Fréttablaðið - 22.05.2006, Síða 87

Fréttablaðið - 22.05.2006, Síða 87
Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 45.-49. sæti á áskorenda- móti sem fram fór í Belgíu um helgina. Birgir Leifur lék fjóra hringina á pari en sigurvegarinn, Toni Karjalainen frá Finnlandi, lék samtals á fjórtán höggum undir pari. Evrópumeistarar Ciudad Real, með landsliðsfyrirliðann Ólaf Stefáns- son innanborðs, vann góðan sigur á erkifjendunum í Barcelona í spænsku úrvals- deildinni í hand- bolta á laugardag, 33-27. Ólafur átti góðan leik og skoraði fimm mörk. Þrátt fyrir tapið er Barcelona efst með 52 stig en Portland San Antonio er í öðru sæti tveimur stigum á eftir. Tvær umferðir eru eftir af spænsku deildinni en Ciudad Real á ekki möguleika á titlinum. Þá skoraði Einar Örn Jónsson fimm mörk fyrir Torre- vieja sem sigraði Cantebra, 29-33. Kolding stendur vel að vígi í barátt-unni um danska meistaratitilinn í handbolta en liðið gerði 26-26 jafntefli við GOG í fyrri úrslitaleik liðanna sem fram fór á heimavelli síðarnefnda liðsins á laugardag. Liðin mætast í Kolding á morgun en heimamenn tapa mjög sjaldan þar. Kolding á titil að verja en GOG vann deildarkeppnina í ár með miklum yfirburðum. Markús Máni Michaelsson og félagar hans í Düsseldorf höfðu mikla yfirburði gegn Grosswallstadt í viðureign liðanna í þýsku úrvalsdeild- inni í handbolta í gær. Düsseldorf sigraði, 26-18, og náði Markús Máni að skora eitt mark. Einar Hólmgeirsson var markahæstur hjá Grosswallstadt með fimm mörk en Alexander Petterson skoraði tvö mörk úr vítaskotum. Danska handboltaliðið Viborg varð á laugardag Evrópumeistari kvenna þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Ljublana frá Slóveníu á heimavelli sínum, 20-21. Viborg hafði unnið fyrri leikinn 24-22 og hafði því betur í einvíginu samanlagt. Þetta er þriðja árið í röð sem danskt félagslið sigrar í Evrópukeppninni, en síðustu tvö ár hefur Slagelse borið sigur úr býtum. Utandeildarliðið Vængir Júpíters gerði sér lítið fyrir og lagði 2. deildarlið Reyni Sandgerði að velli í 64-liða úrslit- um VISA-bikars karla í fótbolta. Vængir sigruðu 2-1 þar sem sigurmarkið kom í viðbótartíma en þeir höfnuðu í 2. sæti í utandeildinni á síðustu leiktíð en Reynir vann þá 3. deildina með nokkrum yfirburðum. Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo segist stefna á að verða markahæsti leikmaður HM frá upphafi. Til þess þarf Ronaldo að skora þrjú mörk í Þýskalandi í sumar, en þá yrði heildar- markafjöldi hans á HM fimmtán mörk. Gerd Müller frá Þýskalandi er markahæsti leikmaðurinn í sögu HM með fjórtán mörk. „Mitt aðalmarkmið er að vinna HM en ég stefni líka á að bæta met Müllers,“ sagði Ronaldo. ÚR SPORTINU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.