Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 110
Jessica Simpson er ekki að gera
neitt sérstaklega góða hluti þessa
dagana. Á seinni árum hefur hún
farið að þreifa fyrir sér á hvíta
tjaldinu meðfram söngnum. Nú
vinnur Simpson að tökum á mynd-
inni Blonde Ambition með Luke
Wilson, en henni hefur ekki tekist
að heilla samstarfsfólk sitt upp úr
skónum með leikhæfileikum
sínum og raunar síður en svo.
Söngkonunni er víst algerlega
fyrirmunað að læra textann sinn,
og eftir sjöundu árangurslausu
tökuna brá leikstjórinn á það ráð
að koma smáum hljóðnema fyrir í
eyra Simpson og fá aðstoðarmann
til þess að lesa hverja línu fyrir
sig beint inn í eyrað á henni. Minnis-
leysið fær víst ekkert á Simpson,
en fregnir herma að tökuliðinu
þyki þetta nokkuð pínlegt. Sjálf
lætur Jessica þetta ekkert á sig fá
og stefnir ótrauð að því að verða
ein stærsta leikkona heims.
Man ekki
textann
Frægu stjörnurnar í Holly-
wood hafa tilhneigingu til
að hópa sig saman og vera
áberandi í skemmtanalíf-
inu. Fréttablaðið kynnti sér
nokkra af þekktustu vinum
kvikmyndaborgarinnar.
Þrátt fyrir að hið ljúfa líf Holly-
wood sé eitthvað sem marga
dreymir um er fátt jafn nöturlegt
og að vera einmanna í miðjum
stjörnufansinum. Margir leikarar
bindast sterkum böndum í gegn-
um leiklistarskóla, kvikmynda-
gerð og jafnvel skemmtanalíf sem
þeir síðan viðhalda og gefa jafnvel
nafn. Hæfileikar þessara hópa eru
þó misjafnir eins og þeir eru marg-
ir en sá fyrsti „átti“ Hollywood
eins og borgin lagði sig þegar hann
spratt fram.
The Rat Pack, eða Rottugengið,
var viðurnefni sem hópur
skemmtikrafta fékk. Þeir félagar
voru afar áberandi í Hollywood
frá miðjum sjötta áratugnum fram
að miðju þess sjöunda. Hópurinn
samanstóð af þeim Frank Sinatra,
Dean Martin, Dammy Davis Jr.,
Peter Lawford og Joey Bishop.
Komu þeir allir fram bæði í kvik-
myndum og á sviði snemma á sjö-
unda áratugnum. Meðal annars
léku þeir í Ocean´s Eleven árið
1960 og Sergeants 3 tveimur árum
síðar. Þrátt fyrir að hafa orð á sér
fyrir að vera karlahópur voru
konur á borð við Shir-
ley MacLaine, Laur-
en Bacall og Judy
Garland einnig
meðlimir í Rottu-
genginu. The Rat
Pack var ekki bara
áberandi í skemmtanaiðnaðinum
heldur líka í pólitík, enda var Law-
ford mágur John F. Kennedy og
barðist Rottugengið leynt og ljóst
fyrir uppgangi demókrataflokks-
ins auk þess sem Sinatra var lengi
vel bendlaður við ítölsku mafíuna.
Uppruni nafnsins Rat Pack
hefur verið nokkuð á reiki. Ein
sagan er sú að Lauren Bacall hafi
eitt sinn sagt við eldri félaga sína í
genginu að þeir hafi litið út eins og
rottugengi. Önnur saga segir að
leikarinn Humphrey Bogart hafi
byrjað með hugtakið en hann var
eiginmaður Bacall á þessum tíma.
Hann átti að hafa nefnt hóp
drykkjufélaga sinna The Holmby
Hill Rat Pack og nafnið hafi fest
við Rottugengið. Ein saga til
viðbótar segir að nafnið sé tilvís-
un í það hvernig hópur af rottum
útilokar alla þá sem reyna að
ganga til liðs við þær.
The Brat Pack eða „óþekktarang-
arnir“ kom fram á hinu umdeilda
´80 tímabili. Meðlimir hópsins
voru ungar stjörnur á uppleið í
kvikmyndaborginni en hafa ber í
huga að flestar þessara stjarna
hafa fallið í gleymskunnar dá.
Hópurinn hélt til á skemmtistöð-
um borgarinnar, lét öllum illum
látum og sængaði saman með
þeim afleiðingum að
þegar upp úr slitn-
aði fór allt í bál og
brand. Hópurinn
varð til í kringum kvikmyndir á
borð við Breakfast Club og St.
Elmos Fire sem allar nutu mikilla
vinsælda meðal kvikmyndahúsa-
gesta þótt flestir gagnrýnendur
væru sammála um að þær væru
ekki uppá marga fiska.
Öldungis tveir meðlimir lifðu
þennan vinskap af, þau Demi
Moore og Emilio Estevez en til
gamans má geta þess að þau hafa
bundist aftur tryggðarböndum
fyrir kvikmyndina Bobby sem
vakið hefur mikla athygli þar
vestra. Aðrir meðlimir hópsins til-
heyra flestir fortíðinni og nægir
þar að nefna Judd Nelson, Andrew
McCarthy og Molly
Ringwald.
Frat pack eða „skrítni
hópurinn“ rottaði sig
saman eftir gaman-
myndina Old School en
félögunum var gefið þetta heiti í
grein USA Today. Í fyrstu var það
reyndar þegar EW kallaði ung-
stirnin Leonardo DiCaprio, Ben
Affleck og Matt Damon þessu
nafni en þeir hafa aldrei viljað
gangast við að vera sérstakir
félagar og tilheyra einhverjum
hópi.
Frat Pack er opinber tilvísun til
áðurnefndra hópa enda telja þeir
sig vera mitt á milli þess að vera
svalir og hallærislegir. Grínið er
fyrirferðarmikið hjá þessum
vinum enda eru margir af fremstu
gamanleikurum Banda-
ríkjanna í þessum félags-
skap. Nægir þar að
nefna Ben Stiller, Jack
Black og bræðurnir
Owen og Luke Wil-
son auk forsprakka
þeirra, Vince Vaughn.
Nýlega bættist Steve
Carrel við hópinn sem
er hvað þekktastur
fyrir frammistöðu
sína í 40 year old
Virgin og bandarísku
útgáfunni af Office.
The Crap Pack, eða Ruslgengið,
er tilbúningur Fréttablaðsins sem
samanstendur af helstu partí-
dýrum Hollywood, sem eru mörg
hver þekktari fyrir sukklíferni
sitt en frammistöðu á öðrum svið-
um. Þar eru fremst í flokki hótel-
erfinginn Paris Hilton, Nicole
Richie, Lindsay Lohan, Nick
Lachey, Kevin Federline og
tvíburasysturnar Mary-Kate og
Ashley Olsen. Britney Spears
kemst einnig á listann, því þrátt
fyrir að hafa gert frábæra hluti á
árum áður hefur hún undanfarn-
ar vikur verið þekktari fyrir
sukkið en tónlistarferilinn.
Áfengisdrykkja, lystarstol,
eiturlyfjaneysla, kaup á vændis-
konum, brjóstaberanir og annars
konar uppljóstranir eru á meðal
þess sem Ruslgengið hefur látið
spyrjast til sín að undanförnu auk
kynlífsmyndbanda og svo virðist
sem ekkert geti stöðvað
The Crap Pack á leið
sinni til
glötunar.
Hollywood-stjörnurnar
Jennifer Lopez og Jim Carrey
vísa á bug sögusögnum þess
efnis að þau hafi snúist til
trúar Tom Cruise og
félaga í Vísindakirkj-
unni vestur í
Bandaríkjunum.
Bæði hafa þau
vingast við tommu-
stokkinn Cruise nýlega en
segjast ekki hafa neinn
áhuga á Vísindakirkjunni og
hlógu að fréttunum þegar
þær voru bornar undir þau.
Úr koppum innstu búra
Hollywood seytla hins
vegar þær fréttir að leik-
konan Leah Remini, úr
þáttunum King of
Queens, sé að leiða hina
rammkaþólsku Lopez í
allan sannleik um Vísindakirkjuna
og að Carrey hafi farið á nám-
skeið til að fræðast um trúar-
brögðin. Cruise gekk í það
heilaga með Katie Holmes á
dögunum og vakti það
athygli að þau
buðu Lopez og
Marc Anthony,
kærasta hennar, í brúð-
kaupið sem og Carrey og
Jenny McCarthy en ekki
var vitað til þess að þau
þekktust nokkuð að ráði.
Lopez og og Cruise hafa
hins vegar nokkrum sinn-
um sést í slagtogi við
Cruise og Holmes síð-
ustu vikur.
Segjast ekki vera í
Vísindakirkjunni