Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 38
U ndurfögur og heillandi“ segir tónlistargagnrýnandi Frétta- blaðsins um Seríu, nýju sóló- plötu Skúla Sverrissonar. Skúli Sverrisson er hógvær maður mjög og því hefur ekki farið mikið fyrir honum hérlendis þó hann eigi langan og glæstan feril að baki. Upp- hafið að Seríu var band sem Skúli setti saman á Íslandi með Ólöfu Arnalds á fiðlu, Hildi Guðnadóttur á selló, Jóhanni Jóhanns- yni á orgel og Hilmari Jenssyni á gítar. „Ég setti saman þetta band fyrir Blonde Redhead tónleika hér á Íslandi fyrir tveim- ur árum. Það var bara gert í flýti og ég var ekki að hugsa um neina plötu þá. Ég fékk það fólk sem mér finnst vera að gera áhuga- verða hluti í tónlist á Íslandi. Ég hef unnið með Hilmari og Jóhanni lengi. Ég hafði kynnst tónlist Ólafar og Hildar og haft mik- inn áhuga á því sem þær eru að gera. Ég vildi setja saman band með sérstakri hljóð- færaskipan og það hentaði þessari tónlist mjög vel að hafa selló, orgel og gítar.“ Plötuna er erfitt að tengja við ákveðna tón- listarstefnu, enda er Skúli ekki hrifinn af því að flokka tónlist í stefnur. „Eigum við ekki bara að segja að þetta sé tónlist. Mér leiðast flokkadrættir í tónlist og það getur haft hamlandi áhrif á tónlistarsköpun að vera fastur í einhverjum flokki eða að þurfa að skilgreina það sem maður er að gera og vinna innan ákveðins ramma. Þegar maður fæst við sköpun þá má ekki setja hömlur á hana. Þetta er bara tónlist,“ er hann fljótur að útskýra. Platan er afskaplega falleg og sérstök. Flest laganna byggja í grunninn á bassa-, gítar- og dóbróleik Skúla sem er þó aðallega bassaleikari. „Ég vil ekki vera fastur í einum flokki tónlistar og að sama skapi þá vil ég ekki vera fastur á bassanum. Þessir tónlistar- menn sem ég vinn með eiga það sameigin- legt að geta gripið til ýmissa hljóðfæra. Ég er fyrst og fremst bassaleikari en spila á önnur hljóðfæri þegar svo ber undir. Ég vil ekki takmarka mig við bassann.“ Skúli hefur safnað saman einvala liði tónlistarmanna á þessari plötu og eru þetta þeir tónlistarmenn sem hann hefur starfað með hvað mest á ferlinum, bæði á Íslandi og í New York. Svo sem Anthony Burr, Amed- eo Pace úr Blonde Redhead og Laurie And- erson. Sería er tilnefnd til Íslensku tónlistar- verðlaunanna í flokknum Ýmis tónlist en Skúli hefur áður unnið Íslensku tónlistar- verðlaunin þá aðallega í flokki djasstónlist- ar. „Mér finnst auðvitað alveg frábært að vera tilnefndur fyrir plötu ársins, ég er mjög ánægður með það. Mér finnst fínt að vera tilnefndur í flokknum Ýmis tónlist. Ég hef gaman af því að flakka á milli flokka.“ Skúli er einmitt staddur í New York þessa dagana og vinnur við upptökur á nýrri Blonde Redhead plötu og einnig að nýrri plötu fyrir Laurie Andersson, sem er einnig þekkt sem eiginkona goðsagnarinnar Lou Reed. Skúli hefur búið og starfað í Banda- ríkjunum í um tuttugu ár. Hann fór 19 ára út til Boston til að læra bassaleik í Berkeley College of Music og flutti þaðan til New York. „Ég einblíndi aðallega á að læra djass- tónlist, útsetningar, tónsmíðar og ýmislegt sem tengist því. En ég var líka að komast í kynni við aðra tónlistarmenn og fór að starfa mjög fljótt í Boston.“ Bassinn var það hljóðfæri sem Skúli hafði mestan áhuga á og hefur enn. „Erlenda pressan hefur lýst þér sem einum sérstak- asta bassaleikara í heiminum í dag. Geturðu útskýrt hvað gerir þig svona sérstakan tón- Laugardagur » Sneisafullur helgarkafli í Fréttablaðinu frá blaðsíðu 38 til 75 Bassaleikarinn Skúli Sverrisson er kannski ekki „frægur“ á Íslandi en hann er samt sem áður einn mesti afburðarmaður Íslendinga í tónlist. Ferill hans spannar yfir tuttugu ár, lengst af hefur hann verið búsettur í New York en heimurinn er leikvöllurinn. Sólóplata hans Sería er nýkomin út á Íslandi og Hanna Björk Vals- dóttir reyndi að skyggnast inn í heim þessa merka tónlistarmanns. Umræðan um að- skilnað ríkis og kirkju hér á landi á sér hliðstæðu í mörgum Evrópuríkjum. » 46 Það var handagangur í öskjunni þegar dyr- unum að listakaup- stefnunni Art Basel Miami Beach var lokið upp. » 52 Hvernig er jólahald þeirra sem eru utan þjóðkirkjunnar? » 56 Ekki spurning um að slá í gegn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.