Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 103

Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 103
Tveir diskar detta í fangið á hlust- andanum: Ekki dauðir enn og Jól með Mannakornum. Sá fyrri skrapp úr pressunum í vor og geymir upptökur frá þrítugs- afmæli hljómsveitarinnar, hinn seinni nýkominn og geymir sígild- ar jólaperlur. Báðir diskarnir koma út hjá forlaginu Sögur. Á afmælissafninu eru sextán lög úr safni Magnúsar Eiríkssonar, ýmist sungin af honum sjálfum eða Pálma Gunnarssyni, en þeir bræður eru um langt skeið búnir að vera ásinn í þessu sérkennilega safnbandi sem hefur allar götur frá upphafi verið ögn á skjön við flesta aðra. Þar ræðst mest um söngva Magnúsar sem eru margir orðnir þjóðareign. Hann er einn stórra lagasmiða tuttugustu aldarinnar, þegar búinn að reisa sér marga minnisvarða sem standa svo lengi menn vilja syngja blúsuð raullög. Úr þeirri deildinni er tónlist Magnúsar, samtvinnað lag og ljóð í þreifingu gítaristans uns úr er orðið sönglag sem gefur túlkand- anum færi á að dýpka ljóðið enn. Magnús er listamaður af guðs náð – sitji sá skýin. Þá eru fáir íslenskir rafmagns- gítaristar sem hafa sótt sérstaka og sína hljóma inn í hljóðfæri sitt. Það sannast raunar eftirminnilega á þessum hljómleikadiski. Söng- rödd hans er ekki eins þýð og Pálma, en megnar þrátt fyrir þröngt svið að ná blæbrigðum sem betri söngvarar eignast bara á óskastundum. Hér er fín blanda af slagara- stemningunni, sárari söngvum og skemmtilögum. Alltaf er þetta fram borið af ofstækislausri og fágaðri spilamennsku. Taka verður fram glæsilegan þátt Þóris Úlfars- sonar á orgel. Margt með nýju eða öðru sniði en áður var og oftast. Bandið gæti látið hærra en býður nettum hljóðheimi Salarins en þarf þess ekki. Það hefur aldrei þurft að láta hátt: eftirminnileg- ustu ópusarnir eru Enginn eins og þú, Ómissandi fólk og andstöðu- söngurinn Göngum yfir brúna. Hinn diskurinn er önnur Anna: líklega meira sprottinn fram fyrir framkvæmdasemi Pálma sem hefur lengi sótt á jólamiðin. Safnið enda smærra, aðeins ellefu lög, flutt af þeim félögum og nokkrum gestasöngvurum: Sigga og Ragn- heiði Helgu Pálmabörnum, Hrund Ósk Árnadóttur. Lagasafnið sækja þeir í þann aragrúa jólalaga sem hljómplötuiðnaðurinn hefur komið á framfæri á liðnum áratugum: tvö þeirra eiga þeir Magnús og Pálmi, restin er amerískrar ættar. Allt er hér vel unnið, söngur víða í væmnara lagi, einkum hjá Pálma, Magnús er eins og kyndug- ur álfur út úr hól, Sigurður og Ragnheiður gera vel. Uppgötvun mínum eyrum var rödd Hrundar sem er sérkennilega seiðandi, ljær væmnustu textum eitthvað sexí sem sjaldan heyrist hér og alls ekki í jólalögum. Hún er líka ein- fær um sárt drama í blúsuðum pörtum eins og Bjöllurnar hringja, krúttlegum barnaskap í samsetn- ingi eins og Kæri stúfur, og jafn- vel í gamla slagaranum Hvít jól sem hún syngur með Pálma, gefur hún kunnuglegri laglínu brothætt- an innileik sem maður taldi víðs- fjarri laginu. Mætti maður biðja um gott úrval af sálmum drengir, en svona jólalagaglundur. Hrund er til bjargar. Margt um Mannakorn Myndlistarfólk er tekið að stunda það um helgar fyrir hátíðir að opna vinnustofur sínar almenningi og bjóða verk til sölu, stór og smá. Stöllurnar Ólöf Björg, Svava K. Egilson og Alice Olivia Clarke reka sameiginlega vinnustofu í Hafnar- firðinum í húsinu Dverg sem er á Brekkugötu 2 við Lækjargötu í hjarta bæjarins. Þær verða með opna vinnustofu um helgina frá klukkan 14 til 18, bæði laugardag og sunnudag. Þær hafa komið víða við í þjálfun sinni, hafa stundað nám við Listaháskóla Íslands, Myndlistaskólann á Akureyri, Listaháskólann í Granada á Spáni og hjá meistara An Ho-Bum í Seoul í Suður-Kóreu svo nokkrir staðir séu nefndir. Eins og tíðkast á meðal yngri myndlistarmanna halda þær úti vefsíðum: www.olofbjorg.is, www. gallerygryla.nett.is og www.aok. is. Þar gefur að líta verk þeirra og yfirlit um feril þeirra fyrir áhuga- sama. En um helgina bjóða þær gestum og gangandi til fundar: allir eru hjartanlega velkomnir í notalegheit, fallega myndlist og veitingar sem gefa yl í takt við stemningu jólanna. Helga Unnars leirlistakona mun standa fyrir opnu húsi í dag frá kl. 10 til 22 á verkstæði sínu, Rangárseli 8, Reykjavík. Hún er einn kraftmesti söluaðili á fjöllistaverkinu „Ljóð í sjóð“. Hana langar að tileinka daginn disknum og bókinni. Lestur ljóða og eða flutningur laga verður á hverjum klukkutíma. Kl. 12.30 mun Mireya Samper afhenda gjöf sína til MND-félags- ins. Kl. 16.30 mun MND-félagið færa Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkjunnar 200 stk. (600 þúsund króna virði) af listaverkinu „Ljóð í sjóð“ svo þau geti fært sínum skjólstæðingum það í jólagjöf. Þá er Samband íslenskra myndlistarmanna með aðstöðu sína galopna í gamla Landhelgis- gæsluhúsinu í Ánanaustum. Þar verður opnuð jólasala og sýning á listmunum en fjöldi listamanna sem hafa vinnustofur í Vinnustofu- setri SÍM leggja í púkkið. Verður þar opið laugardag og sunnudag- inn frá kl. 14 til 18. Einnig verða einstakar vinnustofur opnar fyrir gesti. Boðið veður upp á óáfengt jólaglögg og piparkökur báða dagana. Á sama stað og á sama tíma opnar Dragan Vojvodic, listamaður frá Serbíu, sýninguna „Dental Art“ eða Tennur í sýningarsalnum á Seljavegi 32. Sýningin er hluti af Serbneskum menningardögum á Íslandi. Dragan Vojvodic er sem stendur gestalistamaður í SÍM- húsinu í Hafnarstræti 16. Dragan vinnur þessa sýningu út frá ljósmyndum af tönnum ungra menntaskólanemenda. Styrktar- aðilar Serbneskra menningardaga á Íslandi september til desember 2006 er Actavis og Icelandair. Opin hús 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.