Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 87
Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 45.-49. sæti á áskorenda-
móti sem fram fór í Belgíu um helgina.
Birgir Leifur lék fjóra hringina á pari
en sigurvegarinn, Toni Karjalainen frá
Finnlandi, lék samtals á fjórtán höggum
undir pari.
Evrópumeistarar Ciudad Real, með landsliðsfyrirliðann Ólaf Stefáns-
son innanborðs, vann góðan sigur á
erkifjendunum
í Barcelona í
spænsku úrvals-
deildinni í hand-
bolta á laugardag,
33-27. Ólafur átti
góðan leik og
skoraði fimm mörk.
Þrátt fyrir tapið er
Barcelona efst með 52 stig en Portland
San Antonio er í öðru sæti tveimur
stigum á eftir. Tvær umferðir eru eftir
af spænsku deildinni en Ciudad Real á
ekki möguleika á titlinum. Þá skoraði
Einar Örn Jónsson fimm mörk fyrir Torre-
vieja sem sigraði Cantebra, 29-33.
Kolding stendur vel að vígi í barátt-unni um danska meistaratitilinn í
handbolta en liðið gerði 26-26 jafntefli
við GOG í fyrri úrslitaleik liðanna sem
fram fór á heimavelli síðarnefnda liðsins
á laugardag. Liðin mætast í Kolding
á morgun en heimamenn tapa mjög
sjaldan þar. Kolding á titil að verja en
GOG vann deildarkeppnina í ár með
miklum yfirburðum.
Markús Máni Michaelsson og félagar hans í Düsseldorf höfðu
mikla yfirburði gegn Grosswallstadt í
viðureign liðanna í þýsku úrvalsdeild-
inni í handbolta
í gær. Düsseldorf
sigraði, 26-18, og
náði Markús Máni
að skora eitt mark.
Einar Hólmgeirsson
var markahæstur
hjá Grosswallstadt
með fimm mörk en Alexander Petterson
skoraði tvö mörk úr vítaskotum.
Danska handboltaliðið Viborg varð á laugardag Evrópumeistari kvenna
þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Ljublana
frá Slóveníu á heimavelli sínum, 20-21.
Viborg hafði unnið fyrri leikinn 24-22 og
hafði því betur í einvíginu samanlagt.
Þetta er þriðja árið í röð sem danskt
félagslið sigrar í Evrópukeppninni, en
síðustu tvö ár hefur Slagelse borið sigur
úr býtum.
Utandeildarliðið Vængir Júpíters gerði sér lítið fyrir og lagði 2. deildarlið
Reyni Sandgerði að velli í 64-liða úrslit-
um VISA-bikars karla í fótbolta. Vængir
sigruðu 2-1 þar sem sigurmarkið kom í
viðbótartíma en þeir höfnuðu í 2. sæti í
utandeildinni á síðustu leiktíð en Reynir
vann þá 3. deildina með nokkrum
yfirburðum.
Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo segist stefna á að verða markahæsti
leikmaður HM frá
upphafi. Til þess
þarf Ronaldo að
skora þrjú mörk í
Þýskalandi í sumar,
en þá yrði heildar-
markafjöldi hans
á HM fimmtán
mörk. Gerd Müller
frá Þýskalandi er
markahæsti leikmaðurinn í sögu HM
með fjórtán mörk. „Mitt aðalmarkmið er
að vinna HM en ég stefni líka á að bæta
met Müllers,“ sagði Ronaldo.
ÚR SPORTINU