Fréttablaðið - 24.05.2006, Síða 33

Fréttablaðið - 24.05.2006, Síða 33
Úr kauphöll | Eignarhlutur Skoðunar í Kögun nemur nú 98,7 prósentum og því voru hlutabréf í Kögun fjarlægð úr Kauphöll Íslands eftir lokun markaða á mið- vikudag. Forðinn minnkar | Gjald- eyrisforði Seðlabanka Íslands dróst saman í apríl um 13,7 millj- arða króna og nam 66,2 milljörð- um króna í lok mánaðarins. Stórbankar með | Evrópsku bankarnir Societe Generale CIB og Fortis gengu til liðs við Kaupþing banka í fjármögnun kaupa FL Group, Vífilfells og fleiri á Refresco. Stýrivextir hækka | Bankastjórn Seðlabankans hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentustig í 12,25 pró- sent sem var í samræmi við spár sérfræðinga. Skiptast á | Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir skipt- ast á störfum 26. maí og verður sá fyrrnefndi forstjóri og hinn síðarnefndi stjórnarformaður Bakkavarar Group. Vilja meira | Forstjóri FL Group segir að félagið ætli sér stærri hluti í Glitni en félagið hefur verið ötult við að kaupa hluti í bankan- um að undanförnu. Húsnæði hækkar | Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1 prósent á tímabilinu mars- apríl. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,7 prósent en sérbýli um 2,5 pró- sent milli mánaða. Yfir væntingum | Hagnaður Alfesca var 524 þúsund evrur, eða um 47 milljónir króna, á þriðja árs- fjórðungi. Þetta er betri afkoma en greiningardeildir bankanna reiknuðu með. Listahátíð í Reykjavík Farsælt samstarf einkaaðila og hins opinbera 12-13 Betsson.com Fjöldi notenda margfaldast 18 Stjórnun fyrirtækja Lagasetning engin töfralausn 10 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 24. maí 2006 – 19. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Mikil verðbólga og gríðarlegur viðskiptahalli er til marks um alvarlega ofþenslu í íslenska hagkerfinu samkvæmt skýrslu Efnahags og framfarastofnunar Evrópu (OECD) um efnahagsmál í heiminum. Þá segir að fjármálamarkaðir hafi ekki farið varhluta af spennu og ójafnvægi í hagkerfinu, gengi krónunnar hafi hækkað snar- lega og Seðlabankinn brugðist við verðbólguhættu með hækkun stýrivaxta. Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 12,25 prósentum og telur OECD að frekari þörf sé á vaxtahækkunum til að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Þótt ríkisfjármálin séu í nokkuð góðu lagi þurfi að halda aftur af útgjöldum ríkisins, sérstaklega launagreiðslum til ríkisstarfs- manna, þar til merkja verði vart um að verðbólgan sé á undan- haldi. OECD spáir 5,6 prósenta verð- bólgu á þessu ári og 5,3 prósent árið 2007. Hagvöxtur verður 4,1 prósent í ár en einungis 1,4 pró- sent á því næsta samkvæmt spá stofnunarinnar. Þá telur OECD að heldur dragi úr viðskiptahall- anum, hann verði 10,4 prósent vergrar landsframleiðslu árið 2007. -jsk Alvarleg ofþensla í hagkerfinu OECD telur frekari vaxtahækkanir og aðhald í ríkisfjármálum nauðsynleg til að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Óli Kristján Ármannsson skrifar Eigin tillögur bankanna um framtíð Íbúðalánasjóðs verða á næstu dögum kynntar stýrihópi sem félags- málaráðherra skipaði til að koma fram með tillögur um framtíð sjóðsins. Mikið ber í milli hjá stýrihópnum og bönkunum. Bankarnir höfnuðu fyrstu hugmyndum stýrihópsins um að koma á sérstökum Íbúðabanka sem væri deild innan Íbúðalánasjóðs. Telja bankarnir þar einungis haldið áfram ríkisábyrgð sem trufli aðra fjármögn- un á markaði. Aukinheldur eru tillögurnar sagðar hafa gert ráð fyrir að bankarnir yrðu dreifileið fyrir Íbúðalánasjóð þannig að aflögð yrði samkeppni og allir dreifðu lánum á sömu vöxtum. Samkvæmt heimildum Markaðarins tók nokkurn tíma fyrir bankastofnanir hér að ná samstöðu um eigin tillögur þar sem áherslur þeirra og aðstæður eru mismunandi. Til dæmis er sagður mikill munur á stóru viðskiptabönkunum og svo sparisjóðum sem ekki fjármagna sig með sama hætti. Tillögur bankanna eru nú í kynningu hjá stjórnendum sem málið varðar þar innandyra og voru sendar út fyrir helgi. Samkvæmt heimild- um Markaðarins eiga svo Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis banka, bókaðan fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra eftir næstu helgi þar sem til stendur að ræða málið og önnur mál tengd starfsumhverfi bankanna í víðu samhengi. Bjarni og Halldór eru formaður og varaformaður Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) en þau hafa lagt mikla áherslu á að Íbúðalánasjóður hverfi af samkeppnismarkaði. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, segir málið enn á umræðustigi og ekki í neinum hnút. Hann segir að leggja þurfi áherslu á að vinna málið vel því hver sem niðurstaðan verði sé ljóst að hún kalli strax á viðbrögð matsfyrirtækja og alþjóða- stofnana sem fjallað hafi um lánshæfi bankanna og efnahagsmál hér. Ljóst er að framtíð sjóðsins skiptir þarna nokkuð miklu máli, enda segir í nýlegu áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) að hann hafi verið ein helsta hindrunin í vegi þess að peningamála- stefna Seðlabankans hafi náð hér fram að ganga með eðlilegum hætti. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans og varaformaður SBV, segir samtökin lengi hafa haft ákveðnar hugmyndir um þær breytingar sem verða myndu til að ríkið hyrfi af íbúðalánamark- aði. „Grunnpunktarnir af okkar hálfu hafa verið að umfang ríkisins væri hér eftir líka grundvallað af markaðslögmálum og ekki yrði ríkisstyrkt sam- keppni á þessum markaði.“ Hann segir ljóst að mikið beri enn í milli og telur að endurmeta þurfi stöðuna í ljósi umræðu sem átt hefur sér stað um bankana og efnahagslíf hér á alþjóðavettvangi. „Íbúðalán eru í hverju landi einn stærsti þátturinn í fjármálamark- aðnum, hafa áhrif á þróun skuldabréfamarkaðar og almennt á þróunina með mjög víðtækum hætti. Því er mjög mikilvægt að vel takist til um slíkar breyt- ingar og að alþjóðafjármálamarkaðurinn sjái þær sem jákvæðar breytingar á fjármálamarkaði hér. Því kann að vera að menn þurfi að horfa á þetta upp á nýtt og stíga skref sem eru stærri í átt að því að markaðsvæða þetta kerfi en þeir höfðu áður hugsað sér. Að þessu held ég að allir hafi hag að því að vinn aað með opnum huga í stað þess að festast í umræð- um fortíðar.“ Vilja stíga stærri skref Bankarnir skila tillögum um framtíð Íbúðalánasjóðs á næstu dögum. Mikið ber í milli þeirra og stýrihóps félagsmálaráð- herra. Bankarnir vilja ganga lengra í breytingum á sjóðnum. Gott til síðasta dropa Sænski bankinn Carnegie hefur lækkað verulega eftir að Landsbankinn losaði sig við fimmtungshlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði. Landsbankinn seldi bréfin á genginu 162 og inn- leysti tíu milljarða í hagnað. Hlutabréf í Carnegie stóðu í 137 sænskum krónum á hlut í gær eftir verulega lækkun á mánudaginn. Hefur markaðs- virði Carnegie því lækkað um fimmtán prósent á þessum tíma. Sjálfur hefur Landsbankinn ekki farið varhluta af lækkunum. Hann er niður um sjö prósent frá því hluturinn í Carnegie var seldur. Óverulegar breytingar hafa aftur á móti orðið á gengi easyJet eftir að FL Group seldi sautján prósenta hlut sinn þar. - eþa Carnegie selt á besta tíma Íslenskir fjárfestar tapa að öllum líkindum þrjátíu prósent- um af upphaflegri fjárfestingu sinni í enska knattspyrnufé- laginu Stoke. Fjárfesting Stoke Holding í knatt- spyrnufélaginu nam tæplega 1,1 milljarði króna. Breski auðkýf- ingurinn Peter Coates borgar fyrirfram tæpar 690 milljónir króna fyrir hlut Íslendinganna. Þá er klausa um árangurstengdar viðbótargreiðsl- ur í kaupsamningnum. „Ef allt fer að óskum komum við út á núlli. Til þess að svo fari þarf allt að ganga upp og Stoke meðal ann- ars að komast upp í Úrvalsdeild,“ segir Gunnar. Hann segir Stoke vissulega hafa verið áhættufjárfestingu „Þetta er nú skárra en margt annað. Þeir sem keyptu í deCode á sínum tíma eru til að mynda verr staddir í dag en þeir sem keyptu í Stoke.“ - jsk Tapa líklega 330 milljónum GUNNAR ÞÓR GÍSLASON Fráfarandi stjórn- arformaður Stoke telur hlutabréf í félaginu hafa verið betri fjárfestingu en í DeCode.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.