Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.05.2006, Blaðsíða 54
MARKAÐURINN S Ö G U H O R N I Ð 24. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR H É Ð A N O G Þ A Ð A N Í dag eru liðin heil 463 ár frá andláti pólska stjörnufræðings- ins Nikulásar Kópernikusar og útgáfu bókar hans um sólmiðju- kenninguna. Kópernikus, sem skírður var Mikolaj Kopernik, fæddist hinn 19. febrúar árið 1473. Hann var einungis 10 ára gamall þegar faðir hans sem var vellauðugur kaupsýslumaður lést. Móðurbróðir Kópernikusar tók drenginn og þrjú systkini hans að sér. Talið er að Kópernikus hafi komist fyrst í kynni við stjörnu- fræði þegar hann innritaðist í háskólann í Kraká, þá 18 ára að aldri. Bækur hans frá skóla- árunum, sem Svíar tóku her- fangi þegar þeir réðust inn í Pólland um miðbik 17. aldar og geymdar eru í Uppsalaháskóla í Svíþjóð, bera þess skýr merki að hann hafi heillast af fræðun- um. Námið stóð í fjögur ár en að því loknu hélt hann til Bologna og Padúa á Ítalíu til að nema lög- og læknisfræði. Kópernikus var 24 ára þegar honum gafst í fyrsta sinn tækifæri til að virða fyrir sér himinhvolfin í stjörnusjónauka undir handleiðslu kennara síns, Domenicos Maria Novara da Ferrara, eins þekktasta stjörnu- fræðings 15. aldar. Um svipað leyti komst hann yfir verk Ciceros og Platós um hugmyndir fornra heimspekinga um jörðina og himinhvolfin. Hann hélt loks heim á leið þremur árum síðar til að taka við starfinu sem frændi hans hafði skipað hann í. Starfinu sinnti hann af heilindum og lagði hann ekki stund á stjörnu- skoðun nema í frístundum. Engu að síður hélt hann áfram að þróa hugmyndir sínar um himinhvolfin. Orðrómur fór á kreik um kenningar hans. Þær þóttu byltingarkenndar og báru kennimenn og starfs- bræður Kópernikusar hróður hans víða um Evrópu. Árið 1536 var svo komið að þrýst var á hann að gefa niðurstöður sínar út á bók. En Kópernikus lét ekki undan og er talið að hann hafi óttast viðbrögð kirkjunnar við hugmyndum sínum um að jörðin væri ekki miðpunktur alheimsins líkt og löngum var talið. Kópernikus lét loks undan þrýstingi frá vinum sínum og samstarfsbræðrum og ákvað að prenta og gefa út meginrit sitt, Um snúninga himinhvelanna (De revolutionibus orbium coel- estium) árið 1543. Sagt er að fyrsta eintak bókarinnar hafi borist í hendur stjörnufræð- ingsins þegar hann lá banaleg- una í kjölfar hjartaáfalls og gafst honum tækifæri til að líta ævistarf sitt augum áður en hann lést sama dag. Stjörnufræðingur andast NIKULÁS KÓPERNIKUS Þessi tölvu- teiknaða mynd er gerð eftir höfuðkúpu sem fannst í dómkirkjunni í Frombork í fyrra og er talin vera af stjörnufræðingn- um Kópernikusi. MYND/AFP Hagvöxtur hefur verið mikill í Kína undanfarin ár og er búist við að landið verði stærsta hag- kerfi í heimi eftir 20 ár. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir breska Ríkisúvarpið í 10 löndum í apríl. 41 prósent þeirra 9.503 sem þátt tóku í könnunni sögðu mestar líkur á að Kína yrði stærsta hag- kerfi í heimi árið 2026. Bandaríkin lentu í öðru sæti þvert á vænting- ar bandaríska fjárfestingabank- ans Goldman Sachs en 10 prósent sögðu Japan verða stærsta hag- kerfi heims eftir 20 ár og lenti landið í þriðja sæti. Athygli vekur að Indland lenti í fjórða sæti í könnuninni en 6 prósent þátttakenda töldu land- ið verða stærsta hagkerfi heims eftir 20 ár. Að sögn breska ríkis- útvarpsins er ástæðan fyrir því að landið lenti ekki í fyrsta sæti meðal annars fátækt og mikil stéttaskipting á Indlandi. Þó er búist við að Indverjar fari fram úr Kínverjum enda er lýðræðisþróun lengra á veg komin þar í landi auk þess sem tungumálakunnátta landsmanna er meiri. Þó er talið að Indverjar fari ekki fram úr Kínverjum fyrr en stefna hinna síðarnefndu að eignast aðeins eitt barn á fjölskyldu fer að hafa áhrif á efnahag landsins. - jab KÍNVERJAR Í LEIKFIMI Meirihluti þátttak- enda í könnun breska ríkisútvarpsins býst við að Kína verði stærsta hagkerfi heims eftir 20 ár. Kínverjar stærstir eftir tuttugu ár Vísindamenn hafa staðfest að björn sem skotinn var í Norður-Kanada á dögunum sé afkvæmi hvíta- björns og skógarbjörns. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkra bjarna verður vart í náttúrulegu umhverfi en áður höfðu þeir einungis hafst við í dýragörðum. Björninn var skotinn af bandarískum veiðimanni sem var í fríi í Norður-Kanada. Leiðsögumaður skyttunnar tók eftir því að bráðin var með lengri klær en venjulegur ísbjörn, auk þess að vera undarlega grár af hvítabirni að vera. Björninn var fluttur til Edmonton til rann- sókna og grunur leiðsögumannsins staðfestur „Þetta er í fyrsta skipti sem villts afkvæmis skógar- og hvítabjörns verður vart. Við vissum að þetta var fræðilega hugsanlegt, og þá ein- ungis á litlu svæði í Kanada þar sem mögulegt er að tegundirnar mætist,“ sagði Ian Sterling líffræðingur, sem rannsakaði björninn. Líffræðingar hafa þó lýst efasemdum um að kynblöndun hvíta- og skógarbjarna sé æskileg. Til þess séu lífshættir tegundanna of ólíkir. - jsk Hvítur skógarbjörn Afkvæmi hvítabjörns og skógarbjörns hefur fundist í Kanada. Vísindamenn telja blöndun tegundanna óæskilega. HVÍTABJÖRN Þessi hvítabjörn á ekki lengur einungis frændur meðal skógarbjarna, heldur líka hálfsystkini. Sjóður 9 fjárfestir aðallega í ríkisverðbréfum, bankavíxlum, innlánum og stuttum skulda- bréfum. Hann sveiflast mjög lítið og hentar því sérlega vel fyrir skammtímaávöxtun og fyrir þá sem vilja hafa greiðan aðgang að sparifé sínu. ENGINN MUNUR Á KAUP- OG SÖLUGENGI MJÖG LITLAR VERÐSVEIFLUR KOSTIR VERÐBRÉFASJÓÐA GLITNIS: • Mikil áhættudreifing og góð ávöxtun • Eignastýring í höndum sérfræðinga • Ávallt innleysanlegir Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is og kláraðu málið. Sjóður 9 er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf. Útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum Glitnis eða á www.glitnir.is/sjodir. *Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð 12% Nafnávöxtun í apríl 2006: 12% á ársgrundvelli.* SJÓÐUR 9 – FRÁBÆR SKAMMTÍMAÁVÖXTUN H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 20 8 ������� ��� ����������������� �������������� ��������������������������������������������������������������������������������� ����� ������������� ����������� ����� �������� ���� ������� ����� ������������� �������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.