Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 68
Það besta við jólin í huga Þórunnar Guðmundsdóttur söngkennara er tónlistin sem tengist hátíðinni enda syngur hún í Norræna húsinu á morg- un, kl. 15.15 á tónleikum sem heita Það besta við jólin. „Það eru einna helst jólatónleikar sem koma upp í hugann þegar minnst er á jól. Þegar ég var krakki kom það oft fyrir að ég og Ása systir mín vorum látnar spila saman á tónleikum í Tónlistar- skóla Kópavogs. Hún á píanó en ég á flautu og stressið hjá okkur birt- ist þannig að ég varð alveg náföl en hún varð rjóð eins og epli. Þannig vorum við eiginlega eins og rauð jól og hvít! Svo hafa þessi tengsl við nem- endatónleika haldið áfram eftir að ég byrjaði að kenna og margt skemmtilegt komið upp á í tengsl- um við þá. Ég hef lagt ríkt á við nemendur mína að halda áfram að syngja jafnvel þó textinn sé ekki á hreinu heldur reyna að skálda í eyðurnar. Einu sinni var ungur nemandi að syngja ítalskt lag af mikilli innlifun og steingleymdi textanum. Þá komu bara allar helstu matartegundir Ítala þar allt í einu við sögu, pitsa, lasagne og pepperóní. Þetta heitir að bjarga sér. Þá má geta þess að tveir nem- endur mínir eiga texta við lög sem ég flyt á tónleikunum á morgun. Annar er fyrrverandi nemandi, Þórunn Harðardóttir. Hún var að æfa lag fyrir jólatónleika við ensk- an texta sem henni þótti afspyrnu leiðinlegur og ég kastaði því fram í hálfkæringi að hún yrði bara að búa til nýjan. Í næsta tíma mætti hún með bráðsniðugan texta um hana Tótu sem er með heimtufrek- ari unglingum sem uppi hafa verið því á hennar óskalista er þriggja herbergja húsnæði í 101 og hitt og þetta. Ég bjó til nýtt lag við text- ann og hann fær að hljóma á morg- un. Á jólaföndurkvöldi í fyrra vorum við að ræða hina skemmti- legu jólasögu frá Katalóníu um fjárhirðinn sem missti af öllu gamninu af því hann þurfti að bregða sér afsíðis að svara kalli náttúrunnar. Á meðan komu engl- arnir og sögðu félögum hans að fara til Betlehem. Sá óheppni er kallaður á íslensku Hægðakarlinn eða Kúkalabbinn og var kveikjan að jólavísu sem Finnbogi Óskars- son nemandi minn sendi mér á jólakorti. Mér fannst sjálfsagt að búa til lag við hana og hvoru- tveggja lögin verða flutt nú á sunnudag.“ Systurnar eins og hvít jól og rauð jólaskrautið } S. 440-1800 www.kælitækni.is VITA-MIX Alvöru blandari fyrir sem gerir meira en bara að blanda! • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Auðvellt að þrífa • Hraðastillir Uppskriftabók fylgir og DVD diskur 10% afsláttur í de eða á meðan birgði Verð kr. 48.5 Almennt verð kr. 5 Okkar þekking nýtist þér ... Húsgögn og gjafavara Skeifan 3A við hlið Atlantsolíu 108 Reykjavík Sími: 517 3600 • Fax: 517 3604 mylogo@mmedia.is www.local1.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.