Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 108
Það eru alltaf einhver ákveðin föt í eigu hvers og eins sem hafa sérstakt tilfinningalegt gildi. Það eru fötin sem hafa sögu á bak við sig og maður mun aldrei henda, sama hvað gerist. Oft fer það eftir gefanda eða tímabili sem maður klæddist viðkomandi flík og skiptir engu máli þótt hún komi aldrei aftur í tísku. Ég á nokkrar svona flíkur inni í fataskáp og alltaf þegar ég rek augun í þær þá fyllist ég nostalgíu og fæ bros á vör. Þetta er eins og nokkurs konar dagbók fyrir mig til að minna mig á allt sem ég hef gert í gegnum tíðina. Ég hef aldrei átt svona litla læsta bók með atburðum líðandi stundar þannig að þetta er besta leiðin fyrir mig til að muna öll litlu smáatriðin. Árshátíðarkjólnum úr sundbolaefninu sem ég var í á minni fyrstu árshátíð í gagnfræðiskóla dettur mér ekki í hug að henda, ég man hvað mér fannst ég glimrandi fín í sundbolakjól og buffaló skóm að dansa minn fyrsta vangadans á ævinni. Eða lopapeysan sem mamma prjónaði á mig og ég fékk í jólagjöf við dræmar undirtektir. Ermarnar aðeins of stuttar, hálsmálið aðeins of þröngt og mig klæjar undan henni en samt mun ég aldrei láta hana frá mér. Fermingarkjóllinn góði mun heldur aldrei verða notaður á ný en hann mun aldrei fara í ruslið. Vinur minn seildist meira að segja ofan í ruslatunnuna hjá foreldrum sínum til að ná í forlátan klút sem átti sér mikilvæga sögu, móðgaður yfir framferði foreldra sinna að ætla að henda klútnum. Nú hangir klúturinn í hans fataskáp fyrir hann að rifja upp gamla skemmtilega tíma. Þetta er alveg eins og með ákveðna lykt og lög, minna mann á gamla tíma. Það er nauðsynlegt í hraða nútímans að hafa eitthvað til að fara með mann aftur um nokkur ár og oft bara til að minna mann á hversu oft maður hefur verið gangandi tísku- slys. Að standast tímans tönn Veik fyrir Marc Jacobs, djúprauðum lit og skóm Fyrir jólin er ekki bara nóg að finna sér fallegan kjól heldur skiptir einnig máli að klæðast fínum undirfötum. Þótt enginn sjái hvað er fyrir innan þá er mjög þægilegt að vita af því sjálfur að maður sé í svakalegum undirföt- um. Korselett eru að komast aftur í tísku með upphafningu kvenleik- ans. Oftar en ekki voru þau talin klámfengin fyrr á tíðum og ekki fyrir venjulega konu að klæðast. Þau skutu fyrst upp kollinum á þriðja áratugnum og voru ætluð til að halda maganum inni og mjókka mittið, sem sagt ýkja hinn kvenlega vöxt til muna. Oft fylgja sokkabönd með, sem ætluð eru til að festa nælonsokka á. Það er um að gera að gefa sokkabuxunum frí og prófa eitthvað nýtt. Nú eru korselettin til í öllum undirfatabúðum sem og í nokkr- um tískuvöruverslunum enda nýj- asta tískubólan að klæðast gamal- dags korseletti eða sokkaböndum yfir gallabuxurnar og stutterma- bolinn. Skemmtileg fjölbreytni og eykur vissulega notagildið á þess- ari kynþokkafullu og kvenlegu flík. Kvenlegt og kynþokkafullt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.