Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2006, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 16.12.2006, Qupperneq 40
listarmann?“ „Ég held það sé bara þrjóska fyrst og fremst“ segir Skúli og hlær. „Ég hef haldið mig við ákveðnar stefnur sem ég hef haft trú á og hef ennþá trú á. Það er svo margt sem hægt er að gera í tónlist og stór hluti af því er að uppgötva sjálfan sig og uppgötva nýjar leiðir, uppgötva sitt hljóðfæri og reyna að brjótast út frá hefðbundnum viðhorfum. Ég hef áhuga á tónlist sem lifandi menningu og eitthvað sem er mjög leitandi frek- ar en eitthvað sem er formfast.“ Skúli hefur unnið fjölda viðurkenn- inga fyrir bassaleik sinn og meðal annars hefur eitt helsta djass tímarit- ið Down Beat valið Skúla einn af tíu bestu bassaleikurum þrjú ár í röð. Eftir námið og komuna til New York starfaði Skúli mikið með Allan Holds- worth fyrstu árin. Hann var mikil stjarna í djassheiminum og var með stóran aðdáenadahóp. „Fyrst þegar ég flutti til New York var ég háður því að vera þar, kynnast fólki, byggja upp sambönd og ýmiskonar verkefni. Núna eru þessi verkefni öll komin vel á veg og þau eru mörg ennþá í gangi.“ Geturðu lýst tónlistinni sem þú hefur verið að fást við? „Það má segja að hún sé mjög leitandi. Þetta er ein- hvers konar framúrstefna eða fram- úrskarandi stefna,“ segir hann og hlær. Það er kannski erfitt fyrir fólk sem er ekki með innsýn inn í þennan tónlistarheim sem þú starfar í að átta sig á því um hvað þetta snýst. Ef þú værir í poppi eða rokki þá værirðu auðvitað rokkstjarna? „Já, þessi sena hérna í New York sem ég hef verið að fást við er kannski svolítið öðruvísi. Mér varð það fljótt ljóst að ég vildi eiga langan feril sem tónlistarmaður. Þetta var ekki spurning um að ná ein- hverju takmarki eða gera einhverja plötu sem myndi slá í gegn. Ég hafði áhuga á að spila fyrst og fremst. Það var það mikið af stefnum sem ég hafði áhuga á snemma á námsárun- um sem ég vildi þróa, og eina leiðin til að gera það var að koma sér í umhverfi þar sem var áhugi á þess konar tónlist og nógu mikið af tón- listarmönnum með svipuð áhugamál. Það sem mér bauðst á Íslandi á þess- um tíma hefði fyrst og fremst verið kennsla en ég áttaði mig á því að það sem ég vildi gera var að spila þannig að ég tók þá ákvörðun að vera áfram í Bandaríkjunum.“ Þegar Skúli flutti til New York í kringum 1990 var mikið að gerast í tónlist þar í kringum Knitting Factory klúbbinn. „Það hafði myndaðist hópur af tónlistarmönnum sem höfðu áhuga á djassi en höfðu samt ekki áhuga á að spila hefðbundinn djass. Við vildum reyna að þróa þessa tegund tónlistar. Það var allt tekið inn í dæmið, svo sem kvikmyndir, bókmenntir og allur þessi „avant-garde“ kúltúr. Þessi hópur fór svo að vekja athygli útum allan heim.“ Þegar litið er yfir feril Skúla er ljóst að hann hefur verið mjög afkastamik- ill. Það hlýtur að vera flókið að halda utan um öll þessi verkefni og þegar Skúli er spurður hvað hann hafi gefið út margar plötur á hann erfitt með að svara. „Það er erfitt að segja. Það eru mörg verkefni sem ég tek þátt í sem stofnandi að hljómsveit og svo eru önnur verkefni þar sem ég kem og spila en ætli þetta sé ekki í kringum 100 plötur. Öll þessi verkefni eru lif- andi kannski einn til tvo mánuði á ári og svo dreifist það yfir árið. Þessu fylgja tónleikaferðalög og þar að auki eru ýmis utanaðkomandi verk- efni.“ Er ekki erfitt að samræma svona mörg verkefni? „Jú það er það, getur verið flókið. Það koma tímabil þar sem allt er fullbókað og svo koma önnur tímabil þar sem allt er opið og þá gefst manni tími til að fókusera á eitthvað sem maður hefur ekki haft tíma til að gera, semja tónlist, æfa sig og slíkt. Það er mjög stór hluti af þess- ari vinnu.“ Eins og gefur að skilja er Skúli á stöðugum þeytingi á milli staða, annað hvort að spila með mismundandi fólki eða taka upp plötur og svo framvegis. „Eitt það áhugaverðasta við þetta tón- listarlíf eru tónleikaferðalögin og að fá að ferðast milli staða og hitta nýtt fólk og spila fyrir það. Mér finnst mjög heillandi og tímalaus þessi gamla hugmynd um tónlistarmanninn sem ferðast um og spilar.“ „Innan djasstónlistarheimsins eru ólíkar stefnur og stílar en allt sem ég hef verið er að fást við er fyrir utan þennan „mainstream“ tónlistarheim,“ segir Skúli þegar hann er spurður hvort hann hafi aldrei langað að taka þátt í „mainstream“ tónlist? „Jú, jú það er eitthvað sem maður hugsar um en það er líka stór munur á því að spila með Blonde Redhead og á því sem ég er að gera sóló.“ Hljómsveitin Blonde Redhead er mjög vinsæl enda hefur hún verið lengi að og gefið út fullt af plötum. Hún er Íslendingum góðkunn og á stóran og dyggan aðdáendahóp hér á landi. „Ég kynntist þeim í Boston strax fyrstu vikuna mína þar. Þeir voru með mér í skólanum. Við spiluð- um heilmikið saman þar en þá aðal- lega djasstónlist og svo fluttum við saman til New York og stofnuðum hljómsveit sem var eiginlega upphaf- ið að Blonde Redhead.“ Skúli ákvað hins vegar að einbeita sér að djassheiminum og samstarfinu við Allan Holdsworth við komuna til New York. „Ég var líka háður því að starfa með stabílli tónlistarmanni sem ég gæti fengið borgað fyrir að spila með. En ég hef alltaf verið í mjög miklum tengslum við Blonde Red- head. Ég spilaði inn á fyrstu plöturnar þeirra og svo á þá síðustu, Misery is a butterfly. Ég hef spilað með þeim öðru hverju og hef mjög gaman af. En ég er líka mjög meðvitaður um það að svona hljómsveitir eru fjölskyldur og þau þrjú eru auðvitað rosalega tengd. Þau lifa fyrir þetta allan sólarhring- inn. Ég fór þá leið að vinna fyrir stærri hóp af fólki í stað þess að ein- blína á eitt band. Það bara þróaðist í þá átt að ég vildi sjá lengri feril en bara í einni hljómsveit. Þannig að ég gæti starfað út ævina.“ Síðustu ár hefur samstarfið við Laur- ie Anderson tekið mikið af tíma Skúla en hún er ein þekktasta listakona Bandaríkjanna. Þó að Skúli taki það fram að hún þurfi ekki frægan kær- asta til að kynna sig þá kannski hjálp- ar það að vera kona Lou Reed. Skúli hefur unnið hvað mest með henni síð- Mér varð það fljótt ljóst að ég vildi eiga langan feril sem tónlist- armaður. Þetta var ekki spurn- ing um að ná einhverju takmarki eða gera ein- hverja plötu sem myndi slá í gegn. Ég hafði áhuga á að spila fyrst og fremst. ustu ár og verður áframhald á þeirra samstarfi. „Ég var fyrst ráðinn til að gera eitt verkefni með henni sem hófst fyrir nokkrum árum. Það var Moby Dick verkið. Hún var að leita að ein- hverjum til að vinna með sér að tón- listinni, ekki bara sem hljóðfæraleik- ari heldur með frekara samstarf í huga. Ég hef verið tónlistarstjóri í mörgum hennar verkefnum og sé þá um að ráða tónlistarmenn, útsetja og pródúsera upptökur. Verkefnið eru þónokkur á síðustu árum. Allt frá því að taka upp plötur í að semja tónlist fyrir dans, kvikmyndir eða tónleika- hald. Þetta hefur þróast út í að vera miklu stærra verkefni en ég átti von á en ég hef líka fókuserað á að vinna með henni enda er það mjög gaman.“ „Ég hef fylgst lengi með því sem er að gerast á Íslandi og hef mikinn áhuga taka þátt í því tónlistarlífi. Það er mikið af mjög áhugaverðu tónlist- arfólki á Íslandi.“ Er meiri gróska í þeirri tónlist sem þú hefur áhuga á hér heima? „Já, mér finnst eins og það sé meira núna en nokkru sinni fyrr. Ég hef tekið þátt í Tilraunaeldhúsinu alveg frá því að það var stofnað og við höfum ferðast mikið. Það hefur verið stór hópur af ungu íslensku tónlistar- fólki sem ég hef kynnst í gegnum það. Ég held það hafi alltaf verið mikið að gerast hérna í tónlist en það er kannski kominn stærri hópur af fólki sem eru ákveðnir stílbrjótar. Þetta snýst ekki lengur bara um djass, klassík og rokk. Það hefur myndast stærri hópur af fólki sem er að fást við persónulegri tónlist eða eru að leita að sínu eigin.“ Eru íslenskir tónlistarmenn þekkt- ari núna heldur en þegar þú varst að hefja ferilinn? „Já, alveg hiklaust. Það var auð- vitað enginn sérstakur áhugi á íslenskri tónlist í kringum 1980. En áhuginn byrjaði strax með Björk og í dag er hann tengdari stærri hóp.“ Nú var platan að koma út. Er von á útgáfutónleikum á Íslandi? „Mig langar að spila tónleika í jan- úar en það er erfitt að koma þessum hóp saman. Fólkið sem er með mér á plötunni er allt fólk sem er mikið starfandi í tónlist bæði í New York, Reykjavík og Hildur er í Svíþjóð. Við erum nýkomin úr smá túr um Bret- land sem við fóru í með Jóhanni Jóhannssyni. Það var alveg frábært. Það er líka svo mikið að gera hjá Íslendingum í þessu jólabrjálæði að það verða engir tónleikar fyrr en á næsta ári.“ Dagskrá Skúla fyrir næsta ár er þegar byrjuð að fyllast. Hann mun fylgja eftir plötum Blonde Redhead og Laurie Andersson og þegar hafa tónleikaferðalög verið skipulögð. Hann mun einnig halda áfram að sinna sínum eigin verkefnum og halda áfram frekari samstarfi með hinum ýmsu listamönnum. Við bíðum þó spennt eftir að hann gefi sér tíma til að fylgja eftir Seríu á Íslandi og halda útgáfutónleika hér á landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.