Fréttablaðið - 09.06.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 09.06.2006, Síða 12
12 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR ��������������������� ������������������� �������������������������������������������������������������������������������������� ���� �������������������������������������������������������� ��������������������� � ����������������� ��������� ��������� ������������������������������������� ����������������������������������������������������������������� ������������ ����������������������� DÓMSMÁL Hátt í tuttugu milljónir króna voru sendar héðan úr landi inn á tiltekinn bankareikning á hollensku Antillaeyjunum í tengsl- um við hið gríðarlega umfangs- mikla fíkniefnamál sem nú er í lögreglurannsókn hér. Telur lög- regla peningasendingarnar geta passað við kaup á rúmum fimmtán kílóum af amfetamíni og ríflega tíu kílóum af hassi, sem keypt voru í Belgíu og Hollandi og síðan reynt að smygla hingað til lands í bensíntanki bifreiðar. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur hinna grunuðu fíkniefna- smyglara til föstudagsins 14. júlí. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hafnað kröfu lögreglu um fram- lengingu yfir fjórða manninum, en Hæstiréttur hnekkti þeim úrskurði og skal maðurinn einnig sitja inni til 14. júlí. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að Ólafur Ágúst Ægisson kom, ásamt fleiri grunuðum í málinu, peningasendingunum til Antillaeyja. Það var hins vegar Herbjörn Sigmarsson sem bað Hörð Eyjólf Hilmarsson að flytja inn bifreið á nafni hins síðar- nefnda, sem átti að vera „hlaðin kannabisefnum“. Fór Hörður Eyj- ólfur tvívegis til útlanda og hafði samskipti við vitorðsmenn þar, meðal annars Hollendinginn Johan Handrick. Undir lok síðari ferðarinnar sem Hörður Eyjólfur fór til Belgíu var honum sagt að eitthvað meira en hass yrði í bíln- um. Herbjörn kvað hann fá greitt aukalega fyrir það og lét hann síðan fá reiðufé til að leysa bílinn úr tolli. Hollendingurinn Johan hefur borið að hlutverk hans hafi meðal annars verið að aðstoða Hörð Eyj- ólf við flutning bifreiðarinnar til Íslands. Johan kvaðst hafa haft vitneskju um að fíkniefni væru falin í henni. Hefði hann tekið að sér, gegn greiðslu, að fara til Íslands og hafa umsjón með því þegar fíkniefnin yrðu tekin úr bílnum, svo og að vigta þau. Ekki varð þó úr vigtuninni því tollgæsl- an fann ofangreint magn amfet- amíns og hass í bílnum hinn 3. apríl. Kom lögreglan fyrir hljóð- upptökubúnaði og gerviefnum í bifreiðinni og símahleranir hófust hjá smyglurunum. Að morgni þess dags sem hand- tökur fóru fram sótti Ársæll Snorrason Hollendinginn út á flug- völl, en þeir þekktust frá fyrri tíð. Um kvöldið þegar Ólafur Ágúst, Ársæll og Johan voru að bauka við að losa fíkniefnin úr bensíntankin- um við iðnaðarhúsnæði á Krók- hálsi voru þeir handteknir. Skömmu síðar var Hörður Eyjólf- ur tekinn og loks Herbjörn. Sá hol- lenski hefur gengist við aðild að málinu og Hörður Eyjólfur einnig en Ársæll hefur sagst vita lítið og Ólafur Ágúst hefur neitað öllu. Herbirni hefur verið sleppt. Ólafur Ágúst á að baki þyngsta dóm fyrir fíkniefnamisferli sem kveðinn hefur verið upp hér. Ársæll var á sínum tíma dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hollandi fyrir samsvarandi sakir. jss@frettabladid.is 20 milljónir til dópkaupa Peningasendingar á bankareikning á hollensku Ant- illaeyjunum koma við sögu í smygli á 25,5 kílóum af amfetamíni og hassi í bensíntanki bifreiðar. GÆSLUVARÐHALD Hollendingurinn Johan Handrick hefur játað aðild sína að fíkniefna- smyglinu. Hér sést hann koma fyrir héraðsdóm vegna framlengingar á gæsluvarðhaldi. HJÁLPARSTARF Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að styrkja alnæmis- verkefni sem Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn standa að í sunnanverðri Afríku. Framlagið verður greitt á næstu þremur árum og samsvar- ar 320.000 Bandaríkjadölum. Alnæmi er mikil ógn við íbúa landa sunnan Sahara en um 25-30 prósent fullorðinna eru smituð. Tilkynningin um framlagið kom á ráðherrafundi Sameinuðu þjóð- anna um alnæmi sem haldinn var í byrjun júní. Um 25 milljónir manna hafa látist af völdum alnæmis frá því að sjúkdómurinn greindist fyrst fyrir tuttugu og fimm árum en Rauði kross Íslands hefur stutt alnæmisverkefni í Suður-Afríku frá árinu 2000. Verkefni Rauða krossins hafa meðal annars verið forvarnir og fræðsla, aðstoð við munaðarlaus börn og heimahlynning með aðstoð sjálfboðaliða. - gþg Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna alnæmisvandans: Senda styrk til Afríku BORGARMÁL Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, fráfarandi borgarstjóri, segir stjórnsýslubreytingar hjá Reykjavíkurborg vera óþarfar. Í Fréttablaðinu í gær sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, tilvon- andi borgarstjóri, það koma til greina að gera breytingar á upp- byggingu stjórnsýslu borgarinnar. „Á undanförnum árum hefur verið byggð upp góð og fagleg stjórn- sýsla. Það hefur verið horft til breytinga sem gerðar hafa verið hjá borginni, auk þess sem ríkis- stofnanir hafa leitað fanga hér til þess að læra og fræðast af því hvernig málum hér er háttað,“ segir Steinunn Valdís. Vilhjálmur sagði það einnig koma til greina að endurvekja starf borgarlögmanns, sem lagt var niður í tíð R-listans. Steinunn Valdís segir fagleg vinnubrögð hafa verið allsráðandi innan stjórnsýslu borgarinnar. „Árið 1994 var engin kona í stjórn- unarstöðu hjá borginni. Núna eru þær í meirihluta í hópi æðstu stjórnenda. Ef hugsanlegar breyt- ingar á stjórnsýslu verða til þess að fórna bæði fagmennsku og kvenréttindum, þá finnst mér það vera afturför.“ - mh Steinunn Valdís Óskarsdóttir er ekki hrifin af breytingum á stjórnsýslunni: Segir stjórnsýsluna skilvirka STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Segir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar vera öðrum sveitarfélögum fyrirmynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVÍÞJÓÐ, AP Þrjátíu og tveggja ára Svíi var í gær dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir að hafa myrt unnustu sína í mars síðastliðnum, hlutað lík hennar í sundur og sökkt í vatn. Maðurinn var handtekinn eftir að vitni sáu hann sökkva nokkrum plastpokum í vök sem hann hafði gert í Yngern-vatn sunnan Stokk- hólms. Við rannsókn kom í ljós að tveimur dögum fyrr hafði hann ráð- ist á unnustu sína með steikarpönnu og hníf eftir að hún hótaði að yfir- gefa hann með tvö börn þeirra. Konan var með ástralskan og finnskan ríkisborgararétt, en börn- in eru nú í umsjá sænskra yfir- valda. - smk Svíi dæmdur fyrir morð: Hlutaði kærust- una í sundur AFRÍKA Sunnan Sahara er alnæmi ein mesta ógn sem steðjar að íbúunum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.