Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2006, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 16.12.2006, Qupperneq 46
F yrir meira en öld sam- þykktu Frakkar tíma- mótalöggjöf þar sem ákvörðun var tekin um aðskilnað ríkis og kirkju. Í kjölfarið brutust út óeirðir, páfi fordæmdi ákvörðunina opinberlega og lýsti henni sem „stórhættulegum mis- tökum“. Síðan er tilfinningahitinn löngu kulnaður en grundvallarspurning- in er enn við lýði. Rökræður um trúmál, stjórnmál og þjóðmál – og hvernig þau hanga öll saman – krefjast æ meiri athygli víða um Evrópu og hafa varla nokkru sinni fyrr þótt jafnaðkallandi og nú. Umræðan snýst ekki lengur aðeins um það hvort herða eigi á eða losa um sambandið milli hins veraldlega og trúarlega. Nýr vink- ill er kominn á umræðuna: íhalds- samir trúarhópar vilja halda enn fastar í hina kristnu arfleifð Evr- ópu en aðrir spá því að tilraunir til þess að innlima íslömsk samfélög betur verði til þess að hlutverk trúarinnar í samfélaginu muni breytast. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur er einn þeirra sem talað hafa fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á Íslandi um langt skeið. Hann segir það fyrst og fremst mannréttindasjónarmið, jafnræðissjónarmið og lýðræðis- leg sjónarmið, sem ráði þar um. Hann segir gagnrýni sína á fyrir- komulagi íslensku þjóðkirkjunnar byggjast á kristnum forsendum og það yrði kristinni trú til góðs ef skilið yrði á milli ríkis og kirkju hér á landi. Séra Hjörtur segir að ríkiskirkjur séu alls staðar í heim- inum að missa trúverðugleika sinn vegna þess hvernig þær hafa verið þátttakendur í stjórnmálum og styrjöldum. „Evrópa er sú heimsálfa sem er hvað mest andsnúin kristinni trú en það er meðal annars vegna þess að þar hafa verið nánari tengsl milli ríkis og kirkju en tíðkast ann- ars staðar,“ segir séra Hjörtur. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur á Borg á Mýrum, segir að hugtakanotkun skipti verulegu máli þegar verið sé að ræða um aðskilnað ríkis og kirkju. Með þjóðkirkjulögunum 1997 hafi þjóð- kirkjan fengið aukið sjálfstæði, kirkjuþing varð sjálfstæð stofnun og um leið löggjafarstofnun kirkj- unnar. Með lögunum hafi kirkju- þing fengið fullt frelsi, áður hafi það verið ráðgjafaþing fyrir Alþingi en hefur nú fullt umboð til þess að stýra kirkjunni. „Það sem eftir stendur eru formleg tengsl,“ segir séra Þor- björn Hlynur. Hann bendir á að þjóðkirkjan sé eina trúfélagið sem hafi um sig rammalöggjöf. „Það skiptir máli þar sem um jafnstórt trúfélag er að ræða og þjóðkirkjan er, með um 90 prósent þegnanna innan Æ fleiri Evrópuþjóðir kjósa aðskilnað ríkis og kirkju Stjórnarskrár Danmerkur og Finnlands gera ráð fyrir þjóðkirkjum. Í Danmörku er stjórnarskrárákvæðið nánast samhljóða ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar. En danska þjóðkirkjan er þó mun tengdari ríkinu en íslenska þjóðkirkjan. Danska kirkjan hefur enga miðstjórn, öll ráð hennar eru í höndum þjóðþingsins og kirkjumálaráðuneytisins. Ríkið innheimtir kirkjuskatt sem stendur undir rekstri kirkjunnar og safnaða hennar, en önnur trúfélög njóta ekki lögbundins stuðnings ríkisins. Kristinfræði er kennd í skólunum. Nemendur sem ekki tilheyra þjóðkirkjunni fá undanþágu frá þátttöku, en fáir notfæra sér það. Samstarf kirkju og skóla er náið. Í Finnlandi eru tvær þjóð- kirkjur. Lúterska kirkjan sem tæplega níutíu af hundraði landsmanna tilheyrir, og rétttrúnaðarkirkjan, sem hefur um fimmtíu þúsund meðlimi. Ríkið innheimtir kirkjuskatt til beggja kirkna, þjóðþingið setur þeim lög. Lúterska kirkjan hefur þó umtalsvert sjálfstæði og sterka fjárhagsstöðu. Eru engin lög sett um kirkjuna án sam- þykkis kirkjuþingsins, og þjóðþingið getur aðeins sam- þykkt lagafrumvörp kirkjuþings- ins, eða hafnað þeim. Trúfræðsla er á námskrá skólanna og skal veitt í samræmi við trúfélag nemandans. Ef minnst þrír nemendur í bekk eru utan trúfélaga ber að veita þeim svo nefnda „livsåskådingskunnskap“. Fulltrúar kirknanna taka þátt í mótun námskrár í trúfræðslu, þótt hún sé á ábyrgð og kostnað og undir forræði skólans. Í Noregi er ríkiskirkja samkvæmt stjórnarskrá. Ríkið greiðir laun og stendur undir starfsemi lúthersku kirkjunnar. Sveitarfélögin reka sóknarkirkj- urnar og starfsemi þeirra. Konungurinn og helmingur ráðherra í ríkisstjórn Noregs verða að tilheyra lútersku kirkjunni. Önnur trúfélög njóta þó margvíslegs stuðnings. Unnið er að því að efla trúfræðslu innan skólanna, að ríkið greiði fyrir trúaruppfræðslu sem þjóðkirkjan og önnur viðurkennd trúfélög annist. Svíþjóð skildi að ríki og kirkju og felldi ákvæði um þjóðkirkju út úr stjórnarskrá árið 2000. Þó er þar ákvæði um að þjóðhöfð- inginn verði að tilheyra lútersku kirkjunni. Þingið setur kirkjunni rammalög og ríkið greiðir umtalsverðar fjárhæðir til viðhalds kirkjubygginga. Ríkið innheimtir einnig sóknargjöld fyrir öll skráð trúfélög, og standa þau gjöld undir öllum rekstri trúfélaganna. Úr erindi Karls Sigurbjörns- sonar biskups sem birt var á Kirkjuvefnum 2003. Ríki og kirkja á Norðurlöndunum Umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju hér á landi á sér hliðstæðu í mörgum Evrópuríkjum. Þar snýst hún þó að miklu leyti um kristna arfleifð og innlimun nýrra trúarbragða í fjölmenningarlegt samfélag. Sigríður Dögg Auðunsdóttir skoðar tengsl og aðskilnað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.