Ákæran var
þingfest í Héraðsdómi Reykjaness fyrir
helgi.
VENESÚELA, AP Hugo Chavez, for-
seti Venesúela, segir að ríkisstjórn
landsins ætli sér að kaupa Sukhoi
Su-30 orrustuþot-
ur af Rússum sem
hann segir að séu
„hundrað sinnum
betri en F-16 þotur
Bandaríkja-
manna.“ Landið
hefur nú þegar
yfir að ráða 21 F-
16 þotu og verða
þær væntanlega seldar í stað
þeirra rússnesku.
Chavez segir að landið sé ekki
háð samþykki Bandaríkjamanna
varðandi sölu á F-16 þotunum og
því geti ríkisstjórn Venesúela selt
þær hverjum sem henni þóknist.
Samkvæmt yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar er Íran „í efsta sæti“
yfir líklega kaupendur. - sha
Ríkisstjórn Venesúela:
Braskar með
orrustuþotur
HUGO CHAVES
BANDARÍKIN, AP Hálf þrítugur maður
gekk inn í messu og hóf skotárás, að
svo virðist ástæðulausu, í borginni
Baton Rouge í Bandaríkjunum í
gær. Vitni segja manninn hafa
gengið inn í kirkjuna undir lok
messunnar, skotið fimm manns og
síðan flúið af vettvangi ásamt eigin-
konu sinni og þremur börnum. Fjög-
ur af fórnarlömbunum fimm létust
samstundis en ekki var strax vitað
um ástand þess fimmta.
Stuttu seinna fannst árásarmað-
urinn, Anthony Bell, í íbúð í
nágrenni kirkjunnar og hafði hann
þá skotið eiginkonu sína til bana en
börnin þrjú voru hins vegar heil á
húfi. - sha
Skotárás í messu:
Skaut fimm
manns til bana
KJÖRKASSINN
Telur þú að sjálfstæðismenn nái
hreinum meirihluta í borgar-
stjórn Reykjavíkur?
Já 46%
Nei 54%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ertu ánægð(ur) með úrslitin í
Eurovision?
Segðu þína skoðun á visir.is