Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 82
Þ að er ekki ósvipað með andlát Díönu prinsessu og morðið á Kennedy Bandaríkja- forseta, að margir sem upplifðu þessa atburði muna gjörla hvar þeir voru staddir þegar þeim bárust fréttirn- ar. Díana prinsessa var enda ein þekktasta kona heims á þessum tíma ekki síst vegna allra þeirra erfiðleika og umfjöllunar sem hjónaband hennar og síðan skilnað- ur við Karl ríkisarfa í Bretlandi, hafði fengið. Óhætt er að segja að í öllu því máli hafi almenningsálitið verið á bandi Díönu og hún var elsk- uð og virt af fólki um allan heim, nokkuð sem breska konungsfjöl- skyldan getur ekki státað sig af. Samt var Díana enginn engill eins- og síðar hefur komið í ljós en það sýnir fyrst og fremst að hún var mannleg og gerði sín mistök einsog við öll og var óhrædd við að viður- kenna þau, ólíkt tengdafólkinu fyrrverandi. Og kannski voru það mistök sem urðu henni að aldurtila, þessa örlagaríku nótt í París undir lok ágúst 1997. Í öllu falli urðu henni á þau mistök eða aðgæsluleysi að spenna ekki á sig bílbeltið í bílnum hjá Henry Paul; læknar segja að hún hefði mjög líklega lifað slysið af hefði hún verið í bílbelti. En hvað er það sem gerir það að verkum að orðrómur um að slysið hafi ekki verið slys, heldur morð, er svo sterkur að enn tæpum tíu árum eftir atburðinn eru menn að skoða hann ofan í kjölinn? Fyrst kemur það að faðir Dodis Al Fayed, elskhuga Díönu, hefur verið ötull við að halda samsæris- kenningum á lofti. Mohamed Al Fayed er einn ríkasti maður Bret- lands og þótt víðar væri leitað og fyrir utan þá þungbæru raun að missa son sinn í þessu hörmulega slysi, hefur hann átt í útistöðum við bresk stjórnvöld út af ýmsu svo sem ríkisborgarararétti og við- skiptaumsvifum sínum. Hann telur sig því hafa fyllstu ástæðu til að gruna bresk stjórnvöld um græsku. Honum hefur hins vegar orðið lítt ágengt, annað en að draga þessa hörmungarsögu á langinn. Allar tilraunir hans til að tortryggja rannsókn franskra stjórnvalda sem og breskra á slysinu hafa að engu orðið. Og sama er að segja um ýmsar kenningar og yfirlýsingar hans um slysið og aðdraganda þess, svo sem að Díana hafi verið ólétt eftir Dodi er hún lést og að hún og Dodi hafi ætlað að tilkynna opinberlega um trúlofun sína kvöldið sem slysið varð. Ekkert af þessu hefur fengist staðfest, þvert á móti hafa bæði franskar og breskar læknaskýrslur borið að prinsessan var ekki ófrísk er hún lést og enginn af kunningjum eða vinum Díönu trúir því að hún myndi taka svo stóra ákvörðun og trúlofa sig án þess að ráðfæra sig við nokkurn af nánastu vinum sínum. Allt frá upphafi hefur Al Fayed reynt að kenna öllum öðrum en bíl- stjóranum Henry Paul um slysið, þrátt fyrir að ítrekuð sýnataka úr líki bílstjórans hafi leitt í ljós að hann var bæði undir áhrifum áfengis og lyfja er slysið varð. Nú síðast í þessum mánuði var staðfest með DNA-greiningu að þau sýni sem áður höfðu verið tekin úr líki Henrys Paul, og niðurstöður rannsókna byggðust á, væru sannar- Dauði Díönu prinsessu Á næsta ári eru tíu ár liðin frá því Díana prinsessa beið bana í því sem marg- ir segja þekktasta bílslys sögunnar. Enn þann dag í dag eru menn ekki á eitt sáttir um orsakir slyssins, var þetta slys eða var þetta glæsilega unga fólk myrt með köldu blóði. Sigurður Þór Salvarsson kynnti sér sögu ráðgátunnar um dauða Díönu prinsessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.