Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 16.12.2006, Qupperneq 22
greinar@frettabladid.is Óttist ekki, yður er í dag frelsari fæddur,“ sögðu englarnir við fjárhirðana á Betlehemsvöllum. Veslings fjárhirðarnir voru miður sín af hræðslu, yfir öllum þeim undrum sem voru að gerast í kringum þá, á þeirra vinnustað sem allt hafði farið fram í sátt. Kindurnar þeirra voru þar í góðum haga, auðvitað hafði það kostað þá smá karp við hina hirðana, hvernig skipta átti landinu réttlát- lega, svo hver hefði nóg með sína hjörð. Það var allt búið og gert, komin á hefð, sem alltaf er svo mikil- vægt að sé fyrir hendi, ef hlutir ætla að rjúka upp í rifrildi yfir smámunum. En nú var friður hversdags- ins úti, á venjulegri nóttu fylltist allt af yfirnáttúr- legri birtu, það var rétt eins og himinfestingin ætlaði að bresta, fegurðin og birtan gjörðist ógnvænleg þegar allt í kringum þá fylltist af fólki – ekki aðeins í kringum þá, einnig yfir þeim. Sungið var í röddum og hljóðfæri sem þeir höfðu aldrei heyrt í áður studdu sönginn. Var furða þótt þessir fátæku daglaunamenn hentu sér til jarðar í ofsahræðslu. Þá bættist við rödd af himni, falleg mjúk karlmannsrödd, rétt eins og Kristinn Sigmundsson væri mættur þar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Mótettukór Hallgrímskirkju. Og röddin sagði full af umhyggju og ástúð: „Óttist ekki – yður er í dag frelsari fæddur.“ Einhvern veginn finnst mér að Frjálslyndi flokkurinn þurfi á svona rödd að halda. Rödd sem segir okkur að óttast ekki það stórviðri sem nú skellur á okkur. Við sem vorum svo ánægð með að tilheyra flokki sem á sér hug- sjónir, vonir um betra líf hér á Íslandi fyrir þá sem minna mega sín (aldraðir og öryrkjar). Launafólk megi takast í hendur með aðkomu- fólki frá öðrum löndum um réttlát launakjör fyrir alla. Réttlæti í kvótamálum o.s.frv. Allt í einu skellur á stormur, fólk fer að tala með lítilsvirðingu hvort við annað, fólk í forystunni sem við höfum treyst til að halda fast við hugsjónir okkar. „Óttist ekki“ sagði röddin á Betlehemsvöllum fyrir meir en 2.000 árum. Við skulum minnast þess að þessi sama rödd segir í Biblíunni: „Óttist ekki, ég mun afhjúpa alla hluti, það sem er í myrkrinu mun koma fram í ljósið.“ Einmitt þetta er að gerast í kringum okkur „fátæka smáa“. Við fáum nú að sjá svart á hvítu hverjum í flokksforustunni við eigum að fylgja. Og við vitum að við eigum inni gleðileg jól og farsælt komandi ár, því röddin sem segir okkur að óttast ekki, ber umhyggju fyrir okkur og elskar okkur. Höfundur er leikskáld og fulltrúi Frjálslynda flokksins í nefndum borgarinnar. Jólahugleiðing Fallinn er Óli fígúra í Síle“ sagði menntaskólakennari nokkur daginn eftir að einræðisherrann Augusto Pinochet hafði tapað þjóðaratkvæðagreiðslu um áfram- haldandi völd árið 1989. Nemend- ur hans fengu frí þann daginn. Pinochet var eitt af mörgum fórnar- lömbum þess að járntjaldið féll um þær mundir. Einræðisherra Para- gvæ, Alfredo Stroessner, fór sömu leið og Pinochet fyrr á því ári og þeir urðu einnig samferða úr jarð- lífinu, því að Stroessner er nýlát- inn. Fall járntjaldsins kom sér illa fyrir þessa karla því að fram að því höfðu verið álitnir söguleg nauðsyn í baráttu „hinna frjálsu þjóða“ við heimskommúnismann. Frægasti talsmaður þessa viðhorfs var Jeane Kirkpatrick, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sem einnig er nýlátin og eflaust í góðum félagsskap þeirra Stroessners og Pinochets fyrir handan. Af öllum einræðisherrunum í bláa liðinu var Pinochet líklega sá sem var mest hataður. Það stafaði af ýmsum orsökum. Í fyrsta lagi þá hafði hann þá sérstöðu að hafa framið valdarán og komið á harð- stjórn í gamalgrónu lýðræðisríki. Slíkt er ekki jafn algengt og fólk kynni að halda. Styrjaldir, innanlandsátök og skortur á lýðræðishefð eru helsti jarðvegur einræðisstjórna. Stjórn Pinochets einkenndist af pyntingum, mann- ránum og launmorðum á pólitísk- um andstæðingum. Að því leyti var hún þó ekki frábrugðin svipuðum fyrirbærum annars staðar í álf- unni, t.d. í Argentínu, Úrúgvæ eða Paragvæ. En í Síle voru menn ekki vanir slíku og hrottaskapurinn því ennþá skelfilegri í því samhengi. Að sumu leyti væri ósann- gjarnt að kenna Pinochet einum um valdaránið í Síle 11. septemb- er 1973. Þeir sem lögðu á ráðin um það voru bandarískir ráðamenn, þeir Nixon og Kissinger. Allir framámenn í her Síle tóku þátt í því en Pinochet var einungis leyft að taka þátt á lokastigum. Enda taldi Salvador Allende, hinn lýðræðis- lega kjörni forseti Síle, að Pinochet myndi verða eitt af fórnarlömbum valdaránsins. Það fór á annan veg. Ári eftir að herforingjastjórn hafði verið komið á voru öll völd kominn í hendur Pinochets. Hann náði að tryggja sér alræðisvald umfram aðra harðstjóra í álfunni, þar sem reglulega var skipt um forsvars- menn herforingjastjórna. Pinochet hafði þá sérstöðu meðal suðuramerískra einræðis- herra að honum var sérstak- lega hampað af hægrimönnum á Vesturlöndum fyrir að hafa unnið „efnahagslegt kraftaverk“ sem komið væri beint úr smiðju Milt- ons Friedmans. Það var hins vegar orðum aukið. Pinochet naut þess fyrst og fremst að fá mikla fyrir- greiðslu í alþjóðlegum lánastofn- unum. Hann naut þar allt ann- arra kjara en lýðræðislega kjörinn fyrirrennari hans. Verndarar hans í Bandaríkjunum máttu ekki við því að þessi efnahagstilraun mistækist, en hún fór nálægt því í upphafi 9. áratugarins þegar skuldir ríkisins fóru úr böndunum og atvinnuleysi varð gríðarlegt. Tekjuskipting í Síle varð ójafnari en annars staðar í álfunni, nema í Brasilíu, sem bjó enda við svipaða herforingjastjórn. Frægð Pinochets og vinsældir á Vesturlöndum urðu honum að lokum að falli. Hann var hand- tekinn í Bretlandi 1998, að kröfu spænsks dómara, og ákærður fyrir alþjóðleg mannréttindabrot. Eftir sextán mánaða stofufangelsi var Pinochet leyft að snúa heim og var þá trúverðugleiki ríkisstjórnar Tonys Blair í mannréttindamálum að engu orðinn. Mannorð Pinochets gat þó ekki versnað neins staðar nema í heimalandinu. Þau forrétt- indi sem hann hafði tryggt sér við valdaskiptin voru tekin af honum og hann eyddi því sem eftir var ævinnar í að verjast ágangi dóm- stóla. Sama ár og Pinochet sneri heim, árið 2000, var sósíalisti kos- inn forseti í Síle og ævistarf hans því unnið fyrir gýg. Eftir stendur arfleifð sem einkennist af spill- ingu, pyntingu og fjármögnun alþjóðlegra hryðjuverka. Sumum kann að finnast Pin- ochet hafa sloppið vel frá dómi sögunnar, vegna þess að Margaret Thatcher talar vel um hann og vegna þess að hann á sér ennþá formælendur í Síle. Það er mis- skilningur. Allir einræðisherrar njóta samúðar einhverra í eigin landi því að það er alltaf einhver sem græðir á slíkum stjórnum. Staðreyndin er hins vegar sú að jafnvel í hópi einræðisherra er Pinochet illa þokkaður. Við frá- fall sitt er hann m.a.s. kallaður „einræðisherra“ (dictator) í vestrænum fjölmiðlum en ekki kurteisisheitinu „valdstjóri“ (authoritarian ruler) sem er þó jafnan notað yfir einræðisherra sem eru í liði með Bandaríkjunum, s.s. konunginn í Sádí-Arabíu. Það er athyglisvert að líta til þess að árið sem Pinochet féll frá voru vinstrisinnaðir forsetar kosnir til valda í flestöllum ríkj- um rómönsku Ameríku. Fátt sýnir betur skipbrot þeirrar stefnu sem þeir Nixon og Kissinger kusu yfir Síle – þvert á þjóðarvilja þar í landi. Sá alræmdi Þ rátt fyrir nokkuð langlundargeð mótað af margra ára umræðuhefð íslenskra stjórnmála er stundum ómögu- legt annað en að fyllast depurð yfir þeim aðferðum sem of oft er boðið upp á í pólitískri orðræðu hér á landi. Slík stund rann upp í vikunni þegar Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, mætti í sjónvarpssal til þess að ræða ráðningar ýmissa trúnaðarmanna Framsóknarflokksins í hin og þessi sérverkefni fyrir borgina á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að flokkurinn myndaði nýjan meirihluta í borgarstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í stað þess að færa rök fyrir þeim ráðstöfunum, sem þó svo sannarlega voru tilefni komu hans í sjónvarpsþáttinn, kaus Björn Ingi að beina spjótum sínum að Helga Seljan, umsjónar- manni þáttarins, og vekja athygli á því að ráðning hans til Ríkis- sjónvarpsins væri ef til vill ekki eðlileg, áður en hann sneri sér að andstæðingi sínum í umræðunni, Degi B. Eggertssyni, tals- manni minnihlutans í borgarstjórn, og lét að því liggja að hann hefði fengið vinnu við stundakennslu í Háskólanum í Reykjavík þar sem hann hefði, í fyrra starfi sínu sem formaður skipulags- ráðs borgarinnar, séð til þess að skólinn fengi góða lóð. Það er ekkert undarlegt að maður verður nánast kjaftstopp þegar gripið er til svona málflutnings. Hvenær ætla menn að læra að ein vitleysan verður ekki afsökuð með annarri? Og að því sögðu er ekki ætlunin að fella dóma um hvort nokkur vitleysa hafi verið á ferðinni yfirhöfuð. Viðbrögð Björn Inga benda hins vegar eindregið til þess að hann hafi eitthvað á samviskunni. Birni Inga var í lófa lagið að útskýra hvernig stendur á því að hver trúnaðarmaður Framsóknarflokksins á fætur öðrum er kominn á launaskrá hjá borginni. Ef fyrir því eru gildar og góðar ástæður þurfti Björn Ingi ekki að vera feiminn við að leggja þau spil á borðið í stað þess að draga fram úr erminni þá jókera sem hann slengdi fram um Helga og Dag. Að vísu er það gamalkunnug aðferð að svo skal böl bæta að benda á annað verra og stutt er síðan Davíð Oddsson, fyrrver- andi forsætisráðherra, stærði sig í sjónvarpssal af eigin útfærslu á þeirri aðferð og kenndi við smjör. Það var heiðarlegt af Davíð að upplýsa að hann væri stoltur yfir að hafa beitt slíkum meðulum á sínum pólitíska ferli og skýrir margt í framgöngu hans þegar horft er um öxl. Björn Bjarnason, vopnabróðir Davíðs til margra ára, var líka augljós- lega upprifinn yfir baráttuaðferð nafna síns; svo mikið reyndar að hann skrifaði sama kvöld pistil á heimasíðu sína þar sem hann hrósaði Birni Inga fyrir frammistöðuna; sem var þegar upp er staðið ekki önnur en að svara út í hött. Björn Ingi er ungur og upprennandi stjórnmálamaður sem gerði sig gildandi í erfiðri kosningabaráttu í vor þar sem hann tók hverri ágjöf með bros á vor og af prúðmennsku. Skilaði það honum árangri sem ekki var hægt að kalla annað en sæmileg- asta varnarsigur fyrir Framsóknarflokkinn. Nú er að vona að þar hafi hinn rétti Björn Ingi verið á ferð. Ekki hinn sem virðist genginn inn í umræðuhefð og takta gam- alla tíma; hefð sem ekki er nokkur ástæða til að viðhalda. Svo skal böl bæta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.