Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 6
 Sigurjóni M. Egilssyni, sem sagði upp störfum sem rit- stjóri Blaðsins í byrjun mánaðar- ins, var vísað á dyr þegar hann mætti til vinnu á blaðinu í gær- morgun. Hann ætlaði að hætta á Blaðinu um áramótin, en sam- kvæmt ráðningarsamningi var uppsagnarfrestur hans til átta mánaða. Sigurjóni var afhent bréf sem var undirritað af Sigurði G. Guðjónssyni, stjórnarformanni útgáfufélags Blaðsins Árs og dags, þar sem greint var frá því af hverju gripið var til þessara aðgerða. Í bréfinu er Sigurjón sakaður um að hafa logið því að forsvars- mönnum Árs og dags að hann hafi ekki ráðið sig til DV nú í haust því fyrirtækið hafi gögn undir hönd- um þar sem kemur fram að hann hafi gert það. Hann er einnig sakaður um brot á vinnuréttarlegum skyldum sínum við fyrirtækið með því að reyna að ráða nokkra af starfs- mönnum Blaðsins yfir á nýtt blað sem talið er að hann muni taka við á næsta ári. Í bréfinu kemur fram að Ár og dagur ætli að krefjast lögbanns við því að Sigurjón vinni fyrir aðra fjölmiðla á meðan á uppsagnar- fresti hans stendur næstu sjö mán- uðina, jafnframt ætlar fyrirtækið að krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem það hefur orðið fyrir vegna ólögmætra starfsloka hans. Ár og dagur ætlar jafnframt að fella niður allar greiðslur til Sig- urjóns sem kveðið er á um í ráðn- ingarsamningi hans. Útgefandi Blaðsins mun krefj- ast lögbanns og skaðabóta Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúk- um, segir að fólk sé sjokkerað yfir slysunum á Kárahnjúkum. „Þetta er voðalega þreytandi ástand til lengdar því að meginhluta ársins hafa slysatölur farið lækkandi en nú hafa orðið þyngri og erfiðari slys en áður.“ Stefán Þórarinsson, yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Austurlands, segir að yfirleitt hafi 85-90 slys átt sér stað á mánuði á Kárahnjúkum frá upphafi. Í fréttum hefur komið fram að tuttugu og sex til rúmlega þrjátíu slys hafi átt sér stað síðasta hálfa mánuðinn. Oddur talar um öldu slysa en Fréttablaðinu tókst ekki að fá neina tölu staðfesta. Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, segir að rétta slysatalan liggi ekki fyrir. „Fólkið sem er ábyrgt fyrir því að ganga frá tilkynningum til okkar er komið í jólafrí en ég á von á því að þetta verði komið í hús í fyrsta lagi á mánudaginn.“ Stefán segir að „við verk eins og þetta gilda leikreglur um öryggisgæslu og slysavarnir. Það starf virkar ekki þessa stundina. Þá dregur maður þá ályktun að vandinn sé niðri á gólfinu og þess sé ekki gætt nægilega vel að menn noti hlífar og séu í öryggisbeltum og slíkt. Það þarf að standa yfir mönnum með þetta.“ Oddur telur að margir sam- verkandi þættir valdi slysaöld- unni en stór hluti vandans sé vönt- un á öryggisvitund og ábyrgð verkstjóra. „Nú erum við komnir á þennan lokakafla í framkvæmd- inni, verkið er að breytast og menn þurfa að vera á vaktinni. Það eru erfið veður hérna upp frá og allt hangir þetta saman,“ segir hann. „Verkstjórarnir stýra verkinu og þeir verða að bera ábyrgðina á því að upplýsa mennina.“ Öryggisátak er fyrirhugað. „Við ætlum að taka verkstjórana fyrir, upplýsa þá og vekja verk- stjórana og starfsmennina til umhugsunar um öryggismálin. Það er á ábyrgð verkstjóranna að sýna verkamönnum fram á hættuna. Þegar menn fá athuga- semdir um vinnuaðstöðu verða þeir að bregðast við,“ segir Oddur og bætir við: „Við viljum sjá breyt- ingar á hegðun.“ Vinnuaðstæður eru erfiðar, til dæmis hjá mönnum sem vinna í hundrað eða tvö hundruð metra hæð uppi á brún virkjunarinnar í snjókomu, stórhríð, éljagangi og frostrigningu, jafnvel óbundnir og óvarðir. Áhættuhegðunin verður að breytast Verkstjórnarvandi hefur valdið slysahrinunni á Kárahnjúkum síðustu vikur. Starfsmenn á Kárahnjúkum eru sjokkeraðir. Öryggisátak er fyrirhugað. Yfirtrúnaðarmaður krefst þess að sjá breytingar á áhættuhegðun. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Gigaset AS140 DUO • Þráðlaust símtæki með einu auka-handtæki • Númerabirting (30 númer) • Upplýstur skjár • Símaskrá fyrir allt að 20 nöfn og númer Jólaverð: 5.900 kr. stgr. A T A R N A / S T ÍN A M . / F ÍT Liðsmenn úr Hamas og Fatah, tveimur helstu fylkingum Palestínumanna, skiptust á skotum bæði í Gaza-borg og í Ramallah í gær, daginn eftir að skotið var á Ismail Haniheh, forsætisráðherra Palestínu- stjórnar, þegar hann var á leiðinni heim til Gaza. Spenna milli hópanna hefur aukist verulega síðustu daga og hafa ásakanir gengið á báða bóga. Hamas-liðar ásaka liðsmenn Fatah um að hafa staðið að árásinni á Haniyeh, sem er einn af leiðtogum Hamas-samtakanna. Leiðtogar beggja samtakanna hafa þó varað liðsmenn sína við því að átökin geti undið upp á sig og snúist upp í allsherjar borgarastríð í Palestínu. Átökin í gær vörpuðu nokkrum skugga á 19 ára afmæli Hamas-samtakanna, sem var í gær, en ekki var hætt við hátíðarhöld og tugir þúsunda manna tóku þátt í þeim í Gaza-borg. Átökin í Ramallah hófust þegar palestínskt lögreglulið, hliðhollt Fatah, reyndi að koma í veg fyrir að Hamas-liðar efndu til fjöldagöngu til þess að halda upp á afmælið. Lögreglan hafði umkringt mosku, þar sem Hamas-menn höfðu safnast saman, og meinaði þeim útgöngu. Þegar Hamas-liðarnir héldu engu að síður út úr moskunni tók lögreglan á móti, barði mennina með kylfum og skaut af byssum upp í loftið. Hamas-liðarnir börðust á móti lögreglunni sem á endanum tók að skjóta í átt að mannfjöldanum. Meira en þrjátíu manns slösuðust. Bardagar í Gaza og Ramallah Var rétt að kæra forstjóra olíu- félaganna vegna verðsamráðs? Hefurðu dottið í hálkunni nú?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.