Fréttablaðið - 24.05.2006, Qupperneq 85

Fréttablaðið - 24.05.2006, Qupperneq 85
MIÐVIKUDAGUR 24. maí 2006 33 Skóhönnuðurinn margfrægi, Man- olo Blahnik, hannaði skóna í nýj- ustu kvikmynd Sofiu Coppolla. Myndin ber nafnið Marie-Antoin- ette og er með Hollywood-leikkon- unni Kirsten Dunst í aðalhlutverki og er frumsýnd á Cannes-hátíð- inni. Blahnik er meðal fremstu skóhönnuða í veröldinni og hefur verið í bransanum í 35 ár. Það er ekki algengt að svo frægir hönn- uðir taki sig til og geri skó fyrir kvikmynd en Blahnik ákvað að gera það í þetta skiptið vegna þess að sagan mun hafa verið í uppá- haldi hjá móður hans. Aðdáendur Manolos eru ekki af verri endan- um en það eru til dæmis leikkonan Sarah Jessica Parker og ofurfyrir- sætan Naomi Campell. Söngkonan Madonna er einnig mjög hrifin af hönnun Blahniks og mun eitt sinn hafa sagt að skórnir hans væru betri en kynlíf. Hannar fyrir Coppola MANOLO BLAHNIK Í ÖLLU SÍNU VELDI Blahnik með sínum mesta aðdáenda, leikkonunni Söruh Jessicu Parker sem lék pistlahöfundinn Carrie Bradshaw í Beðmál í borginni. Það er betra að velja sér einn hlut og gera hann vel en grauta í mörgu og gera allt illa. Þessi speki flokkast trúlega undir „þjóðráð“ og kemur úr reynslubanka kynslóðanna. Sannleiksgildið er hægt að prófa á veitingahúsinu „Við fjöruborðið“ sem starfrækt hefur verið á Stokkseyri í um áratug. Þar er einfaldur matseðill: Humar, humar og aftur humar, og valið stendur um hvort maður vill hesthúsa 200, 300 eða 400 grömm. Rétt er þó að taka fram að fyrir þá sem eru á fljótandi fæði er hægt að fá humarsúpu, grænmet- isætur geta fengið grænmetisrétt og fiskiféndur lambasteik. Sú einfalda hugmynd að bjóða gestum ein- göngu upp á mesta lostætið sem kemur upp úr geðstirðu en gjafmildu hafinu umhverfis okkur reyndist snjallræði; hvað getur verið betra en það besta sem hafið hefur upp á að bjóða? Þangað til Við fjöruborðið tók til starfa var fátítt að fólk ætti leið til Stokkseyrar, nema þá í þeim göfuga tilgangi að rifja upp smæð sína og hugsa um forgengileik mannlegrar tilveru við að horfa á brimið við ströndina. Nú er Stokkseyrarhumarinn lofsunginn frá Hong Kong til Höfðaborgar – þótt hann sé ýmist frá Hornafirði eða Keflavík. Við fjöruborðið er í húsaþyrpingu sem skáldað hefur verið saman með vaxandi aðsókn ásamt ótrúlega endingargóðu tjaldi frá Seglagerðinni. Hvort sem manni finnst innréttingin ljót eða falleg eða fallega ljót endurspeglar staðurinn endalausan margbreytileika hins íslenska stílleysis. Vingjarnlegt viðmót mætir gestum, maturinn er góður og þegar maður er búinn að súpa úr kaffibollanum og klára hnallþóruna er manni farið að þykja innréttingin notaleg; þá er maður kominn í humar-vímu. Vímugjafinn sjálfur er smjörsteiktur og borinn fram í soðinu. Meðlætið er tómatsalat og „cous- cous“. Auk þess fljóta nokkrar kartöflur í soðinu, sennilega í þeirri trú að Íslendingar séu kartöflufíkl- ar. Kartöflur eru samt ekki ástæðan fyrir vinsældum staðarins heldur sú staðreynd að humarinn er rétt matreiddur. Það eru 99 prósenta líkur á því að humarinn þarna sé rétt steiktur. Það veit ég af reynslu. Síðast munaði að vísu mjóu – humarinn hefði hvorki þolað augnablikssteikingu né eitt einasta saltkorn til viðbótar. En það slapp. Herleg máltíð. Aðstoðarmenn mínir drukku ýmist hvítvín eða rauðvín hússins og létu vel af. Íslenskt kranavatn gengur með öllum mat og bragðast vel. Á eftir kom svo gott espresso-kaffi og heima- bökuð púðursykursnickersogrjómahnallþóra, tíuþúsund megakalóríur að minnsta kosti – en rétt terta á réttum stað á réttum tíma. 300 grömm af humri 3.100 kr. Skammtur af meðlæti 590, espresso 250 kr., hvítvínsglas vel útilátið 700 kr. og hnallþóran 590. Máltíð fyrir tvö samtals 9.755 kr. Ég var saddur og sæll – og dauðfeginn að þetta skyldi þó ekki fara yfir tíu þúsund kallinn – þá átti maður fyrir bensíni í bæinn. MEÐ HNÍF OG GAFFLI ÞRÁINN BERTELSSON SKRIFAR Humarvíma og kartöflufíkn Við fjöruborðið Eyrarbraut 3a 825 Stokkseyri Notalegt umhverfi Fín þjónusta Góður matur Staðir geta mest fengið þrjú tákn í hverjum flokki. Hljómsveitin Ska-deildin spilar á Grandrokki í kvöld. Sveitin, sem er hliðarverkefni pönkhljóm- sveitarinnar Taugadeildin, spilar bæði gömul ska-lög og eigin tón- smíðar. Í Ska-deildinni eru sjö tónlist- armenn, þar af tveir blásarar. Hölt hóra hitar upp í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 22.00. Ska-deildin treður upp TAUGADEILDIN Ska-deildin er hliðarverk- efni pönkhljómsveitarinnar Taugadeildin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.