Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 4
Nú starfa rúmlega
1.050 íslenskir læknar hér á landi
og tæplega 500 erlendis. Þetta er
meðal þess sem fram kemur í
nýútkominni skýrslu um spá um
þörf fyrir vinnuafl í heilbrigðis-
kerfinu. Læknaskortur á Íslandi
er óverulegur en hægt væri að
fjölga læknum hér á landi um
tæplega 50 prósent ef þeir sem
eru erlendis sneru heim aftur.
Þó nokkrir læknar sem starfa
erlendis hafa áhuga á að snúa
aftur til Íslands en hafa ekki
tækifæri til þess sökum þess að
sumar sérfræðigreinar eru
fullmannaðar.
500 læknar
starfa erlendis
„Ég teldi mig pólitískan
náttúruleysingja ef ég hlustaði
ekki á rödd fólksins,“ segir Hjálm-
ar Árnason, sem hefur boðið sig
fram í 1. sæti í prófkjöri Fram-
sóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Hjálmar, sem hafði tilkynnt á
kjördæmaþingi fyrir aðeins einum
mánuði að hann stefndi á 2. sæti,
segir stöðuna hafa breyst eftir
„hraklega útreið“ Suðurnesja-
manna í prófkjörum annarra
flokka í kjördæminu. Hátt í tvö
þúsund manns hafi skorað á hann
að bjóða sig fram í 1. sætið. Ótækt
þyki að Suðurnesjamenn eigi ekki
mann á lista sem öruggur sé með
þingsæti.
„Spurningin er hvort menn vilji
sjá nýjan kaftein í brúnni og prófa
Guðna sem fyrsta stýrimann eða
halda áfram óbreyttu,“ segir
Hjálmar.
„Ég hef aldrei hræðst sam-
keppni og hún er mikilvæg,“ segir
Guðni Ágústsson, varaformaður
Framsóknarflokksins og núver-
andi 1. þingmaður Framsóknar-
flokksins í Suðurkjördæmi. Guðni
segir framboð Hjálmars koma sér
á óvart í ljósi yfirlýsingarinnar á
kjördæmaþinginu.
„Hann metur þetta fyrir sína
parta og tekur sínar ákvarðanir en
ég mæti þessari baráttu og kvíði
því ekki. Ég á stuðning framsókn-
armanna í kjördæminu. Ég þekki
kjördæmið og ég þekki fólkið vel
og er því bæði ókvíðinn og óhrædd-
ur,“ segir Guðni.
Guðni óhræddur við Hjálmar
Leiðtogar Evrópusam-
bandsins lýstu því yfir í gær að
„dyrnar væru opnar“ fyrir Tyrkj-
um og öðrum þjóðum sem sæktust
eftir aðild að sambandinu, en þeir
áréttuðu jafnframt að enginn
fengi inngöngu í sambandið nema
að uppfylltum ströngum skilyrð-
um sem ekki yrði veittur afsláttur
af.
Tveggja daga misserisloka-
fundi leiðtoganna lauk í Brussel í
gær, en hann var að þessu sinni
fyrst og fremst helgaður stefnu
sambandsins gagnvart frekari
fjölgun aðildarríkja. Leiðtogarnir
reyndu jafnframt að koma sér
saman um leið út úr „stjórnar-
skrárkreppunni“ sem staðið hefur
frá því meirihluti kjósenda í
Frakklandi og Hollandi höfnuðu
fullgildingu svonefnds stjórnar-
skrársáttmála sambandsins
snemmsumars í fyrra. Í lokaálykt-
un fundarins segir að ekki verði
unnt að taka inn fleiri aðildarríki
eftir að þeim fjölgar úr 25 í 27 með
inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu nú
um áramótin, nema fyrst verði
búið að koma í gildi þeirri upp-
færslu á ákvarðanatöku- og stofn-
anakerfi sambandsins sem kveðið
var á um í hinum strandaða stjórn-
arskrársáttmála.
Strax eftir fundinn kom þó í
ljós ágreiningur um leiðir að þessu
marki. Spánverjar vilja að sú
málamiðlun um þessi mál sem í
stjórnarskrársáttmálanum felst
verði sá grunnur sem byggt verði
á, og þeir sýndu frumkvæði að því
að kalla saman á næsta ári ráð-
stefnu þeirra átján af aðildarþjóð-
unum 25 sem þegar hafa fullgilt
sáttmálann. Hollenski forsætis-
ráðherrann Jan Peter Balkenende
sagði þessa ráðstefnuboðun
„blauta tusku í andlit“ þjóðanna
tveggja sem höfnuðu sáttmálan-
um. Finna verði aðra leið.
Þótt meirihluti aðildarríkjanna
hafi fullgilt sáttmálann fyrir sitt
leyti getur hann ekki tekið gildi
nema þau hafi öll gert það.
Leiðtogarnir staðfestu þá
ákvörðun að frysta aðildarviðræð-
ur við Tyrki að hluta vegna þess að
þeir hafa ekki staðið við samn-
ingsskuldbindingar gagnvart ESB-
aðildarríkinu Kýpur. Þeir gáfu
jafnframt skýr skilaboð um að til-
vonandi aðildarríki – Tyrkland,
Albanía, Bosnía-Herzegovína,
Króatía, Makedonía, Svartfjalla-
land og Serbía – yrðu að hrinda í
framkvæmd víðtækum umbótum
á stjórnsýslu sinni og dómskerfi,
auk þess að herða sig í baráttunni
gegn spillingu, vilji þau eiga
möguleika á að fá aðild að sam-
bandinu í framtíðinni.
Hert á aðildarkröfum
Evrópusambandsins
Leiðtogar ESB luku misserislokafundi sínum í gær með því að árétta að dyr
sambandsins verði áfram opnar fyrir þjóðum sem uppfylla aðildarskilyrðin. Ekki
verði þó af frekari stækkun fyrr en stjórnkerfi sambandsins hefur verið uppfært.
Á síðustu fjórum
árum hefur fimm sinnum verið
reynt að kveikja í kaffistofu
Lifrasamlagsins í Vestmannaeyj-
um. Í öllum tilfellum hafa
íkveikjutilraunirnar átt sér stað
yfir vetrartímann í skjóli nætur.
Síðast var reynt að kveikja í
kaffistofunni í byrjun mánaðar-
ins en þá fannst terpentína á
staðnum.
Lögreglan í Vestmannaeyjum
hefur engar vísbendingar um
hver gæti hafa verið þarna að
verki. Hún vinnur nú að rannsókn
málsins og óskar eftir upplýsing-
um frá almenningi sem gætu leitt
til þess að hún upplýsi málið.
Íkveikja reynd
fimm sinnum
Tony Blair, forsætis-
ráðherra
Bretlands, hélt í
gær til Tyrk-
lands og ætlar
að halda þaðan
áfram til Mið-
Austurlanda.
Blair hyggst
nota þessa ferð
til þess að efla
trú Tyrkja á að þeir eigi enn góða
möguleika á inngöngu í Evrópu-
sambandið, og síðan ætlar hann
að reyna hvað hann getur til þess
að koma friðarferli milli Palest-
ínumanna og Ísraela í gang á ný.
„Það getur verið að mér takist
það ekki,“ sagði Blair, „en ég ætla
að reyna vegna þess að friður í
Mið-Austurlöndum er ósigur
hryðjuverkamanna.“
Reynir að blása
lífi í friðarferlið
Einn maður er enn
í einangrun á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi eftir að
fjölónæma bakterían MÓSA
greindist í honum á fimmtudag-
inn í síðustu viku.
Samtals þrjátíu sjúklingar voru
settir í einangrun á spítalanum
eftir að bakterían greindist. Hún
greindist ekki hjá 29 þeirra.
Að sögn Ólafs Guðlaugssonar,
yfirlæknis sýkingavarna Land-
spítalans, er þessi eini maður sem
enn er í einangrun meðhöndlaður
eftir þörfum, en ekki er unnt að
gefa nánari upplýsingar um líðan
hans að svo stöddu.
Einn er enn í
einangrun