Fréttablaðið - 24.05.2006, Qupperneq 34
MARKAÐURINN 24. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Vika Frá áramótum
Actavis 0% 32%
Alfesca -3% -11%
Atorka Group -4% -14%
Bakkavör -2% -6%
Dagsbrún 8% -8%
FL Group -1% -6%
Flaga -3% -16%
Glitnir -1% -3%
KB banki -5% -1%
Kögun 1% 22%
Landsbankinn -5% -17%
Marel 0% 8%
Mosaic Fashions -5% -12%
Straumur -6% 1%
Össur 0% -8%
Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn
Félög sem eru yfir 100 milljarð-
ar að markaðsvirði hafa aldrei
verið fleiri en um þessar mundir.
Bakkavör Group er nýjasta félag-
ið í þessum hópi en félagið skaust
yfir 100 milljarða múrinn þegar
það jók hlutafé um tuttugu millj-
arða á dögunum.
KB banki er eftir sem áður
langverðmætasta fyrirtækið í
Kauphöllinni , metið á 488 millj-
arða króna. Glitnir, Landsbankinn
og Actavis sitja í næstu sætum á
eftir og vekur athygli að síðast-
nefnda félagið sækir hratt á
bankana tvo. Á meðan allir við-
skiptabankarnir hafa lækkað frá
áramótum hefur gengi Actavis
hækkað um þriðjung.
Fyrsta félagið sem skreið
yfir þriggja stafa töluna var
Pharmaco, sem síðar varð
Actavis, seint á árinu 2003.
- eþa
VERÐMÆTASTA FYRIRTÆKIÐ Markaðs-
virði sjö félaga í Kauphöll er orðið meira en
100 milljarðar króna.
Sjö félög yfir 100 milljarða
Bakkavör Group slæst í hópinn
F É L Ö G Y F I R
1 0 0 M I L L J A R Ð A V I R Ð I
Félag Markaðsvirði Breyting
KB banki 488 -2%
Glitnir 238 -3%
Landsbankinn 231 -17%
Actavis 220 32%
Straumur-Burðarás 167 1%
FL Group 111 -6%
Bakkavör Group 102 -6%
* Tölur miðast við mánudaginn.
** Breyting frá áramótum
Greiningarefni bresku verð-
bréfafyrirtækjanna Kepler
Equities, Teather & Greenwood
og Merrion hefur verið sameinað
undir merkjum Landsbankans.
Bankinn keypti fyrirtækin í
fyrra en útgáfa og dreifing á
greiningarefni undir samræmdu
vörumerki er þegar hafin.
Sigurjón Þ. Árnason, banka-
stjóri Landsbankans, segir að
breytingin sé fyrsta skrefið í þá
átt að samtvinna starfsemi fyrir-
tækjanna inn í Landsbankann
en greiningardeildirnar verða
með sameiginlegan gagnagrunn.
„Með þessu verður samstæða
Landsbankans farin að rannsaka
með reglubundnum hætti um
800 fyrirtæki í Evrópu. Það gerir
greiningardeildina eina af þeim
stærstu í álfunni,“ segir hann.
Hjá samstæðu Landsbankans
starfa 90 manns við greiningar á
hlutabréfum og um 100 miðlarar
starfa á vegum bankans í helstu
fjármálamiðstöðvum Evrópu og í
Bandaríkjunum við miðlun hluta-
bréfa til fagfjárfesta.
Sigurjón bendir jafnframt á
að þótt fyrirtækin fari nú fram
í nafni Landsbankans skipti þau
ekki um nafn enda felist ákveðin
verðmæti í þeim. „Að sama skapi
felast verðmæti í því að hafa
allt undir einu merki og með því
eykst sýnileiki Landsbankans á
alþjóðavettvangi,“ segir Sigurjón
Þ. Árnason. - jab
Undir merkjum Landsbankans
NordicPhotos hefur fest
kaup á sænska mynda-
bankanum Greatshots
og verður rekstur hans
sameinaður starfsemi
NordicPhotos í Svíþjóð.
Kaupverð fæst ekki gefið
upp.
Greatshots er fjórði
myndabankinn sem
NordicPhotos kaupir í
Svíþjóð á þremur árum.
Áður hafði fyrirtækið keypt Mira
Bildarkiv og Ims Bildbyra árið
2003 og Tiofoto árið 2005.
NordicPhotos var stofnað
árið 2000 og er í meirihluta-
eigu fjögurra Íslendinga, þeirra
Arnaldar Gauta
Johnson, Kjartans
D a g b j a r t s s o n a r ,
Hreins Ágústssonar og
Thors Ólafssonar.
Á myndabanka
NordicPhotos er nú
hægt að finna um níu-
tíu þúsund ljósmyndir
á stafrænu formi frá
um fimm hundruð ljós-
myndurum. Hjá fyrir-
tækinu starfa þrettán starfs-
menn, á skrifstofum í Reykjavík
og Stokkhólmi. Áætluð ársvelta
NordicPhotos eftir kaupin er um
tvö hundruð milljónir íslenskra
króna. - jsk
NordicPhotos bætir við
VÖRUMERKI LANDSBANKANS Vöru-
merki verðbréfafyrirtækisins Teather &
Greenwood eftir að það hóf útgáfu grein-
ingarefnis undir merkjum Landsbankans.
ARNALDUR
GAUTI JOHNSON,
framkvæmdastjóri
NordicPhotos.
Útgáfufélag Jyllands Posten og
Politiken hefur ákveðið að hefja
útgáfu fríblaðs á næstu mánuðum
sem dreift verður frítt inn á dönsk
heimili. Það verður því í beinni
samkeppni við Nyhedsavisen
sem 365 Media Scandinavia,
dótturfélag Dagsbrúnar, hefur í
undirbúningi.
Svenn Dam, forstjóri 365
Media Scandinavia, segir að við
þessu hafi verið að búast. „Þetta
mun ekki hafa nein áhrif á okkar
áætlanir en verður til þess að
beina sjónum fólks enn frekar
að fríblöðum í Danmörku sem
er jákvætt.“ Hann segir útspil
útgáfufélagsins endurspegla
breytt hugarfar til fríblaða af
þessu tagi. „Fyrir fjórum vikum
þótti þessum sömu mönnum hug-
myndin heimskuleg, nú þykir
þeim hún frábær.“
Á mánudag bárust þær fréttir
að Dagsbrún hefði boðið dönsku
sjónvarpsstöðinni TV2 samstarf
um fréttastofu sem Nyhedsavisen
hyggist setja á fót. Svenn segir
þær viðræður á algjöru frum-
stigi en munu halda áfram. „Við
höfum líka tilkynnt öðrum fjöl-
miðlum að til boða standi að
kaupa af okkur fréttir í gegnum
fréttastofuna.“ - hhs
Barist í fríblöðum
Lysing_Tommustokkur_5x100mm
Er þak á þinni starfsemi?
Fjármögnun í takt við þínar þarfir
Suðurlandsbraut 22
Glerárgötu 24-26
Sími 540 1500 Fax 540 1505
www.lysing.is
H
in
rik
P
ét
ur
ss
on
l
w
w
w
.m
m
ed
ia
.is
/h
ip
Allir flurfa flak yfir höfu›i› -
líka flitt fyrirtæki!
"Hefur flú kynnt flér kosti eignaleigu vi›
fjármögnun atvinnuhúsnæ›is?
Me› sérsni›inni rá›gjöf í bland vi›
persónulega fljónustu, höfum vi› hjá L‡singu
hjálpa› fyrirtækjum af öllum stær›um og
ger›um a› koma flaki yfir sína starfsemi."
Sigurbjörg Leifsdóttir
Rá›gjafi, fyrirtækjasvi›
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Þótt fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu
haldi áfram að hækka samkvæmt tölum frá
Fasteignamati ríkisins verða aðilar á fasteigna-
markaði varir við að fjármálastofnanir hafi hert
kröfur sínar um lánshlutföll vegna íbúðakaupa og
undirbúi sig undir raunverðslækkun á fasteignum.
Hafa flestir bankar og sparisjóðir fært hámarks-
lán undir 80 prósent af markaðsvirði eignar sem
lengi vel hefur verið almennt viðmið. Einnig
er farið betur yfir lánsumsóknir og greiðslumat
hverju sinni.
Um tíma gátu viðskiptavinir fengið 100 pró-
senta lán hjá flestöllum fjármálastofnunum gegn
ströngum skilyrðum en lítið var um lánveitingar
af þeim toga.
Hermann Jónasson, framkvæmdastjóri sölu- og
markaðssviðs Landsbankans, segir að meginreglan
nú sé sú að lánshlutfall miðist við 70 prósent þótt
hvert tilvik sé metið fyrir sig. Þannig geti veðhlut-
fall hlaupið á bilinu 70 til 80 prósent.
Frjálsi fjárfestingabankinn hefur lækkað
hámarkshlutfall úr 80 prósentum í 75 prósent en
ekkert hámarksþak er á upphæð lána. Kristinn
Bjarnason, framkvæmdastjóri Frjálsa fjárfest-
ingabankans, segir að með lækkun hlutfallsins vilji
stjórnendur bankans hafa vaðið fyrir neðan sig og
sjá hvert markaðurinn stefni. Með því að gefa
út hvert hámarkshlutfallið er viti viðskiptavinur
bankans nákvæmlega að hverju hann gengur.
Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá
SPRON, tekur í sama streng um að sparisjóðurinn
vilji stíga varlega til jarðar og fara starfsmenn
betur yfir greiðslumat og verðmat frá fasteigna-
sölum. SPRON miðar enn við 80 prósenta lánshlut-
fall þegar kauptilboð liggur fyrir en horfir á 70-75
prósenta veðhlutfall þegar um endurfjármögnun
er að ræða. Íbúðir fari ekki lengur á uppsettu
verði eins og áður þekktist. Ef um lán er að ræða í
erlendum myntum er hámarkið 60 prósent.
KB banki hefur ekki breytt sínum viðmiðum
og lánar allt að 80 prósent af verðmati eignar að
sögn Sigurðar Kristjánssonar, forstöðumanns á
viðskiptabankasviði KB banka. Vextir af nýjum
íbúðalánum KB banka eru einnig lægri en víðast
hvar innan bankakerfisins, eða 4,75 prósent auk
verðtryggingar.
Samkvæmt upplýsingum Markaðarins er starfs-
mönnum sparisjóða uppálagt að fara undir 80 pró-
senta viðmið þegar óskað er eftir íbúðalánum. Það
er þó háð fjárhagsstöðu umsækjenda hverju sinni.
Hæsta lánshlutfallið er enn hjá Íbúðalánasjóði,
eða 90 prósent af kaupverði eignar, en hámarkslán
miðast við 18 milljónir króna.
BANKA HERÐA ÚTLÁNAKRÖFUR TIL ÍBÚÐAKAUPA Hámarkshlutfall íbúðalána bankanna er í flestum tilvikum komið undir 80 prósent
af verðmati eignar. Landsbankinn hefur þá meginreglu að miða við 70 prósent. MARKAÐURINN/GVA
Bankarnir á bremsunni
Hertar kröfur lánastofnana um hámarkshlutfall íbúðalána.
Hlutfallið komið undir 80 prósent í flestum tilvika.
Lánastofnanir fara betur yfir gögn frá umsækjendum.