Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 16.12.2006, Blaðsíða 104
„Þeir sem vilja fá klikkað leikhús, fá klikkað leikhús. Þeir sem vilja fá blóð fá blóð, þeir sem vilja söng- leik fá söngleik, þeir sem vilja absúrd leikhús fá absúrd leikhús og þeir sem vilja venjulegt leik- hús fá venjulegt leikhús. Þeir sem vilja piss fá piss. Þeir sem vilja sprengjur fá sprengjur. Þeir sem vilja rómantík fá rómantík, þeir sem vilja slap-stick fá slap-stick, þeir sem vilja nekt fá nekt, þeir sem vilja ofbeldi fá ofbeldi, þeir sem vilja kynferðislegt ofbeldi fá það, þeir sem vilja stóran leik fá stóran leik. þeir sem vilja góðan leik fá góðan leik, þeir sem vilja eitthvað fallegt fá eitthvað fallegt og þeir sem vilja eitthvað ljótt fá eitthvað ljótt og þeir sem vilja töfrabrögð og aldaspegil fá líka það sem þeir vilja. Þetta er eitt- hvað fyrir alla. Öllu pakkað inn í fallegar neytendaumbúðir af mér og Gretari Reynissyni leikmynda- skáldi og Helgu I. Stefánsdóttur búningaskáldi og svo framreitt af þessum hæfa leikhóp með dyggri aðstoð öflugs tækniliðs. Allt þetta fæst fyrir aðeins 2.900 krónur,“ segir Benedikt Erlingsson leik- stjóri grafalvarlegur í bragði. Hann kveðst hundleiður á kröf- unni um að pakka saman leiksýn- ingum í kynningarskyni og fer undan í flæmingi þegar blaðamað- ur innir hann eftir efnivið leikrits- ins Ófagra veröld, höfundarein- kennum og leikstjórnarlegum áherslum. Hann svarar klisjunum með andófi og ósk um að áhorf- endur mæti bara á listviðburði og leyfi hlutunum að gerast. Leikrit Anthony Neilson verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu milli jóla og nýárs en verkið hlaut góðar viðtökur hjá skoska Þjóðleikhús- inu þegar það var frumsýnt þar árið 2004 í leikstjórn höfundarins. Í umsögnum um verkið er því lýst sem róttæku og frumlegu stykki en höfundurinn er þekktur fyrir áræði sína, hnyttin og ástríðufull skrif. Fyrr á árinu voru tvö verka hans sett upp hérlendis, Ritskoð- arinn og Penetreitor, og á nýju ári setur Borgarleikhúsið upp annað verk hans, Lík í óskilum, sem Steinunn Knútsdóttir leikstýrir. „Þetta er klikkaður Skoti,“ segir Benedikt, „það er líka hægt að lesa fullt um hann á netinu.“ Orð leikstjórans einkennast af býsna blendnum tilfinningum, hann segist til að mynda vera á „bömmer“ yfir því að verkið sé næstum of vel unnið af höfundar- ins hendi. „Mín dramatúrgíska vinna er nánast engin – þetta er allt tilbúið, klárt og skýrt. Mesta ögrunin fyrir mig og Gretar er að finna okkar flöt á verkinu sem gerir það spennandi upp á nýtt. Það er ekkert gaman að fá allt upp í hendurnar. Við leikhúsfólk verð- um alltaf að koma okkur að, bæta við, þýða verkið upp á okkar tíma.“ Hann tekur dæmi af síðasta sam- starfsverkefni hans og Gretars, Draumleik Strindbergs, sem þeir settu upp með Leikfélagi Reykja- víkur og Nemendaleikhúsinu en það verk var heill heimur, klassík- ur brunnur sem listamennirnir allir gátu sótt í. Verkið nú er allt önnur ögrun því Ófagra veröld er bæði auðveldara og erfiðara verk að sögn Benedikts. „Í mér er ótrú- leg krafa að þjóna þessu verki – að fara með það lengra, en það fellur ekkert allt of vel að mínu skap- lyndi,“ segir hann sposkur, „ég hef náttúrlega skrifað lærðar greinar um að leikritahandrit séu ekki bókmenntir heldur hráefni fyrir leikhúsið og það stendur alveg. Kannski hef ég sagt of mikið í þessu viðtali.“ Benedikt hefur fengið góð við- brögð við leik sínum í nýjustu mynd danska leikstjórans Lars von Trier, Direktøren for det hele, sem nú má sjá í kvikmyndahúsum landsins. Hann ber þessum umdeilda manni vel söguna og kveðst gjarnan mundu vilja vera í sárum eftir skaphundinn annálaða en svo sé ekki enda hafi verið einkar gott að vinna með honum. „Ég fór með honum í bað. Það var mitt inntökupróf, hann er með svona kalt bað í stúdíóinu sínu og ég þorði ekki annað en þiggja það,“ segir Benedikt en hann var síðar sendur til talþjálfara sökum þess hversu illa hann talaði dönsk- una. Myndin er sannkölluð gaman- mynd en hádramatísk á köflum en hún skartar öðrum íslenskum leik- ara, Friðrik Þór Friðriksson er þar í krefjandi skapgerðarhlutverki. Benedikt kveðst þó líka hafa blendnar tilfinningar til Triers. „Ég get ekki horft á sumar mynd- irnar hans, Dancer in the Dark er til dæmis alveg hræðileg mynd og Idioterne gerir mig bara reiðan. Svo eru aðrar frábærar eins og Dogville og Breaking the Waves. Trier nær að segja svo margt með myndum sínum, eitthvað annað en það sem liggur í augum uppi – hann nær einhverri annarri sögn og kann þá list að búa sér til for- sendur og leikreglur sem gera hann að frjóum listamanni. Það er gaman að fylgjast með kvik- myndagerðarmönnum sem hafa möguleika á að leika sér með list sína eins og börn í sandkassa. Það er hins vegar ekki að ástæðulausu að hann er kallaður anti-kristur filmunnar.“ Það er ekki á hverjum degi sem íslenskur leikari leikur á dönsku í erlendri stórmynd en það berg- málar einnig af tungumálahæfi- leikum fjölskyldu Benedikts um þessar mundir því eiginkona hans, danska leikkonan Charlotte Böv- ing, leikur stórhlutverk í Ófögru veröld og lætur þar ýmislegt yfir sig ganga. „Hún leikur til dæmis pulsu sem er stórkostlegur heiður. Þetta er reyndar mjög erfitt fyrir hana því hún hefur metnað til að tala góða íslensku og talar raunar of góða íslensku og ég hef þurft að pína hana til að búa til málvillur. Það hefur gengið mjög nærri henni. Henni finnst niðurlægjandi að tala svona vitlaust og segir að það sé klisjukennd mynd af nýbú- um að þeir tali vitlaust. Ég bakka samt ekkert með þetta – mér finnst þetta svo fyndið. Fólk getur svo túlkað þetta freudískt ef það vill.“ Leikkonan Kristjana Skúladóttir og hljómsveit heldur útgáfutón- leika í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur í dag kl. 16. Þar verður á dagskrá efni fyrir börn sem er á geisladisknum OBBOSÍ sem út kom fyrir skemmstu. Þetta verða því sannkallaðir barna- og fjöl- skyldutónleikar þar sem aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ásamt Kristjönu koma fram á tónleikun- um Agnar Már Magnússon sem leikur píanó og harmónikku, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Einar Scheving á trommur og krakka- kór. OBBOSÍ er fyrsti geisladisk- ur Kristjönu Skúladóttur sem útskrifaðist sem leikkona fyrir fimm árum og hefur síðan þá getið sér gott orð fyrir leik sinn og söng í leikhúsunum. OBBOSÍ í Ráð- hússinu kl. 16 í dag. Obbosí í Ráðhúsinu Söngkonurnar og syst- urnar Guðrún Árný og Soffía Karlsdætur koma fram í Galleríi Thors í Hafnarfirði í dag milli kl. 13-17. Þær hafa báðar nýver- ið gefið út geisladiska og munu flytja tónlist af þeim. Diskur Soffíu heitir Wild horses en diskur Guðrúnar Ár- nýjar Eilíft augnablik og munu þær árita diskana í galleríinu. Systrasöngur í Galleríi Thors 13 14 15 16 17 18 19 OPIÐ TIL KL. 22 FRAM AÐ JÓLUM Skólavörðustígur 2. Sími: 445-2020 www.birna.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 337. tölublað (16.12.2006)
https://timarit.is/issue/272788

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

337. tölublað (16.12.2006)

Aðgerðir: