Fréttablaðið - 09.06.2006, Page 54

Fréttablaðið - 09.06.2006, Page 54
 9. júní 2006 FÖSTUDAGUR38 timamot@frettabladid.is Íhaldsflokkur Margrétar Thatcher, forsætisráðherra Breta, vann stór- sigur í þingkosningum þennan dag árið 1983. Thatcher hafði þá þegar setið eitt kjörtímabil en flokkur hennar hlaut 397 sæti á þingi en Verkamannaflokkurinn aðeins 209. Frjálslyndi flokkurinn, sem bauð sig fram í fyrsta sinn þetta árið, hlaut jafn mörg atkvæði og Verkamanna- flokkurinn þótt sætin hafi einungis orðið 23. Margrét Thatcher varð leiðtogi Íhaldsflokksins árið 1975 á tíma þegar flokknum hafði hnignað stórlega, og forsætisráðherra eftir kosningasigur 1979. Hún tryggði að verkalýðsfélög færu að lögum, seldi fjölda ríkisfyrirtækja og jók virðingu fyrir Bretum annars staðar. Ein af ástæðum þessa stórsigurs árið 1983 var talin vera vinsældir Thatcher eftir sigur Bretlands í Falklandseyjastríðinu en hún hafði ekki sætt sig við hernám argentísku herforingjastjórnarinnar á eyjunum. Eftir sigurinn 1983 tilkynnti Thatcher að þung dagskrá yrði á komandi þingi. Önnur ástæða fyrir sigri Íhaldsflokks- ins var talinn vera vandræðagangur innan Verkamannaflokksins, sem hafði klofnað fyrir kosningarnar. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Michael Foot, sagði útkomu kosning- anna harmleik fyrir þjóðina. Síðar á árinu sagði hann af sér en Neil Kinnock tók við af honum. Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. AFMÆLI Örn Sigurðsson arkitekt er 64 ára. Jón Torfi Jónasson prófessor er 59 ára. Guðni Már Henn- ingsson er 54 ára. Helgi Hjörvar alþing- ismaður er 39 ára. JARÐARFARIR 13.00 Fanney Sigurðardóttir, áður til heimilis í Írabakka 4, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju. 13.00 Freddy Laustsen húsa- smiður, hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis í Furu- gerði 1, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju. 13.00 Jóhannes R. Snorrason fyrrverandi yfirflugstjóri, Espigerði 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.00 Margrét Einarsdóttir, Maddý, Barðastöðum 7, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. 14.00 Bergur Vernharðsson, Elliðavöllum 2, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Helga Jóhannsdóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Unnur Agnarsdóttir, Sóltúni 5, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogs- kirkju. 17.00 Guðmundur Kristján Finn- bogason, Blöndubakka 5, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Garðakirkju. MERKISATBURÐIR 1741 Ferming barna er lögboðin hér á landi en hafði þó tíðk- ast um aldir. 1880 Hornsteinn er lagður að Alþingishúsinu við Austur- völl í Reykjavík. 1934 Andrés önd tekur fyrstu skref sín til frægðar þegar hann birtist í mynd Disneys, Litlu gulu hænunni. 1970 Hussein Jórdaníukonung- ur sleppur naumlega frá banatilræði. 1976 Benny Goodman, konungur sveiflunnar, heldur tónleika á Listahátíð. 1994 Síld af norsk-íslenska stofninum veiðist innan íslenskrar lögsögu í fyrsta sinn í 26 ár. 2002 Serena Williams sigrar systur sína Venus Williams á Opna franska meistara- mótinu í tennis. CHARLES DICKENS (1812- 1870), LÉST ÞENNAN DAG. „Ef vont fólk væri ekki til væru engir góðir lögfræðingar.“ Breski rithöfundurinn Charles Dickens var þekktur fyrir gott skopskyn. MARGRÉT THATCHER ÞETTA GERÐIST: 9. JÚNÍ 1983 Sigur Margrétar Thatcher Heimssamtök kvikmyndaréttarhafa, MPA, hafa tilnefnt Hallgrím Kristinsson framkvæmdastjóra og svæðisstjóra yfir baráttunni gegn ólöglegri dreifingu myndefnis í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Hallgrímur, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Smáís, Sam- taka myndréttarhafa á Íslandi, er að vonum ánægður með nýja starfið enda eru samtökin gríðarlega stór og miklir hagsmunir í húfi. „Þetta er mikil áskorun og maður þarf að nýta alla sína reynslu í þetta,“ segir Hallgrímur sem hefur unnið í afþreyingargeiranum nánast alla sína tíð. Hann verður mikið á ferð og flugi í nýju starfi enda eru höfuðstöðvar MPA í Los Angeles í Bandaríkjunum og svæð- isskrifstofan í Brussel. „Ef maður er ekki skipulagður er lífsins ómögulegt að halda utan um allt saman,“ bætir hann við hlæjandi. MPA er skammstöfun á Motion Pict- ure Assosiation og eru það hagsmuna- samtök sem sex stærstu kvikmynda- framleiðendur í heiminum standa að. „Samtökin sem slík standa vörð um hagsmuni framleiðendanna á alþjóða- vísu. Mitt hlutverk verður því að verja Hollywood-fyrirtækin gegn ólöglegri dreifingu í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, en við erum auðvitað líka að verja hagsmuni minni fyrirtækja á inn- lendum markaði því þetta helst allt í hendur.“ Svæðisskrifstofan nær yfir þrjár ólíkar heimsálfur og segir Hallgrímur að töluverður munur sé á því hvernig ólöglegu dreifingunni er háttað. „Í Evr- ópu fer þetta í gegn um internetið en í Austurlöndum og Afríku erum við enn með miklu meira af beinni framleiðslu og sölu á fölsuðum diskum, til dæmis á mörkuðum. Áhersla stúdíóanna er þó á internetinu því um leið og bandbreiddin fer upp í þessum löndum eykst stuldur- inn í gegnum netið, eins og við sáum ger- ast heima á Íslandi.“ Hann segir þó að margt sé að gerast og spennandi tímar fari brátt í hönd enda fleygi tækninni fram og það vinnur með hagsmunum framleiðendanna. „Hingað til höfum við bara getað gripið til lagalegra aðgerða ásamt fræðslu og kynningu, en núna erum við að fá til dæmis nýjar afritunar- varnir. Einnig eru að koma fram lögleg- ar veitur á internetinu, eins og tónlistar- iðnaðurinn hefur þekkt lengi, þar sem hægt er að kaupa sjónvarpsþætti og kvikmyndir á löglegan hátt.“ Gríðarlega miklir hagsmunir eru í húfi fyrir kvikmyndafyrirtækin sem tapa fleiri milljörðum íslenskra króna á ári. „Í nýrri rannsókn kemur í ljós að tap kvikmyndageirans er meira en margan óraði fyrir. Talið er að tæpur helmingur- inn af þessu sé vegna ólöglegrar fjölföld- unar á internetinu og tæpur helmingur er bein sala á diskum. Hlutinn þar á milli er svo þegar fólk er að fjölfalda fyrir vini sína og kunningja. Þetta eru svo geigvænlegar upphæðir að erfitt er að átta sig á því.“ HALLGRÍMUR KRISTINSSON: NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI MPA Stendur vörð um hagsmun- framleiðendanna í Hollywood HALLGRÍMUR KRISTINSSON Í NÝJU STARFI Tap kvikmyndageirans vegna ólöglegrar dreifingar skiptir hundruðum milljarða íslenskra króna. Hallgrímur tekur brátt við nýju starfi svæðisstjóra hjá MPA þar sem hann fer fyrir baráttunni gegn ólöglegri dreifingu myndefnis í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UPPSKERUTÍMINN ER KOMINN Hveitiakrar í Suður-Kanada eru nú tilbúnir fyrir uppskeru eftir þurrka undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hátíð hafsins hefst á morg- un á Miðbakka Reykjavík- urhafnar og er þetta í sjö- unda sinn sem hátíðin er haldin. Atburðir hátíðar- innar tengjast hafinu og sjósókn en hún stendur í tvo daga og er samsett úr Hafnardegi og Sjómanna- degi. Mikið verður um dýrðir á hátíðinni eins og vera ber. Verður meðal annars hægt að fara í siglingar, senda flöskuskeyti, skoða ýmsa furðufiska, læra að hnýta sjómannahnúta og klappa krabba. Sjómannalagahátíð verður haldin á morgun í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu þar sem sjó- mannahljómsveitir og fleiri troða upp. Í fyrsta sinn verður einnig boðið upp á glæsilega fiskveislu sem tíu veitingahús í miðborg- inni taka þátt í. Bjóða þau þriggja rétta matseðil með fiski á hófstilltu verði. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu Reykja- víkurborgar. Hátíðahöld við höfnina VIÐ REYKJARVÍKURHÖFN Haldin er Hátíð hafsins í Reykjavík um helgina. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Bára Steindórsdóttir lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 6.júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 10. júní kl. 13.30. Jón Hallgrímsson Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir Magnús Baldur Bergsson Steindór Sverrisson Hjördís Ásgeirsdóttir Ríkharður Sverrisson Valgerður Hansdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Útför okkar elskaða Páls Jónssonar Hóli, Hvítársíðu, fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 10. júní kl 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Borgarfjarðar. Edda Magnúsdóttir Jón Magnús Pálsson Hrafnhildur Hróarsdóttir Finnbogi Pálsson Hrönn Vigfúsdóttir Páll Bjarki Pálsson Eyrún Anna Sigurðardóttir Erlendur Pálsson Guðrún Harpa Bjarnadóttir Þorbjörg Pálsdóttir Ragnar Páll Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.