Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 85
[UMFJÖLLUN] TÓNLIST Ef það væri hægt að fanga orku Red Hot Chili Peppers í einhvers- konar risa batterí þá er ég nokkuð viss um að Alcoa væri ekki að leita til þess að kaupa íslenskar auðlindir til orkuframleiðslu. Þessum piltum yrði bara komið fyrir í miðjunni á einhverskonar kjarnorkuveri og þeim leyft að spila og láta öllum apalátum. Í edrúmennskunni eru þeir í svo góðri tengingu við sinn æðri mátt að lögin leka úr þeim hraðar en þvag. Niðurstaðan er auðvitað allt, allt, allt of löng plata sem hefði átt að skipta í tvær, ef ekki þrjár, mismunandi útgáfur. Það er heilmikil vinna að hlusta í gegn- um Stadium Arcadium. Það er tveggja tíma verk að fara eina umferð, og ég efast um að jafnvel hörðustu aðdáendur eigi nokkurn tímann eftir að hlusta alla leið í gegn án þess að taka sér góða pásu. Þetta er plata sem tekur rúma viku að melta. Ég botna ekk- ert í svona plötum, því fyrir mér á það að vera unaðsleg tilfinning að renna plötum í gegn. Manni á ekki að líða eins og maður sé á biðstofu heimilislæknis síns að bíða eftir því að fá aflausn. Þetta er þó hörkuplata. Hér er góður skammtur af öllu því sem gerir RHCP að afbragðs hljóm- sveit. Stórkostlegur gítar og bassaleikur og stundum fáránlega grípandi lög sem sveitin á eftir að eiga auðvelt að matreiða ofan í þúsundir á tónleikum sínum. Þetta er enn ein sönnun þess að RHCP virkar bara þegar gítarleikarinn John Frusciante er innanborðs. Hann er límið sem heldur sveit- inni saman og þessi nýja plata er líklegast stærsti sigur ferils hans. Anthony Kiedis kemur líka mjög á óvart sem textahöfundur. Snið- ugur kappi þar á ferð. Það sem er erfiðast við þessa plötu, fyrir utan lengdina, er hversu einsleit hún er. Hljómur RHCP hefur alla tíð verið mjög sérstakur og ekki fyrir neina aðra sveit að kópera hana. En að sama skapi verður það að viðurkennast að lögin hljóma oft verulega keim- lík. Þannig séð var ekki eitt ein- asta lag á þessari 28 laga plötu sem mér fannst ég ekki hafa heyrt áður. Sveitin gerir heldur engar tilraunir, í öllum þessum lögum, til þess að reyna að róa á ný mið. Þessi plata á samt eflaust eftir að veita okkur heila „best of“ plötu af slögurum. Lög eins og Make You Feel Better, Hey, Dani California, Snow og Tell Me Baby eru öll í sama gæðaflokki og stærstu slagarar sveitarinnar. Ég efast um að nokkrum aðdáanda sveitarinnar eigi eftir að finnast hann vera svikinn af þessari stóru og miklu gjöf. Hún ætti líka að endast aðdáendum í nokkurn tíma. Ég mæli eindregið með því að fólk kynni sér eina plötu í einu og leyfi lögunum að sökkva vel inn áður en haldið er í næsta skammt. Birgir Örn Steinarsson Hámarks Chili-skammtur! RED HOT CHILI PEPPERS: STADIUM ARCADIUM NIÐURSTAÐA: Níunda breiðskífa Red Hot Chili Peppers hefur allt sem gerir sveitina að einni vinsælustu sveit heims. Kannski aðeins of mikið af því, því það tekur 2 klukkustundir að hlusta á öll 28 lögin. Skotheldur pakki fyrir aðdáendur og plata sem á eflaust eftir að stækka hlustendahóp sveitar- innar, ef það er þá mögulega hægt. Guðmundur Jónsson, aðallagasmið- ur og gítarleikari Sálarinnar hans Jóns míns, sendir frá sér sína aðra sólóplötu í byrjun júní. Platan heitir Jaml og er númer tvö í þríleik hans sem hófst með plötunni Japl sem kom út fyrir tveimur árum. Jaml inniheldur tíu ný lög og texta eftir Guðmund, sem í þetta skiptið sér sjálfur um allan hljóð- færaslátt, söng og upptökur, fyrir utan að í einu lagana syngur Magn- ús Þór Sigmundsson dúett með honum. Fyrsta lagið af plötunni er komið í útvarpsspilun og er það lagið Fyrirgefðu sem ríður á vaðið. „Þetta lag lýsir plötunni ágætlega. Það fjallar um fyrirgefninguna sem slíka og það að við ættum að temja okkur meira í lífinu að gefa hvort öðru. Flestir þekkja manneskju sem ber heift í brjósti og getur ekki losnað við hana,“ segir Guðmund- ur.“ „Ég var búinn að vera með þessa hugmynd lengi um að gera þríleik sem kallast Japl, Jaml og Fuður, og fannst það bráðsniðugt,“ bætir Guðmundur við. Hann vill þó ekki meina að plöturnar hafi ákveðið þema. „Ég er fyrst og fremst laga- smiður. Þetta er persónuleg plata og lágstemmd. Í kjölfarið á síðustu plötu fór ég út á land að spila með kassagítar. Það var aldrei planið en ég datt inn á þetta og fannst rosa- lega gaman,“ segir hann. „Það var mjög krefjandi og skemmtilegt að gera plötu þar sem útgangspunkturinn væri kassa- gítar. Fyrri platan var mikið rokk en á þessari leyfi ég mér að nostra aðeins meira við lögin og búa til hljóðheim allt í kring.“ Guðmundur byrjaði að vinna við plötuna upp úr áramótum þegar ljóst var að Sálin yrði í fríi þar til seinni partinn í sumar. Spurður segir hann að samstarfið með Magnúsi Þór hafi verið æðislegt. „Ég er búinn að þekkja hann lengi og er mikill aðdáandi hans. Textinn við lagið Ég trúi er útópískur og fjallar um að trúa á ástina. Hann er einn af fáum sem geta sungið þenn- an texta þannig að maður trúi því. Hann er svo mikill andans maður,“ segir hann. Í tilefni af útkomu plötunnar mun Guðmundur fara í tónleika- ferð um land allt í júní og júlí. ■ Önnur sólóplata Guðmundar GUÐMUNDUR JÓNSSON Gítarleikari Sálarinnar er að gefa út sína aðra sólóplötu. Fyrrum stjarna Baywatch-þáttar- ins, David Hasselhoff, söngkonan Brandy og breski blaðamaðurinn Piers Morgan verða dómarar í nýjum sjónvarpsþætti frá Simon Cowell. Þátturinn nefnist America´s Got Talent þar sem söngvarar, dansarar, grínistar og alls kyns skemmti- kraftar munu koma fram fyrir framan dómnefndina. Verðlaunafé er ein milljón dollara, rúmar sjötíu milljónir króna. Fyrsti þátturinn hefur göngu sína á NBC-sjónvarps- stöðinni í Bandaríkjunum í næsta mánuði. „Það verða þrír dómarar með þrenns konar mismunandi bak- grunna. Þið skulið búast við því óvænta,“ sagði Cowell, sem er þekktur sem dómari í þættinum American Idol. Hann verður þó ekki í dómarasætinu í þetta skiptið. Áheyrnarprófum fyrir þáttinn er lokið. Fóru þau meðal annars fram í Los Angeles, New York og Atlanta. ■ Hasselhoff dæmir HASSELHOFF Fyrrum stjarna þáttarins Baywatch, eða Strandvarða, verður í dómarasæti í nýjum sjónvarpsþætti. SMS LEIKUR! Sendu JA FVC á númerið 1900 og við sendum þér spurningu! Þú svara með því að senda A, B eða C. 4S 3MS B A 463L 3ei K 11URñ Aðalvinningur er stórkostleg ferð til London á slóðir DaVinci lykilsins í boði Iceland Express. Innifalið í ferðinni er flug, gisting og "DaVinci Tour" um borgina. Að auki fær vinninghafi DaVinci síma frá Sony Ericsson. Aðrir vinningar:Sony Ericsson gsm símar • Bíómiðar fyrir tvo á DaVinci • DVD myndir • Tónlistin úr myndinni • DaVinci tölvuleikir • Varningur tengdur myndinni • Fullt af Pepsi og enn meira af DVD og tölvuleikjum. 99 ksr skeytið. Vinningar afhendir í bT Smáralind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.