Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 88
Á undan sinni samtíð, sönn skáldsaga er titill bókar Ellerts. Bókin er ekki mikil að vöxtum en undir- aldan er engu að síður þung. Þetta er glettin saga en glettnin er kaldhæðnisleg. Þetta er líka raunaleg saga í aðra röndina. Við lesturinn flýgur í gegnum huga lesandans hvort ekki hafi komið til greina hjá Ellert að skrifa ævisögu, svo margar eru vísanir hans til eigin ævi að það hlýtur að hafa verið nærtækt að gera upp við menn og málefni eftir litríka og fjölbreytta starfsævi. Af hverju að skrifa bók; svona bók? „Þetta er ekki mín ævisaga þó margt sé sótt í mitt lífshlaup,“ segir Ellert. „Bókin er byggð á reynslu sem sett er í kaldhæðnislegan bún- ing. Ég er þeirrar skoðunar að ævi- sögur séu oft skrifaðar eins og menn vilja að sín sé minnst en gefi ekki rétta mynd af lífshlaupi við- komandi. Að því leytinu eru slíkar æviminningar oft hreinar lygasög- ur. Miðað við lýsinguna sem ég gef af annarri aðalpersónu bókarinnar, Eggert Scheving, þá væri það nú ekki góður dómur sem ég kveð upp yfir sjálfum mér, svo ég kannast ekki við að þetta sé ævisaga mín. Ég get hins vegar ekki logið af mér ýmislegt sem varðar lífsferil Egg- erts en þetta er ekki ég heldur ýkt mynd af þeirri persónu sem var til eða gæti hafa verið til.“ Hvað mikið af sjálfum þér er í Eggerti? „Því er erfitt að svara en þar leynast sjálfsagt einhver kar- aktereinkenni. En ég er ekki sá vol- æðisvingull sem Eggert er í sög- unni. Persónurnar eru settar í umhverfi sem hægt er að brosa að þegar maður lítur til baka, þó það hafi ekki verið skemmtilegt meðan á því stóð. Ég er stoltur af mínu lífs- hlaupi. Það má þó bæta því við að lífsferill Guðbjörns í bókinni er þó allur sannur að heitið getur.“ Margir eru leiksoppar örlaganna og eru verkfæri í höndum annarra. Þessu kemur Ellert fádæma vel til skila í lýsingum sínum á því tíma- bili í sögu þjóðarinnar sem ein- kenndist af flokksræði og forsjár- hyggju, en sagan gerist á æviskeiði höfundar sem fæddur er í heims- styrjöldinni síðari. „Það komst eng- inn neitt í þjóðfélaginu nema þekkja mann og annan og vera í flokki. Þú varðst að vera dyggur stuðnings- maður í gegnum þykkt og þunnt. Þetta var samfélag geðþóttaákvarð- ana sem byggðist á duttlungum þeirra sem réðu. Bókin er í aðra röndina lýsing á þessu ástandi. Er það ekki ágætt að hafa kómik til að geta séð þetta ástand með þessum augum þegar maður hefur verið innherji sjálfur.“ Í bókinni er því lýst hvernig sögu- persónan Eggert er hundsuð með öllu af fyrrum félögum úr stjórn- málum vegna þess að hann „sveik málstaðinn“. Ekki er við hann rætt, honum er ekki heilsað á götu né til hans litið. Þarna hlýtur Ellert að vera að lýsa eigin reynslu, er það ekki? „Þarna er verið að greina frá einstaklingum þar sem ekki eru notuð rétt nöfn. En fólk getur fljótt áttað sig á um hverja er rætt. Það er miklu skemmtilegra fyrir fólk að lesa bókina og velta því fyrir sér hver á í hlut hverju sinni. Orðskýr- ingar eru óþarfar. Ég dreg ályktan- ir af þessari flokkshollustu sem var mjög ríkjandi og er enn. Ég reyni að draga fram þá sér- kennilegu stöðu að þeir sem ákaf- ast telja sig vera að verja frelsið, virða ekki þau grundvallarréttindi, sem felast í frelsinu að geta skipt um skoðun. Ég hef alltaf haldið að allt talið um frelsið snúist ekki um að græða peninga heldur að þora að þroskast til annarra skoðana. Eins og Halldór Laxness sagði þá er engum hollt að ganga með stein- barn í maganum. En það verða vin- slit hjá Eggerti í bókinni og meira segi ég ekki um það.“ Þegar á Ellert er gengið með þrjóskuna að leiðarljósi segir hann: „Ef ég væri að vísa til eigin lífs- reynslu, sem að mörgu leyti endur- speglast í bókinni, þá verður að hafa hugfast að enginn flýr sjálfan sig. Auðvitað henti það mig að breyta viðhorfum mínum til stjórn- mála á Íslandi. Maður fann fyrir því að það andaði köldu. Annars ítreka ég að það er ekki aðalatriðið í þessari bók, hver sé hver, heldur umhverfið og upplifunin, sem verið er að fjalla um. Söguhetja Ellerts, hann Eggert, deilir þeirri reynslu með skapara sínum að setjast á þing. Þar situr hann um árabil. Tilfinning lesand- ans er sú að kraftar söguhetju Ell- erts hefðu kannski nýst betur á öðrum vettvangi og þannig sé farið um marga aðra samferðamenn hans á löggjafarsamkundunni. „Þarna voru áhrifin og völdin sem og tækifærin til að láta gott af sér leiða. Það kom til af miðstýr- ingu og sterkri stöðu flokkanna. Þetta var vettvangur fólks með metnað sem ólst upp á þessum tíma. Það hefur margur efnilegur maðurinn þó rekið sig á það að þegar inn fyrir dyrnar er komið, að framinn getur verið háður því að þú sért flokkshollur og þægur og látir stjórnast af hagsmunum flokksins frekar en þinni eigin sannfæringu. Þetta hefur verið banabiti margra. Ekki að þeir hafi hætt í stjórnmálum heldur komist til áhrifa undir þessum formerkj- um. Ég held að það sé ekki eftir- sóknarvert. Hvað mig varðar var það helst ástæðan fyrir því að ég gafst upp á stjórnmálum á sínum tíma.“ Ellert lítur ekki á sig sem rithöfund og segist ekki vera að reyna að hasla sér völl sem slíkur. Hann hefur engu að síður skrifað mikið um ævina. Bókin er skrifuð í sama anda og Ellert hefur skrifað marga sína pistla. Þar er komið beint að efninu og engum tíma eytt í óþarfa orðagjálfur. Hann ritstýrði DV í fimmtán ár og hefur skrifað fasta dálka í Morgunblaðið og Frétta- blaðið um langt skeið. Þjálfun hans er því ekki síst blaðamennskan sem krefst þess að höfð séu hröð hand- tök og hann sver það ekki af sér. „Ég eyddi kannski of stuttum tíma í að skrifa bókina. En ég er fljótur að skrifa ef því er að skipta. Þessi saga hefur á vissan hátt verið að gerjast lengi í mér og einstaka kaflar runnu því létt úr pennanum. En eftir að ég hætti sem forseti Íþróttasambands Íslands síðastlið- ið vor hef ég haft tíma til að ein- beita mér að skriftum.“ Ellert segir að hann hafi ekki hugsað um útgáfu meðan á ritun bókarinnar stóð heldur hafi útgef- andinn „komist í handritið“, og sýnt verkinu áhuga. Hann hafi því látið til leiðast. „Þetta er nýr kafli í mínu lífi á vissan hátt, en hvernig bókin fellur lesendum er annað mál.“ „Ég hvet fólk til þess í lok bókar- innar að ef það kannast við sig þá brosi það af þessu sem skemmti- legri hlið á sínu lífi og taki sig ekki of alvarlega. Það hefur enginn firrst við og þeir sem hugsanlega koma þarna við sögu hafa vonandi eins gaman af sögunni og ég hafði af því að skrifa hana,“ segir Ellert aðspurður um fjölda nafna í bók- inni sem reyna á minni og hug- myndaflug lesandans. Svo eru aðrar söguhetjur sem ekki eru skírðar upp. Var höfundur að skrifa sig frá óuppgerðum hlutum sem gerst hafa í hans lífi eða er um stíl- bragð að ræða? „Ég sit ekki uppi með neina þykkju né illindi og er mjög sáttur við allt mitt lífshlaup og er í sátt við alla. Ég á ekkert óuppgert. Hitt er annað að ég þekkti til þessarar kostulegu ævi manns sem Guð- björn er byggður á, og lífshlaupi Eggerts varð því að gera skil einn- ig. Þeir eru samferðamenn og vinir sem hafa komið víða við og samspil þessarar reynslu hentaði til að segja þessa sögu. Hvatinn var ekki síst húmorinn í sjálfum mér, og eins og alþekkt er þá deyja menn oft frá góðum sögum. Ég vildi ekki láta það henda mig.“ Ellert er með margar sögur í mag- anum og bókin sem nú er komin út gæti verið upphafið að einhverju meiru. „Ég hef fleiri yrkisefni. Ég hef alltaf haft gaman af því að skrifa og hef fengið góð viðbrögð frá þeim sem hafa gefið sér tíma til að kíkja í bókina. En það er með bækur og pistla- skrif, að þegar manni finnst vel til takast, þá er það ekki endilega stíll- inn eða textinn, heldur hugsunin og efnið sem verið er að fjalla um. Til- finningin, kímnin, hugurinn, sem stýrir pennanum. Það er þetta sem þarf að komast til skila. Manneskj- an í okkur sjálfum. Maðurinn á bak við textann. Þetta lærði ég í blaða- mennskunni forðum. Hún hefur alla tíð blundað í mér og ef einhver spyr, hvers vegna þessi skrif, þá er svarið: ég er kominn heim, aftur á minn gamla heimavöll.“ Að deyja ekki frá góðri sögu Myrkrið grúfir yfir vesturbæ Reykjavíkur og í huga blaðamanns myndar það viðeigandi andstæður við hvítt snjóteppið sem ligg- ur yfir öllu. Það er ekki bara borgarhlutinn sem gerir andstæðurnar viðeigandi heldur ekki síður viðmælandinn. Svavar Hávarðs- son tók hús á Ellert B. Schram alþingismanni, ritstjóra, íþróttafrömuði og nú síðast rithöfundi. Ég reyni að draga fram þá sérkennilegu stöðu að þeir sem ákafast telja sig vera að verja frelsið, virða ekki þau grund- vallarréttindi, sem felast í frelsinu að geta skipt um skoðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.