Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 8
 Hvað heitir safnstjóri Lista- safns Íslands? Hvar á Norðurlöndunum er talin vera hlutfallslega mest fátækt meðal barna? Hvað þýðir „GOL!“ á spænsku? Samkomulag um raforku- sölu Landsvirkjunar til álvers Alcan í Straumsvík vegna hugsan- legrar stækkunar var kynnt á stjórnarfundi Landsvirkjunar í gær en reiknað er með því að samningur um raforkuverð verði tilbúinn fyrir áramót. Náðst hefur samkomulag um rafmagnsverð sem ekki fæst uppgefið hvert er þar sem um samkeppnisupplýs- ingar er að ræða. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL, undirrituðu í gær yfirlýsingu um framlengingu á umboði samninganefnda fyrir- tækjanna á grundvelli fyrri vilja- yfirlýsingar til þess að ganga frá samningi. Landsvirkjun og Alcan gerðu einnig með sér samning um skipt- ingu kostnaðar vegna undirbún- ings við virkjanagerð í neðri hluta Þjórsár en þar verður virkjað nái stækkunaráform fram að ganga. Landsvirkjun mun á næstunni bjóða út hönnun virkjananna en á grundvelli samnings mun Alcan leggja til tvo þriðju af þeim kostn- aði sem af því hlýst. Alcan fær þá upphæð sem fyrirtækið þarf að leggja fram greidda til baka gangi stækkunar- áform eftir en til greina kemur að Hafnfirðingar kjósi um deiliskipu- lag þar sem gert er ráð fyrir stækk- un álversins þannig að það geti framleitt 460 þúsund tonn af áli á ári í stað 180 þúsund tonna nú. Álfheiður Ingadóttir, fulltrúi vinstri grænna í stjórn Lands- virkjunar, lagði fram tillögu um að létta leynd af verðákvæðum samningsins en hún var felld með atkvæðum allra annarra stjórnar- manna. Sagðist hún í yfirlýsingu líta svo á að íslenska þjóðin ætti rétt á því að fá að vita hvert raforkuverðið væri þar sem hún væri eigandi Landsvirkjunar og náttúruauðlindanna sem virkja þarf. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir vinnu við deiliskipulag enn standa yfir en líklegt er, á grundvelli greinar í samþykktum Hafnafjarðarbæjar, að íbúar muni kjósa um hvort stækkunaráform rýmist innan deiliskipulagsins. „Þessi samningur [Landsvirkjunar og Alcan] er eitt af skrefunum sem gæti leitt til þess að kosið verði um stækkunar- áformin en það er vitaskuld háð því að ákveðið verði formlega að fara út í stækkunina en sú ákvörð- un hefur Alcan enn ekki tekið. Það á einnig eftir að klára vinnu vegna deiliskipulags en starfshópur skip- aður fulltrúum ÍSAL og stjórn- málaflokkanna í bænum hefur fjallað um þessi mál undanfarna tvo mánuði og mun gera það áfram. Íbúar munu kjósa um deiliskipu- lagið en ekki stækkunaráformin ein og sér, ef til kosningarinnar kemur.“ Samkomulagi náð um raforkuverðið Samkomulag hefur náðst um raforkuverð milli Landsvirkjunar og ÍSAL vegna stækkunaráforma álversins í Straumsvík. Virkjað verður í neðri hluta Þjórsár nái stækkunaráform fram að ganga sem líklegt er að kosið verði um. Neysluútgjöld heim- ilanna hafa vaxið árin 2003 til 2005 miðað við tímabilið 2002 til 2004. Í Hagtíðindum Hagstofu Íslands kemur fram að neysluútgjöld á heimili hafi hækkað um sjö pró- sent á þessu tímabili. Meðalstærð heimilis hefur á sama tíma minnkað úr 2,58 einstaklingum í 2,50. Útgjöld á mann hafa hins vegar hækkað um rúm tíu prósent. Vísitala neyslu- verðs hefur hækkað um fjögur prósent og hafa útgjöldin því hækkað um 2,9 prósent umfram verðlag og um tæp sex prósent ef tillit er tekið til stærðar heimila. Hlutfall matar og drykkjar- vöru í heimilisútgjöldum hefur haldið áfram að lækka. Þetta hlut- fall er nú tæp þrettán prósent en var 14,4 prósent árin 2002 til 2004. Hlutfall húsnæðis, hita og raf- magns hefur hækkað úr tæpum 23 prósentum í rúm 25 prósent af heildarútgjöldum. Ráðstöfunartekjur heimilanna, sem tóku þátt í rannsókninni, hafa hækkað um rúm sjö prósent eða um tæp ellefu prósent á mann. Auknar ráðstöfunartekjur og aukin útgjöld hafa því haldist nokkurn veginn í hendur. Ráðstöfunartekjur meðal- heimilis eru um 365 þúsund krón- ur á mánuði eða tæplega 150 þúsund á mann. Matarútgjöld hafa lækkað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, undirrituðu í gær samkomulag við Víkina – Sjóminjasafnið í Reykjavík um fjárhagslegan stuðning við upp- byggingu safnsins á næstu þremur árum. Samtals nemur styrkurinn þrjátíu milljónum króna og fær safnið tíu milljónir króna árlega næstu þrjú árin, frá 2007 til 2009. Sjóminjasafnið fagnaði því 30. nóvember að tvö ár voru liðin frá formlegri stofnun þess. Starfsemin hófst í ársbyrjun 2005 og fyrsta sýningin var opnuð á Hátíð hafsins í byrjun júní sama ár. Safnið er starfrækt í fyrrum frystihúsi Bæjarútgerðar Reykjavíkur við Grandagarð og hefur eitt helsta verkefnið verið að breyta þessu gamla frystihúsi í safnhús. Þær breytingar eru að komast á loka- stig og verður lokið við að klæða húsið og koma því í fulla notkun á næsta ári. Í dag eru þrjár sýningar í safn- inu sem allar eru á 2. hæð. Á næsta ári verður neðri hæðin tekin í notk- un þegar opnuð verður glæsileg sýning í tilefni af 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar. Á sama tíma verða teknir í gagnið nýir inngang- ar og móttökusalur. Uppbygging Sjóminjasafnsins verður hluti nýja Mýrargötuskipulagsins og er safn- inu ætlaður veglegur sess í nýrri hafnarmynd sem framkvæmdir eru hafnar við. Höfum opnað stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 1 og 6, 109 Reykjavík Jón Örvar Kristinsson sérfræðingur í almennum lyflæk ingumn og meltingarsjúkdómum Sigríður Þórdís Valtýsdóttir sérfræðingur í almennum lyflækningum og gigtlækningum Steingerður Anna Gunnarsdóttir sérfræðingur í almennum lyflækningum og meltingarsjúkdómum Yrsa Löve sérfræðingur í ofnæmislækningum Tímapantanir í síma 535 7700 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.