Fréttablaðið - 09.06.2006, Page 38

Fréttablaðið - 09.06.2006, Page 38
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR6 Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikari og verslunareigandi á mun auðveldar með að muna góðu kaupin en þau slæmu. Þegar blaðamaður náði tali af Guð- jóni var hann í óða önn að mála verslunina sína. „Ég og félagi minn rekum tölvuverslun og við- gerðaþjónustu í Síðumúla 34. Við stofnuðum fyrirtækið fyrir ári, félagi minn kom með þekkinguna og ég með sjarmann,“ segir Guð- jón og hlær. „Við gerum bæði við PC tölvur og seljum líka tölvuvör- ur.“ Aðspurður hvort ekki sé erfitt að keppa við risana á markaðnum játar Guðjón að svo sé. „Okkur hefur samt gengið ágætlega að slá þeim við en það er ekki auðvelt,“ segir Guðjón. Guðjón var ekki lengi að rifja upp sín bestu kaup. „Ég verð að segja að bestu kaupin sem ég hef gert á ævinni var hjálmur sem ég keypti sjö ára gamall,“ segir Guð- jón um leið og hann viðurkennir að hafa enga hugmynd um þær hvatir sem þar lágu að baki. „Mig langaði rosalega í verkamanna- hjálm, svona eins og Bubbi byggir notar. Ég held ég fari rétt með það að hann hafi kostað 62 krónur í Kaupfélaginu. Ég safnaði mér fyrir hjálminum, var ótrúlega lengi að ná 40 krónum en var svo dreginn í land með restina. Ég not- aði hjálminn ekki lengi, hann var náttúrulega allt of stór, en pabbi notar hjálminn enn þann dag í dag,“ segir Guðjón stoltur. Guðjón gerði líka góð kaup þegar hann snéri uppá hendi föður síns og fékk hann til að skrifa upp á 30.000 kr víxil fyrir sig. Fyrir peninginn keypti hann Fender Stradocaster rafmagnsgítar sem hann notar enn í dag. „Ég bar út Moggann heillengi til að safna pening til að borga pabba til baka,“ segir Guðjón. Ætli verstu kaup Guðjóns hafi ekki verið rándýr Canon filmu- myndavél. „Ég keypti þessa fínu vél en átti engan pening eftir til að kaupa aukahluti og linsur. Þar að auki komu digital myndavélarnar stuttu eftir þetta þannig að ég hef notað vélina lítið.“ Í eldamennsku og vali á hráefni tekur Guðjón Ítali sér til fyrir- myndar. „Ég bjó í einn mánuð hjá ítalskri fjölskyldu og þar var allt hráefni rosalega vandað,“ segir Guðjón. „Það var hinsvegar ekki fyrir fjölbreytninni að fara. Það sem notað var var fyrsta flokks en það voru ekki þúsund tegundir á boðstólum. Ef ég fæ mér kjúkling þá fæ ég mér ekki hvítlauksbrauð með, þó svo mig langi til þess. Það er bara vesen. Ég fæ mér bara kjúklinginn, hrísgrjón og bar- beque-sósu og þá er það komið.“ tryggvi@frettabladid.is Hefur fallið í allar gildrur Guðjón og litla tölvubúðin hans Takkar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR ÞAÐ ÆTTI EKKI AÐ VÆSA UM FÓTBOLTAÁHUGAMENN MEÐ GLÆNÝJAN PLASMASKJÁ FRÁ HAGKAUPUM, FLEIRI TUGI LÍTRA AF GOSI, ANNAÐ EINS AF SNAKKI OG ÁSKRIFT AF SÝN Í KAUPBÆTI. Hagkaupsverslanirnar bjóða nú til sölu 42 tommu plasma sjónvarpstæki frá United á sérstöku tilboði í tilefni af HM sem fram fer í Þýskalandi. Þeir sem festa kaup á plasmatækjunum hjá Hagkaupum fá hvorki meira né minna en 36 lítra af kóki og 20 poka af Maarud snakki í kaupauka. Það er heldur ekki mikið gagn í plasmaskjá á HM tilboði ef maður er ekki með Sýn og því fylgir HM áskrift á sjónvarpsstöðinni með hverju keyptu 42 tommu United sjónvaprstæki á meðan á tilboðinu stendur. Hagkaup í HM hug Heimsmeistarakeppnin hefst í dag HÚSGAGNABÚÐIN MIRA BÝÐUR 30-50 PRÓSENT AFSLÁTT AF ÖLLUM INDVERSKUM VÖRUM Síðustu daga hefur Mira verið að taka á móti nýjum indverskum húsgögnum og hefur mikið úrval af skenkum, borðstofuborðum, hillum, skápum og sófaborðum. Til dæmis er hægt að gera góð kaup á borðstofuborðum sem áður kostuðu 49.000 krónur en kosta nú 34.300 krónur. Skáparnir eru á fimmtíu prósenta afslætti og er til dæmis hægt að fá sjónvarpsskápa á 49.450 krónur sem áður kostuðu 98.900 krónur. Mira er staðsett í Bæjarlind 6, Kópavogi. Indverskir dagar í Miru Alls kyns skápar, skenkir og borð eru á tilboði Hægt er að stökkva í sólina á góðu verði í júní. Heimsferðir bjóða upp á tilboð til Benidorm í júní. Hægt er að stökkva í sólina á Spáni 22. eða 29. júní en verðið er frá 29.990 krón- um. Þá er miðað við hjón með tvö börn í íbúð í viku. Flug gisting, skattar og íslensk fararstjórn inni- falin en aukavika á Bendiorm kostar 10.000 krónur. Heimferðir bjóða einnig upp á tilboð til Rimini dagana 21. og 28. júní en verðið er hið sama. Hægt er að bóka sæti núna og fjórum dögum fyrir brottför fá ferðalangar að vita hvað þeir muni gista. Í sólina í júní. Benidorm er vinsæll áfangastaður íslenskra ferðalanga HLJÓMTÆKJA- OG SKRIFSTOFU- DEILD ORMSON ER BÚIN AÐ VERA Í EITT ÁR Í SÍÐUMÚLA 9 OG AF ÞVÍ TILEFNI ERU ÝMSAR VÖRUR Á AFMÆLISTILBOÐSVERÐI. Í tilefni af eins árs dvöl í Síðumúlanum býður Ormson upp á fjölda freistandi afmælistilboða. Meðal þess sem fá má á tilboðsverði eru sjónvörp, prentarar, leikjatölvur, myndavélar og heimabíó. Tilboðin verða í gildi eitthvað áfram og eru allir hvattir til þess að kynna sér úrvalið og gera góð kaup. Afmælistilboð í Ormson Síðumúla Nintendo DS leikjatölva fæst á aðeins 13.900 kr. í Ormson á afmælistilboði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.