Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 101

Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 101
Bandaríska rokksveitin The Kill- ers hefur skrifað undir samning um að semja titillagið í næstu kvik- mynd um njósnarann James Bond. Hljómsveitin, sem var stofnuð árið 2002, hefur gefið út tvær breiðskífur, en þarf nú að hefjast handa við að semja nýjan Bond- slagara. Ekki er hlaupið að því að fara í skó þeirra sem áður hafa flutt titillög Bond-mynda, en þar má nefna meðal annars Shirley Bassey, Tom Jones, Paul McCartney, Nancy Sinatra, Duran Duran, aha, Tinu Turner og Madonnu. Nú síðast samdi Chris Cornell titillagið og vakti það lukku framleiðenda myndanna, Barböru Broccoli og Michael G. Wilson. The Killers í næstu Bond Almenn ánægja ríkir meðal áhorf- enda með nýjustu kvikmynd Sylvester Stallone, Rocky 6, en margir spáðu því að búið væri að blóðmjólka persónuna. Sextán ár eru síðan síðasta Rocky-mynd kom út og heil þrjátíu síðan fyrsta myndin leit dagsins ljós. Í nýju myndinni er boxarinn Rocky far- inn að eldast en fær sérstakt tæki- færi til þess að keppa við nýjan heimsmeistara. Stallone, sem er orðinn sextugur, leikstýrir mynd- inni og skrifar handritið en er einnig sagður vera góður í hlut- verki sínu og sjaldan hafa verið í jafngóðu formi. Ánægja með nýju Rocky Eins og undanfarin ár heldur útvarpsstöðin Bylgjan hin svoköll- uðu Pakkajól þar sem fólk er hvatt til að gefa eina auka jólagjöf fyrir jólin handa bágstöddum börnum á Íslandi. Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðra- styrksnefnd og Hjálparstarf kirkj- unnar koma pökkunum til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. Þá sér Pósturinn um að koma gjöfunum endurgjaldslaust til skila. Að sögn Vigdísar Jóhannsdóttur, kynningarstjóra Bylgjunnar, voru þúsundir pakka gefnir fyrir síð- ustu jól og virðist það sama vera upp á teningnum í ár. Hún segir að þessar gjafir séu rosalega mikil- vægar. „Miðað við þær lýsingar sem ég hef fengið bjargar þetta jólunum á hundruðum heimila. Við megum nefnilega ekki gleyma börnunum hérna heima,“ segir Vigdís. Pakkajólin eru í ár unnin í sam- starfi við Smáralind og Póstinn. Mikilvæg Pakkajól Hinn 27. desember verður kvik- myndin Factory Girl frumsýnd í Bandaríkjunum en hún fjallar um Edie Sedgwick sem lék í mörgum stuttmyndum eftir Andy Warhol og var honum mikill innblástur. Edie var nokkurs konar Paris Hilt- on hins þenkjandi manns á sjö- unda áratugnum og átti samneyti við marga lykilleikmenn skemmt- ana- og listalífsins á þeim tíma. Ekkert gæti þó orðið af frumsýningunni því nú hefur tónlistarmaðurinn Bob Dylan hótað máls- sókn ef myndin verður ekki endurskoðuð. Upp- haflega átti Bob að vera persóna í myndinni en sökum lagaflækja og skorts á staðreyndum var nafni persónunnar breytt í Billy Quinn. Í myndinni eiga Edie og Quinn í stuttu ástarsambandi, en eftir að Quinn skilur við Edie leggst hún í fíkniefnaneyslu og að lokum svipt- ir hún sig lífi. Dylan er alveg æfur yfir þessu og segist ekki ætla að sitja aðgerðarlaus á meðan honum er gefið að sök að bera ábyrgð á dauða manneskju. Lög- fræðingar Dylans hafa sent framleiðendum myndarinnar bréf þar sem þeir krefjast þess að myndinni verði breytt, frumsýningu frestað og að persónan Billy Quinn verði fjarlægð að öllu leyti. Enn hafa ekki borist svör við kröfum Dylans, en þeirra er að vænta á næstu dögum. Svart- höfði sjálfur, Hayden Christensen, fer með hlutverk Billy Quinn, Guy Pearce leikur Andy Warhol og breska ungstirnið Sienna Miller leikur Edie. Bob hótar málssókn og látum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.