Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 12
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagn- rýndi það harðlega á Alþingi í gær að Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hefði vikið sér undan að svara spurningum hans um leyniþjónustu- starfsemi lögreglu á síðustu öld í tvígang. Steingrímur sagði rétt að forsætisnefnd færi yfir umræður sem farið hefðu fram um málið í tvígang án þess að dómsmálaráð- herra svaraði spurningum þing- manna, eins og lög kvæðu á um að hann ætti að gera. Það væri forsætisnefndar að kveða upp úr um hvort vinnubrögð dómsmála- ráðherra væru eðlileg. Nefnd fari yfir svör ráðherra Framsóknarmenn í Suðurkjördæmi velta nú vöngum yfir því hvernig þriðja sætið á lista framsóknarmanna verði skip- að eftir að Hjálmar Árnason alþingismaður dró sig út úr listan- um eftir niðurstöður prófkjörsins um síðustu helgi. Tvær konur eru nefndar í þessu sambandi; Brynja Lind Sævars- dóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjanes- bæ, og Petrína Baldursdóttir, bæj- arfulltrúi í Grindavík, sem sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn 1993- 1995 og var varaþingmaður 1995- 1999. Listi framsóknarmanna í Suðurkjördæmi verður kynntur á kjördæmisþingi á Selfossi á morgun. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum Fréttablaðsins er ljóst að konu verður boðið þriðja sætið og þykir langlíklegast og nánast frágengið að bjóða Brynju Lind að taka það sæti en hún gaf kost á sér í fjórða sæti í prófkjör- inu. Brynja Lind kannaðist við að nafnið hennar væri í pottinum þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. Hún kvaðst myndu íhuga málið og skoða það vel og vandlega, fengi hún tilboð um að taka þriðja sætið. „Það er ekkert búið að ákveða. Þetta kemur í ljós á næstu dögum,“ segir hún. Brynja líklegust í þriðja sæti Níræð bandarísk hjón voru það samrýmd eftir tæplega 66 ára hjónaband að þau gátu bókstaflega ekki lifað án hvors annars, að því er kemur fram á fréttavef The Sun. Joan Standen var flutt á sjúkrahús með sýkingu í brjóstholi og féll stuttu síðar í dá með lungnabólgu. Fjórum dögum síðar var Reg, eiginmaður hennar, fluttur á sjúkrahús með svipaðan kvilla. Joan lést síðar sama dag. Fjölskyldan ákvað að segja Reg ekki frá andláti Joan þar sem hann var svo veikburða en fimm klukku- stundum síðar lést Reg. Dóttir hjónanna telur að faðir sinn hafi fundið á sér að Joan væri látin og hafi við það gefist upp. Standen-hjónin voru jarðsett hlið við hlið á 66 ára brúðkaups- afmælinu sínu. Gat ekki lifað án konu sinnar Skimun vegna brjóstakrabbameins á ekki heima innan veggja Landspítalans, LSH, segir stjórn Félags um lýðheilsu. Í tilkynningu hennar segir að fyrirhugaður flutningur skimun- ar Leitarstöðvar Krabbameins- félags Íslands í fyrirhugaða brjóstakrabbameinsmiðstöð á vegum LSH kljúfi núverandi þjónustu Leitarstöðvarinnar við konur sem felist í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Stjórnin fer því á leit við stjórnvöld að leita sameiginlegra leiða til að bæta þjónustuna án þess að sjúkdómsvæða forvarnar- starfið. Skimun verði utan LSH Guðmundur Sig- urðsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, telur að eigendur flutn- ingaskipsins Wilson Muuga geti borið fyrir sig bótatakmörkunar- reglur í siglingalögum og það sé þeim í hag að láta hjá líða að fjar- lægja skipið úr Hvalsnesfjöru og hreinsa til meðan lagaleg ágrein- ingsatriði komist á hreint, til dæmis fyrir Hæstarétti. Þá bendir Guðmundur á að sá möguleiki sé fyrir hendi að skipið standi óhreyft á strandstað að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum um að taka tillit til umhverfissjónar- miða, hvort hægt sé að fjarlægja skipið og hvort það hafi truflandi áhrif á siglingar framhjá. Guðmundur fjallaði um þessi mál á hádegisfundi í Háskólanum í Reykjavík í gær. Hann telur að sigl- ingalög og lög um varnir gegn mengun hafs og stranda stangist á að hluta til og að siglingalög gangi framar lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda enda hafi þeim ekki verið breytt þegar lög um varnir gegn mengun hafs og stranda voru sett, auk þess sem vísað sé til siglingalaga í þessum mengunarvarnalögum. Guðmundur benti á að sam- kvæmt bótatakmörkunarreglum siglingalaga ættu eigendur skips- ins aðeins að greiða 71 milljón króna fyrir samtölu allra krafna vegna aðgerðanna í desember og mun restin þá væntanlega lenda á ríkissjóði. Sé miðað við rúmlestir getur upphæðin orðið lægri. Guð- mundur fór yfir reynslu Norð- manna en norsku siglingalögunum var breytt árið 2005, meðal annars vegna strands Guðrúnar Gísladótt- ur, og bótatakmörkunarfjárhæðir hækkaðar verulega. Guðmundur telur að Íslendingar þurfi að breyta siglingalögum og tala um brúttótonn í stað rúmlesta, staðfesta Alþjóðasáttmálann frá 1976 eins og hafi staðið til og nýta rétt til að gera fyrirvara varðandi tjón, lögfesta bótatakmörkunar- reglur svipaðar þeim norsku og veita útgerðarmönnum heimild til að bera fyrir sig takmörkunarregl- ur gagnvart kostnaði við að fjar- lægja og hreinsa til. Sigurður Örn Guðleifsson, lög- fræðingur Umhverfisstofnunar, segir að í næstu viku fáist niður- staða um kostnað stofnunarinnar vegna Wilson Muuga. Í framhald- inu verði reikningurinn sendur út. Lögfræðingar samgönguráðu- neytisins og Siglingastofnunar eru með málið í skoðun. Íslendingar breyti siglingalögum Íslensk lög stangast á og þeim þarf að breyta, að mati prófessors. Ef bótatak- mörkunarreglur gilda greiða eigendur Wilson Muuga aðeins 71 milljón króna. Afgangurinn fellur á ríkið. Umhverfisstofnun sendir reikninginn í næstu viku. Stúdentaráð Háskóla Íslands harmar það tillitsleysi í garð námsmanna sem birtist í nýsamþykktu frumvarpi mennta- málaráðherra um Ríkisútvarpið ohf. Nefskattur, óháður viðtækja- eign, geti haft miklar fjárhagsleg- ar afleiðingar fyrir þá námsmenn sem séu með yfir 850.000 krónur á ári í tekjur. Þetta kemur fram í ályktun sem ráðið sendi frá sér í gær. Segir að frumvarpið hafi tals- verða kjaraskerðingu í för með sér fyrir námsmenn og ótrúlegt að gert sé ráð fyrir því að námsmenn allir yfir 16 ára aldri hafi lægri árstekjur en 850.000 krónur. Námsmönnum sýnt tillitsleysi Ævintýralegar fiskbúðir F ISK ISAGA Hamraborg 14a / Sk ipho l t i 70 / Höfðabakka 1 / Nesveg i 100 (Vegamótum) / Sund laugaveg i 12 / Háa le i t i sbrau t 58–60 / f i sk i saga . i s – úrval af gómsætum fiskréttum Hafðu það gott um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.