Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 38
U
ndurfögur og heillandi“ segir
tónlistargagnrýnandi Frétta-
blaðsins um Seríu, nýju sóló-
plötu Skúla Sverrissonar.
Skúli Sverrisson er hógvær
maður mjög og því hefur ekki
farið mikið fyrir honum hérlendis þó hann
eigi langan og glæstan feril að baki. Upp-
hafið að Seríu var band sem Skúli setti
saman á Íslandi með Ólöfu Arnalds á fiðlu,
Hildi Guðnadóttur á selló, Jóhanni Jóhanns-
yni á orgel og Hilmari Jenssyni á gítar.
„Ég setti saman þetta band fyrir Blonde
Redhead tónleika hér á Íslandi fyrir tveim-
ur árum. Það var bara gert í flýti og ég var
ekki að hugsa um neina plötu þá. Ég fékk
það fólk sem mér finnst vera að gera áhuga-
verða hluti í tónlist á Íslandi. Ég hef unnið
með Hilmari og Jóhanni lengi. Ég hafði
kynnst tónlist Ólafar og Hildar og haft mik-
inn áhuga á því sem þær eru að gera. Ég
vildi setja saman band með sérstakri hljóð-
færaskipan og það hentaði þessari tónlist
mjög vel að hafa selló, orgel og gítar.“
Plötuna er erfitt að tengja við ákveðna tón-
listarstefnu, enda er Skúli ekki hrifinn af
því að flokka tónlist í stefnur. „Eigum við
ekki bara að segja að þetta sé tónlist. Mér
leiðast flokkadrættir í tónlist og það getur
haft hamlandi áhrif á tónlistarsköpun að
vera fastur í einhverjum flokki eða að þurfa
að skilgreina það sem maður er að gera og
vinna innan ákveðins ramma. Þegar maður
fæst við sköpun þá má ekki setja hömlur á
hana. Þetta er bara tónlist,“ er hann fljótur
að útskýra.
Platan er afskaplega falleg og sérstök.
Flest laganna byggja í grunninn á bassa-,
gítar- og dóbróleik Skúla sem er þó aðallega
bassaleikari.
„Ég vil ekki vera fastur í einum flokki
tónlistar og að sama skapi þá vil ég ekki
vera fastur á bassanum. Þessir tónlistar-
menn sem ég vinn með eiga það sameigin-
legt að geta gripið til ýmissa hljóðfæra. Ég
er fyrst og fremst bassaleikari en spila á
önnur hljóðfæri þegar svo ber undir. Ég vil
ekki takmarka mig við bassann.“
Skúli hefur safnað saman einvala liði
tónlistarmanna á þessari plötu og eru þetta
þeir tónlistarmenn sem hann hefur starfað
með hvað mest á ferlinum, bæði á Íslandi og
í New York. Svo sem Anthony Burr, Amed-
eo Pace úr Blonde Redhead og Laurie And-
erson.
Sería er tilnefnd til Íslensku tónlistar-
verðlaunanna í flokknum Ýmis tónlist en
Skúli hefur áður unnið Íslensku tónlistar-
verðlaunin þá aðallega í flokki djasstónlist-
ar.
„Mér finnst auðvitað alveg frábært að
vera tilnefndur fyrir plötu ársins, ég er
mjög ánægður með það. Mér finnst fínt að
vera tilnefndur í flokknum Ýmis tónlist. Ég
hef gaman af því að flakka á milli flokka.“
Skúli er einmitt staddur í New York þessa
dagana og vinnur við upptökur á nýrri
Blonde Redhead plötu og einnig að nýrri
plötu fyrir Laurie Andersson, sem er einnig
þekkt sem eiginkona goðsagnarinnar Lou
Reed. Skúli hefur búið og starfað í Banda-
ríkjunum í um tuttugu ár. Hann fór 19 ára út
til Boston til að læra bassaleik í Berkeley
College of Music og flutti þaðan til New
York. „Ég einblíndi aðallega á að læra djass-
tónlist, útsetningar, tónsmíðar og ýmislegt
sem tengist því. En ég var líka að komast í
kynni við aðra tónlistarmenn og fór að
starfa mjög fljótt í Boston.“
Bassinn var það hljóðfæri sem Skúli
hafði mestan áhuga á og hefur enn. „Erlenda
pressan hefur lýst þér sem einum sérstak-
asta bassaleikara í heiminum í dag. Geturðu
útskýrt hvað gerir þig svona sérstakan tón-
Laugardagur
» Sneisafullur helgarkafli í Fréttablaðinu frá blaðsíðu 38 til 75
Bassaleikarinn Skúli Sverrisson er kannski ekki „frægur“ á Íslandi en hann er
samt sem áður einn mesti afburðarmaður Íslendinga í tónlist. Ferill hans spannar
yfir tuttugu ár, lengst af hefur hann verið búsettur í New York en heimurinn er
leikvöllurinn. Sólóplata hans Sería er nýkomin út á Íslandi og Hanna Björk Vals-
dóttir reyndi að skyggnast inn í heim þessa merka tónlistarmanns.
Umræðan um að-
skilnað ríkis og kirkju
hér á landi á sér
hliðstæðu í mörgum
Evrópuríkjum. » 46
Það var handagangur
í öskjunni þegar dyr-
unum að listakaup-
stefnunni Art Basel
Miami Beach var
lokið upp. » 52
Hvernig er
jólahald þeirra
sem eru utan
þjóðkirkjunnar?
» 56
Ekki spurning
um að slá í gegn