Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 30

Fréttablaðið - 16.12.2006, Side 30
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjall að um einfalda aðferð til að útrýma fátækt. E innig er fjallað um Faðirvorið og fyrirhugaða l ækkun á verði matvæla, sagt frá lífshættulegri t ilrauna- starfsemi, farið á markað í Reykjavík o g ferðast á ódýran hátt til Frakklands og Kína. Einfalt ráð til að útrýma fátækt Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar Keypti mér loksins myndavél til að ganga með í vasan- um og hugsanlega nota mynd og mynd til að skreyta dag- bókina mína. Sagt er að ein mynd segi meira en þúsund orð. En einhvern veginn hef ég samt á tilfinningunni að höfundur þessarar staðhæfingar hefði verið varkárari í orðavali ef hann/hún hefði séð fyrir þróun staf- rænna myndavéla og notkun gsm-síma við mynda- tökur. Fór með Sólveigu og vinafólki út að borða. Það var ekki skemmti- legt. Ég valdi nefni- lega veitingastaðinn og maturinn var vægast sagt þriðja flokks. Mér þykir kínverskur matur góður og hafði lesið afskap- lega jákvæða umsögn um þennan stað. Sem sýnir og sannar að maður á ekki að taka mark á gagnrýnend- um. Ég hef mér þó það til afsök- unar að ég tek einungis mark á gagnrýni ef hún er verulega góð. Burtséð frá matnum var þetta ánægju- leg kvöldstund. Nú verður maður að vera vel á verði, ef svo má að orði kom- ast, varðandi matarprísa, ekki síst á veitingahúsum. Lítill fugl sagði mér að ófrómir verslunar- og veitingamenn séu vísir til að laumast til að hækka prísana hjá sér til að geta svo stungið þeirri verðlækkun í eigin vasa sem á að koma 1. mars nk. Eigi leið þú oss í freistni, stendur í Faðir- vorinu, og það er fádæma heimskulegt hjá stjórn- völdum að tilkynna svona verðlagsaðgerðir með margra mánaða fyr- irvara. Í morgun var ég að fikta með efni sem heitir resin. Það var heldur meiri lykt af því en ég gerði ráð fyrir svo að það varð ólíft í húsinu. Sólveig segir að þetta valdi krabbameini og fleiri sjúkdómum. Ég var bara að prófa mig áfram og athuga hvort ég gæti notað þetta efni til að búa til mynd. Myndlist er sennilega miklu hættulegri en ritstörf sem í versta falli valda vöðva- bólgu, hryggskekkju og gyllinæð hjá ein- staka höfundi. Ég vona samt að mér takist að finna ein- hvern vökva sem storknar og verður glær eins og gler áður en eitur- gufurnar drepa mig. Eins og í öllum góðum borgum er gaman að fara á markað í Reykjavík um helgar. Í Kolaport- inu fann Sólveig flunkunýtt vesti sem smellpassaði á mig og kostaði 500 kall. Smáfólkið, Andri og litla Sól, voru í helgarfríi hjá Dagnýju í Hafnarfirði. Við sóttum þau um sexleytið og gerðum okkur svo glaðan dag á Hamborgarabúllunni. Ekki beinlínis hin sígilda íslenska sunnudagssteik, en gott samt. Bækur eru dásamlegar. Maður opnar bók og ferðast með hraða ljóssins í tíma og rúmi. Ég er nýkominn úr kynnis- ferð frá Frakklandi á tímum ógnarstjórnarinnar; The Terror, Civil War in the French Revolution eftir David Andress heitir bókin sem ég ferðaðist með. Frábær bók, ekki síst vegna þess að höfundur leggur sig í líma við skilja tíðar- andann svo að lesandinn sjái atburði í réttu samhengi í stað þess að leggja þá eingöngu á mæli- kvarða nútímans. Einu sinni sá ég frábæra mynd um Dan- ton eftir Pólverjann Wajda og síðan sé ég alltaf franska leikarann Gérard Depardieu fyrir mér þegar minnst er á Danton. Til að losna við þessa mynd úr huganum setti ég íslenska leikara í hlutverkin. Geir Haarde var Lúðvík 16., Sól- veig Pétursdóttir Marie Antoinette, Steingrímur Sig- fússon auðvitað Robespi- erre, Lúðvík Bergvins- son Marat og Össur Skarphéðinsson var Danton. Þetta var ljóm- andi skemmtilegt þang- að til fall- öx- in kom til sögu, þá stungu leikararnir af. Eftir að hafa komist lifandi úr frönsku stjórnarbyltingunni hef ég verið í Kína að undanförnu, nánar tiltekið í Sjanghæ í upphafi síðasta áratugar síðustu aldar. En þar gerast þrír prýðilegir reyfarar eftir Qiu Xiaolong sem ég var að lesa. Löggan hans heitir Chen og er ljóðskáld og lögreglumaður. Kosturinn við glæpasöguna er að hún er afar vel til þess fallin að lýsa lífi fólks og þjóðfélagsaðstæð- um. Þessir reyfarar eru frábærir, ekki æsispennandi og hröð atburðarás, heldur meiri áhersla lögð á persónusköpun og fram- vindu mála. Ég er ekkert farinn að glugga enn þá í jólabækurnar og á eigin- lega alveg eftir að ákveða hvað mig langar í. Af félögum mínum hjá JPV veit ég að mig langar til að lesa Stefán Mána. Skipið, heitir bókin. Ég hef það sterklega á tilfinningunni að núna sé hann búinn að skrifa þá bók sem ég hef lengi vitað að hann gæti skrifað. Svo ætla ég að lesa Hugleik Dags- son. Mér finnst hann frábær. Óskalistinn minn fyrir þessi jól verður býsna langur. Ég sá mér til mikillar ánægju að málverk eftir Chur- chill sáluga fór á áttatíu millur. Þetta er mjög hvetjandi fyrir okkur tóm- stundamálarana. Það var reyndar tak- mörkuð eftirspurn eftir myndun- um hans meðan hann lifði. Ef eft- irspurnin hefði verið meiri hefði hann sjálfsagt málað miklu meira. Hann var mikil eyðslukló, karl- inn, og oftar en ekki í einhverjum kröggum. Þess vegna var hann sískrifandi. Ef þeir Hitler hefðu keppt í myndlist er ég ekki í nokkrum vafa um að Churchill hefði unnið. Vinafólk okkar kom í mat. Litla Sól hegðaði sér eins og hefðardama við matborðið og gerði ábætinum sérlega góð skil. Ég tók myndir af frökeninni og hún var í svo mikilli sykurvímu að hún veitti flassinu ekki athygli fyrr en eftir dúk og disk. Góður dagur. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag olíu- félögin í sektir fyrir ólög- legt verð- samráð – fyrir síðustu aldamót. Og ekki nóg með það heldur hefur ákæra verið gefin út á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna vegna ólöglegs samráðs um olíuverð. Þetta eru þeir Einar Benediktsson, núverandi forstjóri Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs. Betra er seint en aldrei. Enn er rætt um fátækt. Ég kann ráð til að útrýma henni: Í þessu landi vísitölu- trygginga og verðteng- inga væri upplagt að setja það í lög að laun þingmanna geti aldrei orðið hærri en ákveðið margfeldi af lág- markslaunum, venjulegum ellilífeyri eða örorkubótum. Það mætti segja mér að ástandið færi að lagast ef alþingismenn fengju áhuga á því að vera tengdir við kjör fólksins í landinu. Líka mætti tengja laun þeirra við rekstrarafkomu ríkisins. Þeir gætu fengið jólabónus ef kaupmáttur launa hækkaði umfram verð- bólgu. Í ræktinni í morgun sá ég í sjónvarpinu þegar Eiður Smári skoraði mark í heims- meistara- keppni félags- liða í knattspyrnu. Mér hljóp kapp í kinn og setti persónulegt met í bekkpressu. Það er furðulegt að Björn Ingi skuli vera eini stjórn- málamaðurinn sem talar fyrir því að líkamsræktarkort verði frádráttarbær frá skatti. Ef ég stundaði ekki líkams- rækt að staðaldri væri ég búinn að valda heilbrigðis- kerfinu ómældum fjárútlátum. Í dag fann ég fína mynda- vél í stofunni. Hélt að jóla- sveinninn hefði komið með hana handa mér til að bæta fyrir að hafa lítið sinnt mér í æsku. Þetta hefði verið upp- lögð jólagjöf handa Sólveigu – en áður en ég náði að pakka græjunni inn hringdu vinir okkar sem voru hjá okkur í mat í fyrrakvöld og sögðust hafa gleymt myndavél. Svona fór um sjóferð þá.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.