Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 101
Bandaríska rokksveitin The Kill-
ers hefur skrifað undir samning
um að semja titillagið í næstu kvik-
mynd um njósnarann James Bond.
Hljómsveitin, sem var stofnuð
árið 2002, hefur gefið út tvær
breiðskífur, en þarf nú að hefjast
handa við að semja nýjan Bond-
slagara.
Ekki er hlaupið að því að fara í
skó þeirra sem áður hafa flutt
titillög Bond-mynda, en þar má
nefna meðal annars Shirley Bassey,
Tom Jones, Paul McCartney, Nancy
Sinatra, Duran Duran, aha, Tinu
Turner og Madonnu. Nú síðast
samdi Chris Cornell titillagið og
vakti það lukku framleiðenda
myndanna, Barböru Broccoli og
Michael G. Wilson.
The Killers í
næstu Bond
Almenn ánægja ríkir meðal áhorf-
enda með nýjustu kvikmynd
Sylvester Stallone, Rocky 6, en
margir spáðu því að búið væri að
blóðmjólka persónuna. Sextán ár
eru síðan síðasta Rocky-mynd
kom út og heil þrjátíu síðan fyrsta
myndin leit dagsins ljós. Í nýju
myndinni er boxarinn Rocky far-
inn að eldast en fær sérstakt tæki-
færi til þess að keppa við nýjan
heimsmeistara. Stallone, sem er
orðinn sextugur, leikstýrir mynd-
inni og skrifar handritið en er
einnig sagður vera góður í hlut-
verki sínu og sjaldan hafa verið í
jafngóðu formi.
Ánægja
með nýju
Rocky
Eins og undanfarin ár heldur
útvarpsstöðin Bylgjan hin svoköll-
uðu Pakkajól þar sem fólk er hvatt
til að gefa eina auka jólagjöf fyrir
jólin handa bágstöddum börnum á
Íslandi.
Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðra-
styrksnefnd og Hjálparstarf kirkj-
unnar koma pökkunum til þeirra
sem þurfa á aðstoð að halda. Þá sér
Pósturinn um að koma gjöfunum
endurgjaldslaust til skila.
Að sögn Vigdísar Jóhannsdóttur,
kynningarstjóra Bylgjunnar, voru
þúsundir pakka gefnir fyrir síð-
ustu jól og virðist það sama vera
upp á teningnum í ár. Hún segir að
þessar gjafir séu rosalega mikil-
vægar. „Miðað við þær lýsingar
sem ég hef fengið bjargar þetta
jólunum á hundruðum heimila. Við
megum nefnilega ekki gleyma
börnunum hérna heima,“ segir
Vigdís.
Pakkajólin eru í ár unnin í sam-
starfi við Smáralind og Póstinn.
Mikilvæg Pakkajól
Hinn 27. desember verður kvik-
myndin Factory Girl frumsýnd í
Bandaríkjunum en hún fjallar um
Edie Sedgwick sem lék í mörgum
stuttmyndum eftir Andy Warhol
og var honum mikill innblástur.
Edie var nokkurs konar Paris Hilt-
on hins þenkjandi manns á sjö-
unda áratugnum og átti samneyti
við marga lykilleikmenn skemmt-
ana- og listalífsins á þeim
tíma. Ekkert gæti þó orðið
af frumsýningunni því nú
hefur tónlistarmaðurinn
Bob Dylan hótað máls-
sókn ef myndin verður
ekki endurskoðuð. Upp-
haflega átti Bob að vera
persóna í myndinni en
sökum lagaflækja og
skorts á staðreyndum var nafni
persónunnar breytt í Billy Quinn.
Í myndinni eiga Edie og Quinn í
stuttu ástarsambandi, en eftir að
Quinn skilur við Edie leggst hún í
fíkniefnaneyslu og að lokum svipt-
ir hún sig lífi. Dylan er alveg æfur
yfir þessu og segist ekki ætla að
sitja aðgerðarlaus á meðan honum
er gefið að sök að bera ábyrgð á
dauða manneskju. Lög-
fræðingar Dylans hafa
sent framleiðendum
myndarinnar bréf þar
sem þeir krefjast þess að
myndinni verði breytt,
frumsýningu frestað og
að persónan Billy Quinn
verði fjarlægð að öllu
leyti. Enn hafa ekki borist
svör við kröfum Dylans, en þeirra
er að vænta á næstu dögum. Svart-
höfði sjálfur, Hayden Christensen,
fer með hlutverk Billy Quinn, Guy
Pearce leikur Andy Warhol og
breska ungstirnið Sienna Miller
leikur Edie.
Bob hótar málssókn og látum