Fréttablaðið - 22.05.2006, Page 56

Fréttablaðið - 22.05.2006, Page 56
 22. maí 2006 MÁNUDAGUR32 Fyrir neðan Elliðaárstíflu, meðfram Elliðaánun, liggur Rafstöðvarvegur. Við hann standa fjölmörg gömul hús sem á sínum tíma voru langt uppi í sveit. Rafstöðvarvegurinn er engu öðru líkur. Hann varð til er Ell- iðaárstíflan reis og rafstöðvar- húsið var byggt neðar í dalnum. Sveit í borg, tímalaus bær. Það sem eitt sinn var útnári borgar- innar er nú athvarf frá þéttriðnu neti raðhúsa úthverfisins sem liggur allt í kring. Fyrir ofan veginn, í hlíðum Ártúnsins, horfir gamli Árbær- inn yfir byggðina. Hann og Raf- stöðvarvegurinn minna okkur á horfna tíma. Timburhús sem búa yfir ótal sögum. Varla sést í næsta hús fyrir trjágróðri og stemningin er óneitanlega skand- inavísk. Hérna hafa einhvern tímann börnin sem vel gátu átt heima í Ólátagarði hlaupið um og framið prakkarastrik og upplifað ævin- týri barnæskunnar. Lína lang- sokkur í húsi nr. 1 tók á móti frambjóðendum sem vildu með öllum ráðum fá stuðning hennar og styrk, og niðri við Elliðaárnar hefur svo sjálf Ronja Ræningja- dóttir setið með Birki Borkasyni og veitt lax, enda löngu komið vor. Héðan vill enginn flytja. Þegar ljósmyndarinn spígsporaði um götuna og tók myndir af öllu mögulegu og ómögulegu kom að máli við hann kona sem spurði með bros á vör hvað hann væri að mynda. Þegar hann sagðist vera á vegum fasteignablaðs Fréttablaðsins kom meðaumkun- arsvipur á hana. „Því miður vinur minn,“ sagði konan og lagði hönd- ina á öxl hans. „Ég get ekki ímyndað mér að héðan vilji nokk- ur maður flytja.“ tryggvi@frettabladid.is Byggðin í Elliðaárdalnum Árbærinn gamli í sínu hásæti yfir Rafstöðvarvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stundum virðist tíminn standa í stað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Árbærinn er friðsæll staður í höfuðborginni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kisi malar í heimreiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Er þetta Sjónarhóll, eða kannski Ólátagarður? FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Svæðið er einstaklega gróið og vel er hugsað um garðana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.