Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 127

Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 127
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta er gleymda fólkið í þjóðfé- laginu,“ segir götuspilarinn JóJó. Hann er að búa sig undir för á réttargeðdeildina á Sogni ásamt trymblinum Papa Jazz – Guð- mundi Steingrímssyni – og með þeim í för verður bassaleikari úr Sinfóníunni sem heitir Dean Far- ell. „Já, við ætlum að spila þarna hinn nítjánda. Ætlum að renna í nokkur blúsuð jólalög og kjafta við fólkið. Við Papa köllum okkur alltaf Soul Brothers þegar við komum saman og gott að fá Dean í hópinn. Skömm að ekki skuli fleiri artistar fara að Sogni til að spila. Það mættu fleiri fara þang- að og skemmta fólkinu. Bubbi sér um Hraunið en það má ekki gleyma þessum dal,“ segir JóJó. Í sumar fóru þeir Soul Broth- ers á Sogn til að spila fyrir vist- menn. JóJó segir það eftirminni- lega reynslu og hafa komið sér á óvart hversu hlýtt og gott fólkið þar er. Hann segir ekki hægt að líta á vistmenn sem glæpamenn þótt sumir hafi framið hræðilega glæpi í geðsýki sinni. „Maður lítur ekki þannig á. Þetta eru manneskjur sem hafa lent inni á blindgötu eins og svo margir aðrir.“ JóJó ætlar að koma fær- andi hendi og gefa Sogns-fólki að gjöf nýjan disk sem hann var að setja saman – Jólagötuflippdisk sem JóJó kallar svo. JóJó gleymir ekki gleymda fólkinu Gunnar Þór Nilsen, ljósmyndari hjá tímaritinu Nýju lífi, fékk óvænt tækifæri upp í hendurnar þegar honum bauðst að mynda for- setafrúna Dorrit Moussaieff á heimili sínu í London. Eins og kunnugt er valdi tímaritið Dorrit konu ársins fyrr í vikunni. Dorrit hefur viljað halda heimili sínu við Cadogan Square frá kastljósi fjöl- miðlanna og eftir því sem Frétta- blaðið kemst næst er þetta einung- is í annað sinn sem ljósmyndari fær að mynda hana á heimilinu. Gunnar Þór átti reyndar ekkert að fara því Ari Magnússon, hirð- ljósmyndari Íslands, hafði verið fenginn til verksins. Hann forfall- aðist hins vegar af persónulegum ástæðum og því var hringt í Gunn- ar „korteri“ fyrir brottför. „Ég hafði ekki einu sinni tíma til að taka tannburstann með mér og mætti bara bullandi sveittur í flug- vélina,“ útskýrir Gunnar sem náði þó að þurrka af sér svitann áður en hann hélt til fundar við Dorrit. „Hún er einhver yndislegasta manneskja sem ég hef komist í kynni við á minni stuttu ævi,“ segir Gunnar sem held- ur varla vatni yfir kynnum sínum af forsetafrúnni. „Heimilið hennar er frábært og þar er mjög góður andi,“ bætir hann við og segir meðal annars að starfs- fólk Dorritar hefði verið ótrúlega vin- gjarnlegt. Gunnar mátti þó ekki mynda alls staðar og fékk til að mynda ekki að taka myndir inni í sölum íbúðar Dorritar sem Gunn- ar lýsir reyndar sem kastala. „Dor- rit er til sóma fyrir þjóðina eins og sjá mátti þegar hún veitti viður- kenningunni viðtöku og mikil fag- manneskja þegar kemur að mynda- tökum enda vanur stílisti frá yngri árum,“ segir Gunnar sem fékk síðan far aftur á hótelið með Dor- rit á Merzedes Bens- sportbifreið hennar og sat forsetafrúin sjálf undir stýri. „Hún var alveg ótrú- lega vinaleg, bauð upp á kaffi og smá- kökur og lét mér líða eins og ég væri bara heima hjá mér.“ Ef marka má myndirnar sem birtast í nýju tölu- blaði Nýs lífs er Dorrit mikil smekkmanneskja en meðal þess sem prýðir heimili hennar eru púðar úr Fríðu frænku og Kola- portinu sem Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, keypti handa henni, og styttur eftir Guðmund frá Miðdal. „Þetta var bara samningur milli mín og kvikmyndamiðstöðvarinn- ar að myndin skyldi vera tekin út að þessu sinni og þannig rýmt fyrir aðrar,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri. Á nýlegum lista yfir stöðu styrkt- ra verkefna hjá Kvikmyndamið- stöð Íslands er kvikmyndina Óvinafagnað hvergi að finna sem þó hefur verið þar síðastliðin þrjú ár og þá með vilyrði fyrir framleiðslustyrk upp á sjötíu milljónir undanfarin tvö ár. Kvikmyndin er byggð á Íslendinga- sögunum og er feiki- lega dýr í fram- leiðslu en Friðrik sagði kostnaðará- ætlunina hljóma upp á rúma tvo milljarða íslenskra króna. „Vandamálið liggur í fjármagn- inu, að fá þá peninga sem vantar inn í verkefnið,“ útskýrir Friðrik sem var hins vegar hvergi af baki dottinn, sagði uppi hugmyndir um að gera ódýrari útgáfu til að sýna fjárfestum að vel væri hægt að framkvæma þetta ógnarstóra verkefni. Friðrik gengur hins vegar ekki óstyrktur frá borði því kvikmyndin S.A.S. fær vilyrði fyrir framleiðslustyrk upp á 55 milljónir en hún er gerð eftir handriti þeirra Arnald- ar Indriðasonar og Óskars Jónassonar sem auk þess leikstýr- ir myndinni. Baltasar Kormákur leikur aðalhlutverkið og reiknaði framleiðandinn Friðrik með að vinna við gerð myndarinnar hæfist á næstu miss- erum. Óvinafagnaður sett í salt … fær Stefán Karl Stefánsson fyrir að vera að leggja Holly- wood að fótum sér með tilþrif- um sínum í stórmyndinni Night at the Museum. FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.