Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 86
38 22. maí 2006 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Víkingar hafa tapað tveimur fyrstu
leikjum sínum í Landsbankadeildinni.
Á föstudagskvöld beið liðið ósigur
gegn Keflavík á útivelli en furðulegt
atvik átti sér stað í leiknum. Varnar-
maðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðsson
og Carl Dickinson fengu báðir að líta
gula spjaldið frá Jóhannesi Valgeirssyni
dómara eftir rifrildi, en það sem gerir
þetta atvik sérstakt er að leikmennirnir
eru samherjar hjá Víkingi.
„Þetta var fáránlegt og asnalegt atvik,
ég hef aldrei gert neitt þessu líkt áður,“
sagði Grétar Sigfinnur. „Hann skammaði
mig og Höskuld fyrir einhvern misskiln-
ing milli okkar. Þessir Bretar eru miklir
í skapinu og ég sagði honum að hann
ætti ekki að vera að tala svona við okkur
en hann hélt alltaf áfram. Þá fór ég til
hans og sagði honum að
róa sig, þá ýtti hann mér
og ég ýtti honum á móti.
Það var ekkert meira en
það.“
Carl Dickinson er
enskur miðjumaður
sem er nýkominn til
Víkinga á lánssamn-
ingi frá Stoke. Atvikið
átti sér stað á 60.
mínútu og fimm mínútum
síðar var Dickinson tekinn
af velli. „Hann var búinn að
vera heitur í leiknum og var
að svara mönnum, svo strax
eftir að hann fékk þetta gula
spjald fór hann í tæklingu og
við sáum ekki fram á annað en
hann væri að fara að fá rautt spjald.
Þá tók Maggi hann af velli, það var
ekkert verið að refsa honum fyrir
atvikið milli okkar,“ sagði Grétar.
Eftir leikinn töluðu Grétar og
Dickinson lengi saman og er
allt í góðu milli þeirra núna.
„Hann er mjög fínn strákur
og það er ekkert vont á
milli okkar. Hann er samt
óneitanlega svakalegur
skaphundur og það er
stundum erfitt að temja
þessa Breta, þeir vilja
ekki láta segja sér fyrir
verkum og kunna
stundum ekki að
hlusta,“ sagði
Grétar.
GRÉTAR SIGFINNUR SIGURÐSSON: FÉKK GULT SPJALD FYRIR AÐ RÍFAST VIÐ SAMHERJA SINN
Stundum er erfitt að temja Breta
LA
N
DS
BA
N
K
AD
EI
LD
IN
KAPPAKSTUR Byrjað verður að
smíða kappakstursbraut í Reykja-
nesbæ í sumar en þetta var form-
lega kynnt í bænum á laugardag-
inn. Brautarsvæðið verður byggt í
áföngum en fullbúin verður braut-
in 4,2 km að lengd. Gert er ráð
fyrir hóteli, veitingahúsum, kvik-
myndahúsi, skemmtistað og ýmsu
fleira í kringum svæðið. Erlendir
aðilar fjármagna verkefnið en
yfirhönnuður er Clive Bowen.
Reykjanesbær mun á næstunni
fara vandlega yfir framtíðarhorf-
ur þessa gríðarstóra verkefnis en
markmið brautarinnar er að skapa
vettvang á heimsmælikvarðafyrir
kappakstur, stuðla að auknum
ferðamannastraum og búa til
svæði fyrir öðruvísi viðskiptaum-
hverfi. Akstursleiðin að Bláa lón-
inu liggur framhjá brautarstæð-
inu og af þeim sökum verður reist
þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn
við brautina. - egm
Kappakstur á Reykjanesi:
Alvöru braut
byggð á Íslandi
FORMÚLAN Brátt mun þessi sjón blasa við
okkur í Reykjanesbæ. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Bjarki Guðmundsson,
markvörður ÍA, fékk rautt spjald
fyrir olnbogaskot í leiknum gegn
KR í Landsbankadeildinni á laug-
ardag. Hann verður því í banni
þegar Skagamenn heimsækja FH
á fimmtudaginn en þeir þurfa
nauðsynlega að fara að ná sér í
stig í mótinu.
Varamark-
vörðurinn Páll
Gísli Jónsson er
enn að jafna sig
eftir speglun og
því mun reynslu-
boltinn Þórður
Þórðarson að
öllum líkindum
standa í marki ÍA
gegn FH. „Það
stefnir allt í það, þetta var kannski
ekki alveg það sem maður vonaði
en svona er þetta bara. Ég er ekki
í neinni þjálfun en ég held að það
verði ekki mikið mál að hoppa inn
og taka eins og einn leik,“ sagði
Þórður .
Í byrjun sumars í fyrra hætti
Þórður sem leikmaður ÍA vegna
veikinda en hann er nú aðstoðar-
maður Ólafs Þórðarsonar hjá
félaginu og sér um markmanns-
þjálfun. Hann lýsti því yfir fyrir
stuttu að hann ætlaði að vera til
taks meðan Páll Gísli væri að jafna
sig af meiðslum. „Mér líst vel á
leikinn gegn FH, ég held að þetta
verði bara þrælgaman. Ég vona
samt að þetta verði eini leikurinn í
sumar sem ég þarf að stökkva inn
í,“ sagði Þórður en svo gæti farið
að Bjarki fengi tveggja leikja
bann og þá verður Þórður einnig í
markinu gegn Val. - egm
Rauða spjaldið hjá Bjarka:
Þórður í marki
ÍA gegn FH
ÞÓRÐUR
ÞÓRÐARSON
> Fylkir vildi Markús Mána
Fylkismenn hafa að mestu gefið upp
vonina á að Markús Máni Michaelsson
spili með liðinu á næstu leiktíð en félag-
ið átti í viðræðum við landsliðsmanninn
um tíma. Að sögn Sigmundar Lárusson-
ar, formanns meistaraflokksráðs félags-
ins, er afar ólíklegt að Markús Máni
komi til Íslands en hann var hugsaður
sem arftaki Heimis Arnar Árnasonar,
sem er á leið til Danmerkur. Fylkismenn
munu halda öllum öðrum leikmönn-
um sínum fyrir næstu leiktíð og segir
Sigmundur að félagið hafi hug á því að
styrkja hópinn með 3-4 leikmönnum til
viðbótar. „Við erum með nokkra í sigtinu
hér heima og
erum einnig
byrjaðir að
skoða erlenda
leikmenn af mikilli
alvöru,“ sagði Sig-
mundur við Frétta-
blaðið.
Viktor Þór vann tvöfalt
Íslenski ökuþórinn Viktor Þór Jensen,
sem keyrir í Palmer-Audi formúlunni,
sigraði á tveimur fyrstu mótum tímabils-
ins sem fram fóru í London í gær. Viktor
hóf keppni annar frá ráspól en náði for-
ystu strax á fyrsta hring sem hann hélt
síðan út allan kappaksturinn. Í síðari
keppninni hóf Viktor keppni á ráspól og
hafði forystu allan tímann.
ÍSLENSKUR SIGUR Í DIGRANESI Íslenska kvennalandsliðið í blaki gerði sér lítið fyrir og sigraði í fyrsta riðli undankeppni Evrópumóts
smáþjóða sem haldinn var í íþróttahúsinu í Digranesi um helgina. Íslenska liðið vann alla þrjá leiki sína í keppninni og sýndi gríðar-
legan karakter í úrslitaleiknum gegn Kýpur í gær. Kýpverjar náðu 2-0 forystu en með mikilli baráttu náðu íslensku stelpurnar að jafna
metin og tryggja síðan 3-2 sigur með 15-8 sigri í oddalotunni. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem
fram fer í Skotlandi á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Nokkrir stuðningsmanna
Grindavíkur gengu berserksgang
á Fylkisvelli á föstudag eftir að
Grindavík hafði beðið lægri hlut
fyrir heimamönnum í Fylki í leik
liðanna í Landsbankadeildinni.
Stuðningsmennirnir voru mjög
ósáttir við dómara leiksins og
reyndu eftir fremsta megni að
komast að honum eftir að leik
lauk. Gæslumenn Fylkis á leikn-
um þurftu að hafa sig alla við til að
hindra stuðningsmennina í að
komast að dómaranum en í stað-
inn létu þeir reiði sína bitna á
nokkrum stólum í stúkunni auk
þess sem þeir brutu tvö auglýs-
ingaspjöld.
Lögreglan tók skýrslu af for-
ráðamönnum Fylkis eftir að leik
lauk og tók myndir af skemmdar-
verkunum. Að sögn Arnar Haf-
steinssonar, framkvæmdastjóra
Fylkis, mun félagið senda bréf til
KSÍ þar sem greint verður form-
lega frá uppákomunni á föstudag.
„Þetta eru óverulegar skemmd-
ir sem um er að ræða en það er
aðallega þessi framkoma sem við
erum ósattir við. Svona rugl þarf
að stöðva í fæðingu. Það eru bara
fótboltabullur sem haga sér
svona,“ sagði Örn.
Svo virðist sem stuðningsmenn
liða í Landsbankadeildinni komi
nokkuð heitir undan vetri því í
fyrstu tveimur umferðum deildar-
innar hafa þrjú atvik sem fela í
sér ólæti áhorfenda komið upp. Í
leik KR og FH í Frostaskjólinu
fyrir viku síðan var aðskotahlut-
um kastað að lukkudýri KR-inga
og í viðureign ÍA og KR á laugar-
dag mátti ekki miklu muna að upp
úr syði á milli stuðningsmanna lið-
anna eftir að nokkrir áhangendur
KR höfðu kveikt á blysum. Notkun
blysa er með öllu óheimil á knatt-
spyrnuleikjum hvarvetna í Evr-
ópu.
Geir Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, hafði ekki
heyrt af málinu á Árbæjarvelli
þegar Fréttablaðið ræddi við hann
í gær, en hann sagði að slík mál
réðust að miklu leyti af skýrslum
eftirlitsmanna á leiknum, sem
berast venjulega ekki fyrr en
nokkrum dögum eftir leik. Geir
sagði engu að síður að KSÍ liti mál
sem tengdust ólátum áhorfenda
mjög alvarlegum augum. Refsi-
ramminn í slíkum málum nær allt
frá áminningu, sektum og jafnvel
heimaleikjabanni, að sögn Geirs.
„Það er áhyggjuefni ef áhorf-
endur haga sér ekki vel á leikjun-
um en ég held að við séum ekki
farnir að kljást við bullur ennþá,“
sagði Geir. vignir@frettabladid.is
Það þarf að stöðva svona
fótboltabullur í fæðingu
Nokkrir stuðningsmenn Grindavíkur brutu stóla og auglýsingaskilti á Fylkis-
vellinum eftir leik liðsins við Fylki á föstudagskvöld. Fylkismenn hafa áhyggjur
af vaxandi ólátum áhorfenda. KSÍ lítur svona mál alvarlegum augum.
SKEMMDARVERK Svona lítur eitt sætið á Fylkisvellinum út eftir meðferð eins stuðnings-
manna Grindavíkur á því á föstudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA