Fréttablaðið - 09.06.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 09.06.2006, Síða 6
6 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR Kl. 16:00 Sýnt frá opnunarleik HM í Kaplakrika. Þýskaland á móti Costa Rica. Þýskubílinn mætir á svæðið.Húsið verður opnað kl. 15:30 Kl. 20:00 Brokkoli, kammerkór frá Kaupmannahöfn í Hásölum Kammerkór frá Vesterbro í Kaupmannahöfn heldur tónleika í Hásölum. Stjórnandi er Lotte Smith-Petersen og er efnisskráin helguð skandinavískum lögum með vor í lofti. � �������������������������������������������������� � Kl. 20:00 Forsýning Panic production á NO, HE WAS WHITE og Rauðar liljur í Hafnarfjarðarleikhúsinu � ������������� ������������������������ Kl. 20:00 Jazztónleikar í Gamla bókasafninu. Voðadrengirnir og Básúnutríóið Deigið. Húsið verður opnað kl. 19:30 Á morgun: Maraþon kvikmyndahátíð í Gamla bókasafninu í tilefni HM Kl. 11:00-18:00 Hádegistónleikar í Hafnarborg kl. 12:00 Hansamót í knattspyrnu á Ásvöllum kl. 12:00-14:00 Dagur lúðrasveitanna og skrúðganga kl.14:00 Tónleikar á Thorsplani kl.15:00 Verslanir í Firði opnar til kl.17:00 Skógarganga Skógræktarfélagsins kl. 20:00 Dansleikhús í Hafnarfjarðarleikhúsinu kl. 20:00 Allar nánari upplýsingar í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6 Sími 585 5500 - www.hafnarfjordur.is ���������������� - Rativ - Tungur í leikhúsi - Míkróveröld og morgunstemningar Ljóð í lauginni - Leikskólalist - Sumarlestur - Brynja og börnin Aðgangur ókeypis á viðburði nema annað sé tekið fram �� �� �� �� � �� �� �� � ��� ����� 1.-10. júní 20069. júní Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar � � � Hansahátíð og HM KJÖRKASSINN Ætlarðu að fylgjast með HM í fótbolta? Já 35% Nei 65% SPURNING DAGSINS Í DAG Þjáistu af frjóofnæmi? Segðu þína skoðun á visir.is DÓMSMÁL Karlmaður hefur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur verið sýkn- aður af ákæru um kynferðisbrot í janúar 2005. Manninum var gefið að sök að hafa klipið í brjóst ólög- ráða unglingsstúlku, káfað á lærum hennar og kynfærum utan klæða og innan og sett hönd henn- ar á getnaðarlim sinn. Stúlkan hafði strokið ásamt tveimur öðrum stúlkum af með- ferðarheimilinu Laugalandi til Akureyrar. Þar fengu þær far með manninum, sem ætlaði að keyra þær til Reykjavíkur gegn 25 þús- und króna greiðslu. Stúlkan sat í framsæti bílsins og sagði brotin hafa átt sér stað á meðan hún sat þar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að nokkuð væri um ósamræmi milli vitnisburða stúlk- unnar og hinna tveggja sem sátu aftur í bílnum. Stúlkan sagðist hafa orðið „geðveikt hrædd“ við manninn, en samferðakonur henn- ar segja hana hafa verið glaðbeitta alla leiðina og hún hafi meðal ann- ars tilkynnt þeim með bros á vör þegar hún vaknaði eftir svefn á leiðinni að buxnaklauf hennar væri fráhneppt. Þá segjast stúlk- urnar tvær ekki hafa orðið varar við að maðurinn hafi klipið í brjóst hennar eða káfað á henni. Maðurinn er því sýknaður þar sem sekt hans telst ekki sönnuð. Þó kemur fram að framburður stúlkunnar hafi ekki verið talinn ótrúverðugur. - sh Sakaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku: Sýknaður af dómi HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Framburður stúlkunnar var talinn stangast á við fram- burð vitna sem sögðust ekki hafa orðið vör við káf. ÍRAK, AP Íraksþing staðfesti í gær- morgun skipan þeirra þriggja nýju ráðherra sem þurfti til að fullskipa ríkisstjórn Nouris al- Maliki. Súnní-músliminn Abdul- Qader Mohammed Jassim al- Mifarji var skipaður varnarmálaráðherra og sjía- múslimarnir Jawad al-Bolani og Sherwan al-Waili skipaðir innan- ríkis- og öryggismálaráðherrar. Langan tíma hefur tekið að ná samstöðu um ráðherrana, en þeir hafa heitið því að vinna fyrir Íraka alla, en ekki bara þeirra eigin trú- arhópa og kynþætti. Stöðuveiting- in átti sér stað í skugga dauða hryðjuverkaleiðtogans Abu Musab al-Zarqawi, en þetta er talið nauð- synlegt skref í áætlun forsætis- ráðherrans um að flytja allt erlent herlið úr landi innan átján mán- aða. Ofbeldisverk skyggðu á frétt- irnar af ríkisstjórninni, en nítján manns létust og tugir særðust í Bag-dad stuttu síðar í nokkrum sprengjutilræðum. Tvær sprengjurnar voru bílasprengjur, en árás á lögreglumenn olli dauða sex og þrettán féllu í sprengju- árás á markaðstorg. - sgj Dauði hryðjuverkamannsins al-Zarqawis virðist ekki duga til að lægja skálmöldina: Nýir ráðherrar í skjóli árása NÝSKIPAÐIR RÁÐHERRAR Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, með nýju ráðherrunum. BÍLSLYS Kona er alvarlega slösuð eftir alvarlegan árekstur á mótum Þorlákshafnarvegar og Eyrar- bakkavegar í gærmorgun. Tvær konur voru í jeppa sem ók í veg fyrir rútu með þeim afleiðingum að jeppinn gjöreyðilagðist og rútan skemmdist mikið. Ökumaður rútunnar var einn á ferð og hann sakaði ekki. Farþegi jeppans slapp einnig vel, en öku- maður jeppans var fluttur á gjör- gæsludeild Landspítala - Háskóla- sjúkrahúss. Ferð ferjunnar Herjólfs til Vestmannaeyja seink- aði vegna slyssins og veginum til Þorlákshafnar var lokað tíma- bundið. - sgj Árekstur á Þorlákshafnarvegi: Ók í veg fyrir langferðabíl ÍSLAND-RÚSSLAND Mikhaíl Y. Frad- kov, forsætisráðherra Rússlands, átti fund með Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands, á Bessastöð- um í gær. Ræddu þeir meðal ann- ars þörf á loftferðasamningi milli landanna, en vegna þess að enginn slíkur er í gildi geta íslensk flug- félög ekki stundað áætlanaflug til rússneskra borga. Lýstu leiðtogarnir báðir mikilli ánægju með viðræðurnar. Hittust á Bessastöðum: Loftferðasamn- ing bar á góma FJÖLMENN SENDINEFND Fjölmenni var í för með rússneska forsætisráðherranum á Bessastöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Fjölskyldur Matthildar Victoriu Harðardóttur og Friðriks Ásgeirs Hermannssonar, sem lét- ust þegar skemmtibáturinn Harpa fórst úti fyrir Reykjavík í sept- ember, sendu í gær Sævari Gunn- arssyni, formanni Sjómannasam- bands Íslands, og Hólmgeiri Jónssyni, framkvæmdastjóra Sjó- mannasambandsins, áskorun um að víkja Jónasi Garðarssyni úr stöðu formanns Sjómannafélags Reykjavíkur og gjaldkera Sjó- mannasambands Íslands. Jónas var nýlega dæmdur fyrir mann- dráp af gáleysi í tengslum við slys- ið. Einnig er hvatt til þess að Jónasi verði vikið úr þeim nefnd- um sem hann situr í á vegum Sjó- mannasambandsins og Sjómanna- félagsins. Í bréfi fjölskyldunnar segir meðal annars: „Háttsemi sú sem Jónas Garðarsson sýndi er forkast- anleg og felur í sér einkar ófyrir- leitin brot á almennum skipstjórn- arskyldum, eins og segir í dómnum, sem leiddu í senn til dauða Friðriks Ásgeirs Hermannssonar og Matt- hildar Victoriu Harðardóttur. Skv. niðurstöðu þriggja háttvirtra dóm- ara hjá Héraðsdómi Reykjavíkur ber Jónasi að sæta fangelsisvist í þrjú ár auk þess að greiða bætur, sakarkostnað og málsvarnarlaun.“ Bréfritarar vona að viðtakend- ur bréfsins sjái „að hagsmunir sjómanna og sjómannafélaga séu ekki vel varðir með dæmdan saka- mann í fararbroddi hjá Sjómanna- félagi Reykjavíkur.“ Einn bréfritara, Guðný Harðardóttir, segir að tilgangur bréfsins sé að vekja athygli á alvarleika þessa máls. „Ég get ekki séð af hverju dæmdur maðurinn situr áfram sem málsvari Sjómannafélags Reykjavíkur. Hvað hefði gerst ef hann hefði verið fundinn sekur um fjárdrátt, hefðu þeir þá ekki vikið honum úr félaginu?“ Undir sjónarmið fjölskyldn- anna tekur skipstjóra- og stýri- mannafélagið verðandi í Vest- mannaeyjum sem sendi frá sér ályktun í gærkvöldi. Þar er skorað á Jónas Garðarsson að víkja sæti því annað sé óviðunandi fyrir sjó- menn og óvirðing við þá sem lét- ust og aðstandendur þeirra. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins, segir að bréfið hafi verið meðtekið og stjórn félagsins verði kynnt efni þess. svavar@frettabladid.is Fjölskyldur skora á sjómannaforystuna Fjölskyldur þeirra sem létust með skemmtibátnum Hörpu krefjast brottvikningar Jónasar Garðarssonar sem formanns Sjómannafélags Reykjavíkur og gjaldkera Sjómannasambandsins. Samtök sjómanna í Vestmannaeyjum taka undir þá kröfu. SYSTUR MATTHILDAR Þær systur Guðný, Erla Ruth og Auður Harðardætur eru bréfritarar fyrir hönd fjölskyldu Matthildar sem lést í slysinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLA Hauks Freys Ágústson- ar er enn saknað en ekkert hefur spurst til hans frá því á fimmtu- daginn 1. júní. Að sögn lögregl- unnar í Reykjavík hefur umfangs- mikil leit að Hauki ekki verið hafin en lögreglan nýtur nú aðstoðar Sím- ans við að reyna að rekja ferðir hans. Haukur er um 180 senti- metrar á hæð, þrekinn og var klæddur í gallabuxur og svargráa peysu síðast þegar til hans sást. Þeim sem geta veitt upplýsingar um ferðir Hauks er bent á að hafa samband við lögreglu í síma 444- 1000. - sh Haukur Freyr Ágústsson: Enn ófundinn HAUKUR FREYR ÁGÚSTSSON DÓMSMÁL Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu Jóns Ólafssonar um að embætti ríkislögreglustjóra verði gert skylt að fella niður rannsókn vegna meintra brota hans á skatta- lögum. Því var einnig hafnað að til vara yrði ríkislögreglustjóra skylt að víkja sæti við rannsóknina. Jón byggði kröfu sína meðal annars á því að mannréttindi hefðu verið brotin á sér vegna þess hversu langan tíma rannsóknin hefði tekið. Hann taldi einnig að hann hefði ekki notið réttlátrar málsmeðferðar í skilningi mann- réttindasáttmála Evrópu. - shá Skattamál Jóns Ólafssonar: Rannsókn ekki felld niður JÓN ÓLAFSSON Tapaði máli í Hæstarétti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.