Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 8
F í t o n / S Í A F I 0 2 0 1 2 9 Forelduð Partírif frá SS. McCain Superfries, franskar kartöflur. Blástursofn forhitaður í 180–200° C. Franskar settar í efri skúffu, rifin í neðri skúffu. Hitað í 20 mín. eða þar um bil. Eldsnögg lausn á góðum kvöldmat. Landssamtök land- eigenda, sem stofnuð voru í pakk- fullum Sunnusal Hótel Sögu í gær, skora á ríkisstjórn og Alþingi að beita sér fyrir því að þjóðlendulög- unum verði breytt þannig að ríkis- valdið geri ekki kröfur í jarðir með athugasemdalausum þinglýstum landamerkjabréfum. Samtökin telja slíkar jarðir eignarlönd og ef ríkið haldi öðru fram hvíli sönnunarbyrð- in á því. Á fundinum í gær var sam- þykkt ályktun sem felur þetta í sér. Tilgangur samtakanna er að berjast fyrir því að eignarréttur landeigendanna sé virtur í þjóð- lendumálinu, eins og kveðið sé á um í stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu. Guðný Sverrisdóttir, sveitar- stjóri í Grýtubakkahreppi og ein af þeim sem skipulögðu stofnfund- inn, sagði á fundinum að eina sátt- in í stöðunni væri að ríkið gerði ekki kröfur í eignarlönd fólks. Ólafur Björnsson, hæstaréttar- lögmaður og einn af lögmönnum landeigenda, sagði á fundinum að ríkið hefði gengið of hart fram í kröfugerð sinni því að það hefði ekki verið vilji löggjafans, þegar þjóðlendulögin voru samþykkt árið 1998, að jarðir með athugasemda- lausum þinglýstum landamerkja- bréfum skyldu verða þjóðlendur. Hann sagði framkvæmd þjóðlendu- laganna umdeilda. Í ályktun fundarins var einnig samþykkt að ríkisvaldið gengi gegn skilningi laganna í kröfugerð sinni. Talið er að skráðir stofnfélagar séu um 300 talsins. Geri ekki kröfur í eignarlönd Kröfugerð ríkisins í þjóð- lendumálinu hefur verið frá- munalega harkaleg og ekkert til- lit tekið til landeigenda, sagði Björgvin G. Sigurðsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, í umræðu utan dagskrár um framkvæmd þjóðlendulaga á Alþingi í gær. Björgvin spurði Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra af því tilefni hvort til stæði að endurskoða framkvæmd laganna, og hvort framkvæmdin stæðist á annað borð stjórnarskrá. Fjármálaráðherra sagði í svari sínu að samkvæmt fjölmörgum hæstaréttardómum dygði þing- lýst landamerki ekki sem fullgild sönnun á eignarhaldi. Árni benti enn fremur á að það væri hlutverk hans sem fjár- málaráðherra að gæta hagsmuna landsmanna allra, og það yrði að gera kröfur til lands þar sem ein- hver vafi væri á eignarhaldi. Það væri svo dómstóla að skera úr um hvort kröfurnar væru rétt- mætar. Tilgangurinn með þjóðlendu- lögum var ekki sá að gera eignir upptækar, sagði Jón Kristjáns- son, þingmaður Framsóknar- flokksins. „Skemmst er frá því að segja að logandi ófriður hefur verið á þeim svæðum sem sæta kröfu- gerðinni hverju sinni. Svo virðist sem stígandi hafi verið í kröfu- gerðinni eftir því sem fleiri land- svæði voru lögð undir. Kröfur voru þingfestar í jarðirnar og fram undan eru málaferli sem geta tekið langan tíma,“ sagði Jón. „Þessu verður að linna, það styrjaldarástand við landeigend- ur sem ríkir á þessum svæðum er ekki þolandi.“ Kröfugerð Árna Mathiesen fjármálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, um þjóð- lendur á austanverðu Norðurlandi kunna að vera brot á almennum hegningarlögum. Þetta kemur fram í bréfi Ragnars Aðalsteins- sonar hæstaréttarlögmanns, sem gætir hagsmuna nokkurra land- eigenda á svæðinu. Ragnar sendi óbyggðanefnd bréfið um miðjan janúar. Í lagagreininni sem hann vísar til segir: „Hver, sem ónýtir eða skemmir eigur annars manns eða sviptir hann þeim, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Ragnar segir í bréfinu að með kröfum sínum hafi fjármálaráð- herra farið langt út fyrir það umboð sem honum sé veitt til kröfugerðar með lögunum. Lög- maðurinn telur að kröfugerðarlýs- ingar ríkisins brjóti í bága við þjóðlendulögin sjálf því í þeim komi fram að ríkið skuli rökstyðja þær kröfur sem það geri í jarðir með heimildum og gögnum. Að mati lögmannsins þarf ríkið að sanna af hverju það gerir kröfurn- ar, en hingað til hefur framkvæmd- in verið þannig að sönnunarbyrðin hefur hvílt á landeigendunum; þeir þurfa að sanna að þeir eigi jörðina en ekki ríkið. Að mati Ragnars er því verið að brjóta lög með kröfu- gerðinni. Þess vegna krefst lögmaðurinn þess að þjóðlendukröfum ríkisins á svæðum skjólstæðinga hans verði vísað frá óbyggðanefnd. Til vara krefst hann þess að ríkið leggi fram sönnunargögn til óbyggðanefndar þar sem kröfurn- ar séu rökstuddar. Hann telur að ef verði þetta ekki gert njóti land- eigendur ekki réttlátrar málsmeð- ferðar samkvæmt stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Ólafur Björnsson hæstaréttar- lögmaður sendi óbyggðanefnd einnig bréf 16. janúar þar sem hann gerir sömu kröfur fyrir hönd skjólstæðinga sinna á austanverðu Norðurlandi og beitir sams konar rökum og Ragnar. Sif Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri óbyggðanefndar, segir að nefndin hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hún verði við frávísunarkröfum lögmannanna. Hún segir að nefndin muni taka kröfur lögmannanna fyrir og að þeim verði svarað í næstu viku. Andri Árnason, lögfræðingur fjármálaráðuneytisins, hefur svarað bréfi Ragnars fyrir hönd fjármálaráðuneytisins. Ekki náð- ist í Andra í gær vegna málsins. Kröfur ríkis kunna að varða við lög Lögmenn landeigenda krefjast frávísunar þjóðlendukrafna á austanverðu Norðurlandi. Ragnar Aðalsteinsson segir kröfugerð ríkisins kunna að varða við almenn hegningarlög. Óbyggðanefnd svarar frávísunarkröfunum í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.