Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 122

Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 122
 Sannkallaður topp- slagur verður í DHL-deild karla í dag þegar Valur tekur á móti HK í Laugardalshöllinni kl. 16. HK er í efsta sæti deildarinnar með fimmt- án stig en Valsmenn koma fast á hæla þeirra með stigi minna. Það þýðir að ef HK-menn vinna leikinn fara þeir í langt jólafrí með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. „Sannkölluð drauma- staða,“ segir Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari HK. „En við getum líka lent einu stigi á eftir Val ef við töpum og þá eru einnig hin liðin í deildinni farin að nálgast okkur mjög. Þetta er því ef til vill mikilvægasti leikurinn á tímabilinu til þessa,“ sagði Gunnar. „Það er vissulega góð gulrót fyrir okkur að geta komið liðinu í svo góða stöðu þegar langt frí er framundan.“ Heil umferð verður leikin í dag og svo tekur við frí vegna jóla og HM í Þýskalandi. Deildarkeppnin hefst á ný þann 11. febrúar. Liðin mættust í október síðast- liðnum í æsispennandi leik þar sem Valsmenn höfðu sigur með tveimur mörkum á lokamínútunni. Gunnar segir að liðið eigi harma að hefna frá þeim leik. „Við vorum virkilega svekktir eftir þann leik og eigum nú tæki- færi til að svara fyrir okkur. Ég býst þó ekki við að við breytum miklu í okkar leik á morgun án þess að ég vilji gefa upp öll okkar leyndarmál. Við erum búnir að undirbúa okkur vel alla vikuna og munum koma til með að selja okkur dýrt.“ Gunnar segir að Valur sé eina liðið sem HK hafi ekki unnið í vetur auk þess sem deildin hefur spilast þannig undanfarið að liðinu sem er í toppsætinu helst illa þar. „Tölfræðin sýnir ef til vill að Valur eigi að vinna þennan leik og er því okkar nú að snúa dæminu við.“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf- ari Vals, tekur í svipaðan streng og býst við hörkuleik enda um toppslag af bestu gerð að ræða. „Þetta er spurning um hvar maður verður á textavarpinu í tæpa tvo mánuði,“ sagði hann í léttum dúr. Þar að auki sagði hann að liðsins bíði erfið verkefni strax í febrúar, gegn Fram og ÍR á úti- velli og því mikilvægt að vinna nú. „Það er viðbúið í svona leik að bæði lið mæti kolvitlaus til leiks. Við vorum einnig ósáttir við leik- inn í haust, þar áttum við frábær- an fyrri hálfleik og áttum ekki að missa leikinn niður í þeim seinni.“ Hann segir að sér komi ekki á óvart að HK sé á toppi deildarinn- ar. „Þetta er gott lið sem á fylli- lega skilið að vera í toppbarátt- unni. Ég átti frekar von á því en að liðið yrði í fimmta sæti eins og því var spáð fyrir mót. Gunnar segir að allir leikmenn séu klárir í slaginn en Óskar býst við einhverjum afföllum. „Það kemur betur í ljós í kvöld,“ sagði hann í gær. „Við erum þó með það mikinn og góðan mann- skap að ég ætla ekki að kvarta yfir því.“ Valur tapaði illa fyrir Stjörn- unni um síðustu helgi og segir Óskar að það hafi verið einhver versta frammistaða liðsins undir sinni stjórn. „Ef við ætlum okkur eitthvað í þessu móti hljótum við að þurfa að sýna hvað í okkur býr gegn HK. Desember er alltaf erfiður, margir leikmenn eru í prófum og þess háttar, en vonandi er okkar slæmi desemberleikur kominn og farinn.“ Valur og HK eigast við í toppslag DHL-deildar karla í dag. Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari HK, segir leikinn þann mikilvægasta á tímabilinu til þessa. Vinni HK kemst liðið í þriggja stiga forystu á toppnum. Michael Carrick, leikmaður Manchester United, segir að leikmenn liðsins ætli ekki að láta hugrenningar og orðagjálfur Chelsea-manna hafa áhrif á eigið gengi. Liðin tvö eru stungin af í ensku úrvalsdeildinni og hefur United fimm stiga forskot á Chelsea. „Við vitum hvað við þurfum að gera,“ sagði Carrick. „Gengi okkar er algerlega undir okkur komið og hefur okkur gengið vel hingað til. Við munum engu breyta í okkar hugarfari og tökum bara einn leik fyrir í einu. Ég veit að það er gömul klisja en góð samt.“ Látum Chelsea ekki hafa áhrif Ryan Giggs segist vera vongóður um að enski landsliðs- maðurinn Owen Hargreaves gangi til liðs við Manchester United áður en um langt líður. Sjálfur hefur Hargreaves ítrekað sagt að hann vilji fara frá Bayern München en menn þar á bæ þvertaka fyrir að hann fari. „Hann myndi styrkja okkar lið mikið,“ sagði Giggs. „Hann er góður leikmaður og sýndi það á HM í Þýskalandi síðastliðið sumar.“ Vill Hargreaves ÁRITA Í DAG, LAUGARDAG kl. 18:30 í Hagkaupum, Kringlunni ÁRITA Á MORGUN, SUNNUDAG kl.: 14:00 í Skífunni, Kringlunni kl.: 15:00 í Skífunni, Smáralind Eigðu GÓÐ JÓL með BROOKLYN FÆV Inniheldur m.a. hin vinsælu lög, Sleðasöngurinn, Einmanna á jólanótt og Ó helga nótt. Sérstakur gestur: Ragnar Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.