Fréttablaðið - 24.05.2006, Side 38

Fréttablaðið - 24.05.2006, Side 38
MARKAÐURINN Úran hækkaði mikið í verði í síðustu viku og virðist stefna áætlun nokkurra landa sem hyggjast reisa kjarnorkuver á næstu árum í voða. Margar þjóð- ir hyggjast reisa kjarnorkuver, og má þar nefna Breta, Finna, Frakka og Bandaríkjamenn. Þá ætla Kínverjar að reisa allt að 30 kjarnorkuver fyrir árið 2020. Eftirspurn eftir úrani hefur aukist mikið samfara fjölgun kjarnorkuvera og fór pundið af úrani í 41,5 bandaríkjadali í lok síðustu viku. Það er umtalsverð hækkun frá lægsta úranverð- inu er það stóð í 6,7 dollurum á pundið árið 2001. „Menn óttast að ekki verði til nóg af úrani fyrir öll kjarn- orkuverin sem reist verða um allan heim á næstu árum og það hefur keyrt verðið upp,“ segir einn sérfræðinga hjá fjárfest- ingabankanum Seymour Pearce í Lundúnum í Bretlandi. Kanadamenn framleiða mest allra þjóða af úrani en ársfram- leiðslan nemur 11.800 tonnum. Ástralir koma næstir í röðinni með 7.900 tonn á ári en þar í landi er að finna stærstu úrannámu í heimi. Kasakstanar eru þriðju í röðinni en þeir framleiða 4.300 tonn af úrani á ári. - jab 24. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney og kona hans, Heather Mills, greindu fjölmiðlum frá því í síðustu viku að þau hefðu ákveðið að skilja eftir fjögurra ára hjónaband. Þegar parið lét pússa sig saman neitaði bítillinn að gera kaupmála við spúsu sína en það veitir Mills rétt á allt að helmingi af eignum McCartneys samkvæmt bandarískum lögum en fjórðungi samkvæmt breskum lögum. Eignir bít- ilsins fyrrverandi eru metnar á rúma 92 milljarða íslenskra króna. Bresk dagblöð telja einn dýrasta skilnað sögunnar í vændum. Miklar líkur eru þó á að málalok verði hliðholl MCartney því meirihluti skilnaðarmála sem enda hjá hæstarétti Bretlands hafa fallið körlum í vil. Alan Kaufman, lögfræðingur hjá bresku lög- fræðistofunni Finers Stephens Innocent segir í samtali við bandaríska viðskiptatímaritið Forbes, að þegar málið verði tekið fyrir muni verða horft til þess hversu lengi hjónabandið stóð yfir, hversu mikið Heather Mills lagði til heimilishaldsins og fjölda barna. McCartney lagði hins vegar hvorki meira né minna en rúma 4,2 milljarða króna til búsins á þeim fjórum árum sem hjónabandið varði. Þá eiga þau eina dóttur, Beatrice Milly, sem verður þriggja ára á árinu. Óvíst er um niðurstöðu málsins en Bretland er kjörið land fyrir efnaða karlmenn til að útkljá skilnaðarmál sín, að mati Kaufmans. Þessu til sönnunar bendir hann á að fram- kvæmdastjóri verðbréfasjóðsins City of London Fund var fyrir nokkru dæmdur til að greiða konu sinni 9 milljónir bandaríkjadala eftir einungis tveggja ára hjónaband þegar það var dæmt í und- irrétti. Maðurinn, sem heitir Alan Miller, áfrýjaði málinu og eru nú líkur á öllu hagstæðari niðurstöðu fyrir hann í hæstarétti. MCCARTNEY OG MILLS Þótt bítillinn fyrrverandi þurfi ekki að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni helming eigna sinna er búist við að skilnaðurinn verði með þeim dýrustu í sögunni. Mynd/ AFP Bjart yfir bítlinum Líkur eru á að Paul McCartney þurfi ekki að greiða konu sinni fúlgur fjár vegna skilnaðarins. Jeff Bezos, forstjóri og stofn- andi vefverslunarinnar Amazon.com, var ræðumaður á árlegum hádegisverðarfundi Tæknibandalagsins svokall- aða (e. Technology Alliance) í Washington-háskóla í Seattle í Bandaríkjunum í síðustu viku. Bezos lýsti því meðal annars á fundinum hvernig Amazon. com nýtti tæknina til að sinna viðskiptavinum sínum betur. Sagði hann stjórnendur vef- verslunarinnar hafa tekið þá ákvörðun á upphafsdögum fyrirtækisins að auglýsa vöru frá þriðja aðila á sömu vef- síðu og verslunin auglýsti sínar eigin vörur. Þá hafi fyrirtækið sömuleiðis sent viðskiptavinum skilaboð ef þeir keyptu tvö ein- tök af sömu vörunni til að koma í veg fyrir að þeir gerðu mistök. Hafi þessar ákvarðanir skilað góðum árangri, að hans sögn. Bill Gates, sem er stofnandi og forstjóri bandaríska hugbún- aðarrisans Microsoft, stofnaði Tæknibandalagið ásamt eigin- konu sinni Melindu fyrir tíu árum til að efla, auk annars, rannsóknir á áhrifum tækni á efnahagslífið. - jab FRÁ FUNDINUM Jeff Bezos (til hægri) ræddi um verslun sína, Amazon.com, á hádegisfundi Tæknibandalagsins. MYND/AP Allt fyrir kúnnann Verð á gulli lækkaði enn frek- ar í framvirkum samningum á föstudag í síðustu viku en um var að ræða fimmtu lækkunina á jafn mörgum dögum. Lækkunin á föstudag nam 18,90 bandaríkja- dölum á únsu eða 2,9 prósentum og stóð únsan síðdegis á föstudag í 622 dölum. Gull fór í sögulegt hámark 11. maí síðastliðinn en fór snarlega niður daginn eftir. Lækkunin hefur numið 8,2 prósentum sem svarar til 59,50 dala lækkunar. Þetta er þvert á væntingar margra fjármálasérfræðinga, sem töldu gull geta hækkað enn frekar og farið jafnvel í 850 dali á únsu á næstu tólf mánuð- um. Með þetta fyrir augum hafa fjárfestar keypt gull í auknum mæli, sem í ald- anna rás hefur þótt traust fjár- festing. Gull er ekki eini málmurinn sem lækk- að hefur í verði í framvirkum samningum síðustu daga en kopar hefur farið niður um 11,5 prósent og silfur um 12,18 pró- sent síðan 11. maí þegar verð á málmum fór í hæstu hæðir.- jab Verðlækkun eðalmálma KJARNORKUVER Í BRASILÍU Sérfræðingar spá að það stefni í skort á úrani vegna fjölda kjarnorkuvera sem áætlað er að reisa á næstu árum. MYND/AFP Stefnir í úranskort Manchester United er verð- mætasta knattspyrnufélag í heimi samkvæmt lista bandaríska við- skiptatímaritsins Forbes. Félagið er metið á rúma 96 milljarða íslenskra króna og ber höfuð og herðar yfir önnur. Spænska stórliðið Real Madrid er í öðru sæti, metið á rúma sjötíu milljarða. AC Milan, gæluverkefni Silvios Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er í því þriðja, talið tæplega 65 milljarða króna virði. Arsenal er hástökkvari listans og er nú metið á tæpa sextíu milljarða króna. Munar þar mestu að félagið flytur á næsta tímabili á nýjan og glæsilegan leikvang í Norður-Lundúnum. Bæversku risarnir í Bayern München eru í fimmta sæti, taldir 54 millj- arða króna virði. Nýkrýndir Evrópumeistarar Barcelona sitja í tíunda sæti listans. Englendingar eiga fjóra full- trúa á meðal verðmætustu tíu, Ítalir þrjá og Spánverjar tvo. Bayern München er eini fulltrúi Þýskalands. Athygli vekur að ensku meistararnir í Chelsea, með aðgang að botnlausum vösum rússneska ólígarkans Romans Abramovich, komast bara í sjöunda sætið á list- anum. -jsk Man. Utd verðmætast Fjögur af verðmætustu knattspyrnufélögum í heimi eru ensk. Arsenal er hástökkvari lista Forbes. V E R Ð M Æ T U S T U K N A T T S P Y R N U - L I Ð I N S A M K V Æ M T F O R B E S 1. Manchester United (ENG) 96 2. Real Madrid (SPA) 70 3. AC Milan (ÍTA) 65 4. Arsenal (ENG) 60 5. Bayern München (ÞÝS) 54 6. Juventus (ÍTA) 48 7. Chelsea (ENG) 36 8. Inter Milan (ÍTA) 35 9. Barcelona (SPA) 31 10. Liverpool (ENG) 26 *Upplýsingar af www.forbes.com **Tölur í milljörðum íslenskra króna Stelios Haji-Ioannou, aðaleigandi easyJet, sér mikil sóknarfæri fyrir skemmtiferðaskipafélagið easyCruise. Í sumar mun easy- Cruise hefja siglingar á milli frönsku og ítölsku rívíerunnar og í kringum Amsterdam. Ör vöxtur hefur verið innan þessa iðnaðar frá árinu 2001 og ferðast nú 1,2 milljónir Breta með skemmtiferðaskipum á hverju ári, sem er fjórfalt meira en árið 1992. Farþegum frá Spáni og Ítalíu fjölgaði um meira en fjórðung á síðasta ári. Jafnframt hefur annað fyrirtæki í eigu Stelios, easy- Pizza, vaxið hratt og stendur í miklu stríði við Domino´s Pizza á Bretlandsmarkaði. Forstjóri Domino´s, Stephen Hemsley, ataði auri yfir easyPizza á síðum Times fyrir nokkru en Stelios, sem kallar ekki allt ömmu sína, svaraði honum þannig: „Fleiri taka easy-Pizza fram yfir Domino´s, enda er Domino´s tvö- falt dýrari.“ - eþa STELIOS HAJI-IOANNOU EasyCruise bætir við sig skipaleiðum. Systurfélög easyJet sækja fram á við Stelios stendur í stríði við Domino´s í Bretlandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.