Fréttablaðið - 24.05.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 24.05.2006, Qupperneq 12
12 24. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR BÍLASÝNING Bílaáhugamenn flykktust til Sandpoint í Idaho í Bandaríkjunum um helgina, þar sem fram fór sýning á fornbíl- um með tilheyrandi skemmtunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FINNLAND Finnski lögmaðurinn Kari Silvennoinen ætlar að fara í mál við rússnesk yfirvöld og krefj- ast þess að fá til baka eignarrétt Finna á jörðum í Karjalahéraði sem lenti innan sovésku landa- mæranna árið 1944. „Landamærin breyttust, ekki eignarrétturinn,“ segir hann í Helsingin Sanomat. Silvennoinen telur að Finnar sem áttu land á þessu svæði 1944 þegar Finnar og Sovétmenn sömdu um vopnahlé séu enn lög- legir eigendur. Sovétkerfið hafi útrýmt eignarrétti en staðan sé breytt, eignarrétturinn sé fyrir hendi og því þurfi að höfða mál gegn Rússum. - ghs Jarðadeila við Rússa: Krefst landsins sem hvarf Ómar Stefánsson er efsti maður á lista framsóknarmanna í Kópavogi. Fjölskyldu- málin almennt eru í forgangi hjá B-lista fyrir kosningarnar. Stefnt er að því að tryggja öllum börnum 18 mánaða og eldri skólavist og minnka sumarlokun niður í tvær vikur á leikskólum. „Við viljum tryggja vist á dagheimilum fyrir 9 til 18 mánaða börn til að koma til móts við foreldra sem eru að klára fæðing- arorlof.“ Í öldrunarmálum vill B-listi koma á þjónustu þar sem 75 ára og eldri geti hringt og látið vita af sér. „Fyrir 80 ára og eldri viljum við skipuleggja heimsóknir í samvinnu við félagasamtök og svo halda áfram stuðningi og uppbyggingu við Hrafnistu og Sunnuhlíð.“ B-listi vill bjóða upp á heildstæðar lausnir í forvarnar- málum fyrir unglinga, í samstarfi við vinnuskólann með nýju menningar- og ungmennahúsi. Ómar Stefánsson B-lista: Fjölskyldumálin í forgangi Gunnar I. Birgisson leiðir lista sjálfstæðis- manna í Kópavogi. D-listi leggur áherslu á fjölskyldumál í víðum skilningi, frá vöggu til grafar að sögn Gunnars. Stefnt er að því að byggja vöggustofu fyrir sex til níu mánaða börn til að koma til móts við eftirspurn sem dagmæðrakerfið annar ekki. „Við ætlum að lækka leikskólagjöld og efla innra starfið.“ Á kjörtímabilinu verða byggðir tveir til þrír nýir leikskólar og tveir nýir grunnskólar reistir. „Við viljum auka fjárhagslegt og faglegt sjálfstæði skólanna eins og hefur verið unnið að á kjörtímabilinu.“ Foreldraráðin hafa nú meira vægi að sögn Gunnars. Varðandi íþróttir þá mun D-listi styrkja iðkendur um allt að 20.000 krónur og haldið áfram með uppbyggingu íþróttamannvirkja. „Skuldir verða lækkaðar með lækkun á vaxtagreiðslum og fasteignagjöldum,“ segir Gunnar sem boðar áframhaldandi aðhald í rekstri bæjarfélagsins. Gunnar I. Birgisson D-lista: Lækkun á leikskólagjöldum Ólafur Þór Gunnarsson er oddviti Vinstri grænna í Kópavogi. „Lykilatriði kosning- anna er að þær snúast um fólk og þá þjónustu sem bærinn er að reiða af hendi til bæjarbúa.“ V-listi vill gera leikskóla gjaldfrjálsa til að tryggja öllum börnum fullan aðgang að menntastofnunum. Forgangsverkefni hjá V-lista er að auka fjölda hjúkrunarrýma í bæjarfé- laginu. „Ástandið í Kópavogi er þrefalt verra en meðaltalið á höfuðborgarsvæðinu.“ Jafnhliða því vill V-listi haga þjónustumálum fyrir aldraða þannig að það fái þá þjónustu sem það á rétt á þegar það þarf á henni að halda. „Bærinn á að taka yfir öldrunarþjónustuna.“ Einnig þarf bæjarfélagið að gera betur við starfsfólk sitt og vill V-listi að Kópavogur segi sig út úr launanefnd sveitarfélaga og semji sjálft við sína starfsmenn. V-listi vill gera reglur um lóðaúthlutun gegnsæjar og koma í veg fyrir pukur og einkavinavæðingu að sögn Ólafs. Ólafur Þ. Gunnarsson V-lista: Taki yfir öldrunarþjónustu Guðríður Arnardóttir jarðfræðingur leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Höfuðáhersla er lögð á velferðarmál og þá sérstaklega málefni aldraðra og skólamál að sögn Guðríðar. „Við ætlum að veita meira fé til skólanna og til dæmis stofna þróunarsjóð grunnskóla sem veittir verða úr styrkir til kennara til að vinna að þróunarverkefnum fyrir skólana.“ S-listi vill tryggja öruggt starfsmannahald í leikskólum og hafa þá opna allt sumarið svo foreldrar geti valið sér frí. Yfirlýst stefna S-lista er að færa alla þjónustu við aldraða til bæjarfélagsins. „Við viljum byrja á því að efla heimaþjón- ustuna.“ S-listi vill jafnframt stofna öldungaráð skipað eldri borgurum sem verður bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni aldraðra. „Við viljum efla lista- og menningarstarf og stefnum að byggingu sviðslistahúss sem mun nýtast menningarlífi bæjarins.“ Guðríður Arnardóttir S-lista: Efla heimaþjónustuna KOSNINGAR Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa setið óslitið í meirihluta bæjarstjórn- ar í Kópavogi seinustu 16 árin. Á kjörtímabilinu sem er að klárast hefur Samfylking setið ein í minnihluta og Vinstri hreyfingin - grænt framboð býður nú fram í fyrsta skipti í bæjarfélaginu. Að sögn Gunnars og Ómars, oddvita meirihlutaflokkanna, hefur samstarfið verið farsælt og gengið vel. Ör uppbygging hefur verið í Kópavogi og hefur kjósendum fjölgað um 10,1 pró- sent frá seinustu sveitarstjórnar- kosningum. Vel hefur gengið að láta þjónustustig halda í við upp- bygginguna að mati Gunnars og Ómars. Guðríður, oddviti Samfylking- ar, segir að með hraðri uppbygg- ingu bæjarfélagsins sé Kópavogur orðinn miðpunktur höfuðborgar- svæðisins og miðstöð verslunar og þjónustu. Að sögn Guðríðar hefur rödd minnihlutans ekki náð í gegn í bæjarstjórn á kjör- tímabilinu. Gagnrýnir hún að þjónusta við eldri borgara hafi ekki náð að haldast í hendur við uppbyggingu seinustu ára. Vinstri hreyfingin - grænt framboð leggur áherslu á að gera stjórnsýslu bæjarfélagsins gegn- særri en hún er í dag. - sdg KÓPAVOGUR Kópavogsbær er annað stærsta sveitarfélag landsins með 26.847 íbúa. Kópavogsbær SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 Rúmlega tíu prósenta fjölgun íbúa á kjörskrá frá seinustu kosningum: Miðja höfuðborgarsvæðisins ������������������������������������������������������ �� �������������������������������������������������������������� ������ ������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������������ �������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ������������������������������� �������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������ �������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������� 1.890.000,- Beinskipt - 1.6 lítra Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Þinn daglegi skammtur af gleði Mánaðargreiðsla 23.061,-* ���������������� �������������������� ���� ����������������� MANNRÉTTINDI „Það má segja að þema skýrslunnar sé tvöfeldni eða hræsni áhrifamestu ríkis- stjórnanna,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty Inter- national. „Til dæmis hefur grundvallar- gildum verið fórnað og horft fram hjá alvarlegum mannréttinda- brotum í skjóli stríðsins gegn hryðjuverkum. Svo eru 88 prósent allra vopna sem seld eru til þróun- arlandanna keypt frá ríkjunum fimm sem eiga sæti í öryggisdeild Sameinuðu þjóðanna; Kína, Frakklandi, Rússlandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.“ Einnig segir Jóhanna mjög gagnrýnisvert að á meðan 2,2 milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín í Darfur og nær 300 þúsund dáið vegna hungurs, sjúkdóma eða verið drepin þar skuli ekki einn friðargæsluliði frá Sameinuðu þjóðunum hafa verið sendur þangað enn. „En það jákvæða er að hugar- far almennings hefur breyst þannig að fólk fer fram á gagnsæi og hefur síður umburðarlyndi gagnvart mannréttindabrotum,“ segir Jóhanna. „Þetta sést einnig á því að nú eru 6.500 félagar í Íslandsdeildinni og hafa aldrei verið fleiri.“ - jse Hræsni áhrifamestu ríkisstjórna heims er þema nýrrar ársskýrslu Amnesty: Þeir stóru tvöfaldir í roðinu JÓHANN K. EYJÓLFSDÓTTIR Framkvæmda- stjóri Íslandsdeildar Amnesty Internation- al kynnti ársskýrslu hreyfingarinnar á blaðamannafundi í gær. Hún einkennist af hræsnaraskap áhrifamestu ríkisstjórnanna, segir hún.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.