Fréttablaðið - 16.12.2006, Síða 81

Fréttablaðið - 16.12.2006, Síða 81
Hope segist halda hátíð á jólum eins og flestir aðrir Íslending- ar. „Við erum með jólatré, skreyt- um með ljósum og gefum gjafir þannig að við höldum jól á ákveð- inn hátt,“ segir Hope og bætir því við að eiginmaður hennar sé Íslendingur og hafi því alist upp við að halda jól. „Við gerum svona málamiðlanir og veljum og höfn- um. Það sem okkur finnst skemmti- legt að gera, það gerum við,“ segir Hope og bendir á að Íslendingar noti ekki kristilegt orð yfir jólin sem ættu heldur að kallast Krists- messa. „Siðmennt sem slík er ekki með hátíðaralmanak því við erum húm- anistafélag. Siðmennt er lífsskoð- unarfélag með skynsemi og sið- fræði að leiðarljósi en þar er ekki sérstök hefð fyrir að halda upp á einhverjar hátíðir.“ Hope segir fólki innan Sið- menntar vera frjálst að gera það sem það vill samkvæmt sinni sann- færingu og tilfinningu enda leggi Siðmennt engar línur með slíkt. Aðspurð hvort Siðmennt haldi borgaraleg jól í samræmi við borgaralegar athafnir félagsins segir Hope: „Ég myndi nú ekki segja það enda hef ég aldrei hugs- að það þannig.“ Hope segir menninguna í kring- um jólin á Íslandi vera alltof ofsa- fengna. „Þetta er mjög öfgakennt hér á landi því það heldur áfram í nokkra mánuði á eftir. Fólk vinnur varla í desembermánuði því það er allt svo brjálæðislegt. Svakaleg efnishyggja og allt mjög öfgakennt þannig að boðskapurinn hlýtur að missa marks. Sjálf er ég frá New York og er vön því að jólin standi bara yfir í einn dag,“ segir Hope. Jól eins og aðrir Við múslimar höldum ekki jól,“ segir Salmann Tamimi en bætir við: „Við gleðjumst samt með vinum okkar og nágrönnum og borðum góðan mat alveg eins og hinir.“ Salmann segir að honum finnist gaman á jólunum og skemmtilegt að sjá alla þessa ljósadýrð í bænum. „Jólin hafa ekkert trúarlegt gildi hjá okkur heldur viljum við bara vera með. Ég sé fólk í góðu skapi, börn sem fullorðna og það er alveg stórfínt,“ segir Salmann en ein trú- arhátíð múslima er eftir föstumán- uðinn, ramadan. „Ramadan er á breytilegum tíma því hann fer eftir tunglárinu og var þetta árið í októb- er. Svo er stærsta trúarhátíðin hjá okkur þann 26. desember og þá fer fólk gjarnan í pílagrímsferðir til Mekka,“ segir Salmann og bætir því við að þetta árið slái múslimar tvær flugur í einu höggi því jólin og alad- ha renni saman. „Á aladha-hátíðinni er haldið upp á það þegar guð færði Abraham lamb til að fórna í stað þess að fórna syni sínum Ismael.“ Salmann segist aldrei hafa upplif- að sig utanveltu á jólum þrátt fyrir að vera ekki kristinnar trúar. „Við höld- um hátíð líka og tökum okkur frí frá vinnu þó jólin lendi ekki á okkar hátíð. Gleðin breiðist út yfir samfé- lagið og það er mjög gaman að því.“ Skemmtileg ljósadýrð kertastjaka og er táknrænt fyrir kraftaverkið í Gamla testament- inu þegar olían sem átti að endast í einn dag, entist í átta daga. „Ég held að allir gyðingar sem búa á Íslandi haldi jól enda er eiginlega ekki hægt fyrir strangtrú- aða gyðinga að búa á Íslandi. Hér er ekki til þessi sérstaki matur sem þarf að hafa en þá er dýrum slátrað á sérstakan hátt og þau verkuð á sér- stakan hátt. Síðan er það sabbat á föstudagskvöldum sem hefst við sól- arlag en á sumrin sest sólin ekki á Íslandi þannig að þetta er mjög flók- ið,“ útskýrir Judith. „Þess vegna eru þeir gyðingar sem búa hér á landi ekki strangtrúaðir.“ Judith finnst jólahaldið hér á landi mjög hátíðlegt og fallegt. „Þetta er góð hátíð fyrir fjölskyld- ur. Börnin mín eru að mestu alin upp í kristni en elsti sonur minn ákvað að fara í gegnum bar mits- vah, sem er ferming hjá gyðing- um,“ segir Judith.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.