Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 118
Birgir Leifur Hafþórsson lék
vel í gær á Opna Suður-Afríku-
mótinu í golfi sem fram fer í Port
Elizabeth. Birgir Leifur lék á
þremur höggum undir pari í gær
og slapp með því í gegnum niður-
skurð. Birgir Leifur mun því spila
tvo hringi til viðbótar um helgina.
Birgir Leifur lék fyrsta hring-
inn í fyrradag á tveimur höggum
yfir pari og þurfti því á góðu spili
að halda í gær. Það gekk eftir og
Birgir Leifur lék mjög vel í gær.
Hann lék fyrstu níu holurnar á
einu undir pari og í fínum málum
Þegar Birgir Leifur hafði leikið
sextán holur var hann á þremur
höggum undir pari en á sautjándu
og næstsíðustu holunni fékk Birg-
ir Leifur skolla og var því á pari
samtals fyrir síðustu holuna, en
hann fékk tvöfaldan skolla á þeirri
holu á fyrsta degi.
Birgir Leifur hélt þó ró sinni og
fékk fugl á síðustu holunni sem
tryggði honum áframhaldandi
keppni á mótinu. Hann var því að
vonum ánægður þegar Fréttablað-
ið náði tali af honum í gær.
„Það var gaman að ná að stimpla
sig aðeins inn og þetta var mjög
mikilvægt svona áður en ég fer í
frí. Ég var að slá betur í dag og
hitta nær stönginni. Ég var að vísu
ekki að nýta þau færi nægilega
vel. Ég var að spila mun betur en
skorið segir til um. Ég hefði viljað
setja niður nokkur pútt t.d. á
fyrstu níu holunum, ég var að spila
virkilega vel þá.
Það er alltaf ákveðinn léttir að
komast í gegnum niðurskurð, þá
fær maður eitthvað borgað og
meiri reynslu. Sérstaklega svona
rétt fyrir frí, þá getur maður
andað aðeins léttar,“ sagði Birgir
Leifur og bætti við að hann getur
enn bætt sig fyrir framhaldið.
„Nú verður maður bara að
sækja og hafa gaman af þessu.
Þetta liggur bara upp á við núna.
Ef hlutirnir ganga vel á morgun
þá getur maður kannski komið sér
í góða stöðu.“
Spennan var mikil fyrir síðustu
holuna en Birgir Leifur sagði að
hann hafi ekki verið stressaður.
„Ég vissi að mér dugði að fara
hana á pari en fugl myndi vera
bónus. Það var auðvitað svekkj-
andi að fá skolla á par fimm holu
sem var algjör óþarfi. Ég var að
vísu svolítið óheppinn með legu á
boltanum,“ sagði Birgir Leifur
sem lék átjándu holuna á þremur
höggum í gær en á sex höggum
daginn áður.
„Það var mikill léttir að klára
þá holu. Mér leið ekkert vel fyrir
upphafshöggið, þannig lagað. Það
var líka bara gaman að sigrast á
því. Maður verður bara að halda
sig við það sem maður kann best
og láta vaða,“ sagði Birgir Leifur.
Patrik Sjoland er efstur fyrir
tvo síðustu hringina á tólf höggum
undir pari en einu höggi á eftir
honum eru Suður-Afríkumennirn-
ir Ernie Els og Trevor Immelm-
an.
Það vekur óneitanlega athygli
þegar staðan er skoðuð að á meðal
tíu efstu manna á mótinu fyrir tvo
síðustu hringina eru sex Suður-
Afríkumenn, tveir Svíar og tveir
Englendingar.
Birgir Leifur lék vel á Opna Suður-Afríkumótinu í gær og komst í gegnum nið-
urskurð. Birgir lék á þremur höggum undir pari og er samtals á einu undir.
Í gær var dregið í 32 liða
úrslit í Evrópukeppni félagsliða í
knattspyrnu. Ríkjandi meistarar
Sevilla eiga erfiðan leik fyrir
höndum en þeir mæta rúmensku
meisturunum Steaua Búkarest.
AZ Alkmaar, lið þeirra Grétars
Rafns Steinssonar og Jóhannesar
Karls Guðjónssonar, þurfa að
ferðast til Tyrklands þar sem þeir
mæta Fenerbahce. Tottenham,
hitt Íslendingaliðið í keppninni,
mætir Feyenoord frá Hollandi en
með Tottenham leikur Emil
Hallfreðsson.
Enska liðið Newcastle mætir
belgíska liðinu Zulte-Waregem og
Blackburn á erfiðan leik fyrir
höndum gegn þýska liðinu Bayer
Leverkusen.
Þá mætast Werder Bremen og
Ajax í leik sem klárlega verður að
teljast einn af leikjum 32 liða
úrslitanna.
Tottenham til
Hollands Pat Riley, þjálfari Miami
Heat í NBA-deildinni í körfubolta,
lýsti því yfir fyrr í vikunni að
hann hefði áhuga á að fá Allen
Iverson til liðsins. Fyrrverandi
leikmaður LA Lakers og einn
besti körfuboltamaður allra tíma,
Erwin Magic Johnson, er efins
um að þau viðskipti séu góð fyrir
meistara Miami Heat.
„Það yrði erfið aðstaða af því
að Iverson er vanur að taka 30
skot í leik. Hjá Miami fær hann
ekki að taka 30 skot. Mun hann
sætta sig við það? Munu hinir
leikmennirnir sætta sig við að
hann einoki boltann því Iverson
þarf að hafa boltann til að skila
árangri,“ sagði Magic.
Miami Heat er eitt af mörgum
liðum sem lýst hafa áhuga á að fá
Iverson til liðs við sig en Iverson
fór á dögunum fram á að fara frá
liðinu.
„Ég væri ekki að gera skyldu
mína ef ég hefði ekki áhuga á
Allen Iverson. Það er það eina
sem ég hef að segja,“ sagði Riley.
Passar ekki inn
í leik Miami
Spænski ökuþórinn
Fernando Alonso mætti óvænt á
æfingu með McLaren-liðinu á
Jerez-brautinni á Spáni í gær.
Alonso hefur síðastliðin tvö ár
unnið heimsmeistaratitil ökuþóra
í Formúlu 1 með Renault en
skiptir yfir til McLaren á næsta
keppnistímabili.
Fyrr í mánuðinum fóru
forráðamenn McLaren fram á að
Alonso yrði leystur undan
samningi sínum sem bindur hann
við Renault til áramóta. Þeirri
beiðni var hafnað af Flavio
Briatori, liðsstjóra Renault.
„Ég vona að Alonso eigi góð jól
og slaki vel á í vetur því við
ætlum að vinna hann í vor,“ lét
Briatori hafa eftir sér.
Það kom því öllum í opna
skjöldu er Alonso mætti á æfingu
McLaren í gær og staðfesti
talsmaður liðsins að hann myndi
sinna tilraunaakstri fyrir liðið.
Alonso var klæddur í heilgalla
sem var laus við allar auglýsing-
ar.
Mætti á æfingu
McLaren
Þjálfarinn þarna úti var hálfgerður ræfill