Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 86

Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 86
S pænski skinkuframleið- andinn Juan Vicente Olmos Llorente ferðað- ist víða um austur Evr- ópu í byrjun síðasta ára- tugs til að leita að heppilegri svínategund til fram- leiðslu á þurrskinku. Hann hafði samband við Peter Toth í Ungverjalandi sem þá var nemi í matreiðslu og kom hann Juan Vicente í samband við svína- bændur sem voru boðnir og búnir að sýna honum skepnur sínar. „Ég var leiddur um helstu býlin í land- inu og mér sýnd þau svín sem talin voru frambærilegust en ég sá ekk- ert þar sem vakti áhuga minn,“ segir Juan Vicente. „Ég var að vonast til þess að finna svín sambærileg þeim sem eru til í Kína og var að gera mér vonir um að eitthvað af kínversk- um svínum væri að finna í ríkjum Austur-Evrópu, sem á þessum árum voru kommúnistaríki, svo ekki var loku fyrir það skotið að einhver innflutningur á svínum frá Kína hefði átt sér stað. Svo var það fyrir algjöra tilviljun að ég sá nokkur illa hirt svín innan girðing- ar skammt frá einni verksmiðjunni sem ég var að skoða. Ég spurði bóndann um þessi svín sem eru af tegundinni mangalica. Hann sagði þau til einskis nýt og í raun væri hin mesta skömm að þeim. Ég fékk hann til að slátra nokkrum og eftir að hafa skoðað kjötið var ég sann- færður um að hafa fundið það sem ég var að leita að.“ Ungverjar voru þó ekki sann- færðir um að Spánverjanum tæk- ist að gera góða vöru úr þessari hornreku í ungversku dýralífi. „Þeir voru í raun nokkuð áhuga- lausir um þessa tegund sem var að deyja út, en árið 1990 voru aðeins um 150 skepnur til af þessari teg- und,” segir Juan Vicente. Hann keypti öll þau svín sem í boði voru og hóf að framleiða þurrskinku úr mangalica-svíninu. Einnig gerði hann samninga við ræktendur í Ungverjalandi sem leggja nú allt Svo var það fyrir algjöra tilviljun að ég sá nokk- ur illa hirt svín innan girðingar skammt frá einni verksmiðjunni sem ég var að skoða. Spánverjinn sem bjargaði ungverska svíninu Ungversku mangalica-svínin voru í útrýmingarhættu þegar spænski skinku- framleiðandinn Juan Vicente Olmos Llorente ferðaðist um Ungverjaland í leit að kínverskum svínum til ræktunar. Jón Sigurður Eyjólfsson tók Juan Vicente tali og spurði hvernig það hefði komið til að Olmos Llorente fjölskyldan bjarg- aði tegundinni frá útrýmingu og annar nú ekki eftirspurn eftir afurðunum. kapp á að fjölga svínum af þessari tegund en fyrirtæki Juans Vicente, Jamones Seg- ovia, annar ekki eftirspurn. Í dag eru um 3000 mangalica-gyltur til í Ungverjalandi. „Það er alveg víst að þessi tegund væri útdauð nú ef ekkert hefði verið aðhafst og ég verð að játa að það kitlar hégómagirnd mína nokkuð að vita af skilti einu í stórum þjóðgarði í Ungverjalandi þar sem mangal- ica-svín eru á beit en á því stendur að það sé fjölskyldunni Olmos Llorente að þakka að þessi tegund sé ennþá til.“ Ungverska þingið hefur nú skjalfest að Olmos Llorente fjölskyldan hafi bjargað tegundinni með aðstoð Peters Toth sem nú er forseti samtaka um verndun tegundar- innar. Mangalica-svínið er með svartar klaufir líkt og iberíu-svínið sem aðallega er að finna á Spáni. Veturnir eru kaldir í Ung- verjalandi og því verður mangalica-svínið afar loðið og minnir þá helst á íslensku kindina. Juan Vicente og bræður hans Miguel og Alejandro reka nú fyrirtækið Jamones Seg- ovia en þeir bræður eiga ekki langt að sækja kunnáttuna en faðir þeirra sem og báðir afar þeirra voru skinkuframleiðendur og varðveita þeir nú fjölskylduhefð sem nær aftur til ársins 1898.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.