Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Þjóðmálaumræðan blómstr- ar í bloggheimum og sér- staklega hafa borgaralegu gildin haldið innreið sína. Margir telja að kosninga- umræðan í vor markist meir af blogginu en nokkru sinni áður. Vefsvæðið mbl. is hefur yfirburðastöðu en ekki eru allir dús. „Stjórnmálaflokkarnir beita sér inni á blogginu sem þeir gerðu ekki fyrir örfáum mánuðum og hrein- ræktaðar stjórnmálasíður hafa sprottið upp. Það er af hinu góða að menn geti skrifað milliliðalaust og komið skoðunum og lífsgildum sínum á framfæri,“ segir Stein- grímur S. Ólafsson, bloggari á saevarr.blog.is. Bloggæði hefur heltekið þjóð- félagsumræðuna og Steingrímur telur að það hafi áhrif á þróunina, einstaklingar láti í minni pokann fyrir samtökum af ýmsu tagi. Bloggið skipti æ meira máli fyrir stjórnmálaflokkana og einstaka frambjóðendur sem geti komið skoðunum sínum og hugsunum á framfæri en hætt sé við því að bloggið drukkni í pólitík. „Jákvætt er að fjölmiðlar fá kannski meira til að moða úr og almenningur getur nýtt sér bloggið til að kynnast skoðunum stjórn- málamanna milliliðalaust. Boð- skapur til kjósenda getur orðið beinskeyttari. Næstu mánuði munu stjórnmálin flæða vel á blogginu, eftir það tekur við óvissutímabil en síðan reikna ég með að samkeppni aukist milli fyrirtækja sem bjóða upp á blogg.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur, sem bloggar á kaninka.net/stefan, hefur upp á síðkastið endað færsl- ur sínar með tillögum um að koma Moggablogginu fyrir kattarnef. „Bloggheimurinn hefur anarkísk- an blæ en Moggabloggið gerir til- raun til að steypa alla í sama mót og hampa eigin bloggurum. Þar er ákveðin „elítuhugsun“ og menn fá stimpil sem úrvalsbloggarar. Þeim sem ekki blogga hjá Mogganum er gert erfiðara fyrir með að gera athugasemdir við Moggablogg,“ segir hann og telur að blaðamenn klappi hver öðrum á bakið með til- vísunum í auknum mæli. Salvör Gissurardóttir bloggar á salvor.blog.is. Hún telur að borgaralegri skoðanir hafi haldið innreið sína í bloggheiminn. Stjórn- málamenn hafi notað bloggið allt of lítið til að koma skoðunum sínum á framfæri. „Ég hef þá trú að umræðan verði trylltari fram að kosningum,“ segir hún og telur hættulegt ef hneykslismál komi upp fyrir kosningar og bloggarar gleymi sér í hita leiksins og kunni sér ekki hóf í orðræðunni. Salvör telur rétt að átök eigi sér stað í bloggheiminum þar sem Mogginn hafi hingað til staðið uppi sem sigurvegari og Stefán og Stein- grímur virðast sammála um að von sé á harðari samkeppni. „Mér sýn- ist Vísir vera að manna sig upp í það þó að þeirra blogglið sé afar fámennt og hvorki fugl né fiskur,“ segir Stefán. Hann bendir á að bloggið sé slúðurmiðill, miðill fyrir „niður- soðin stjórnmál“ en ekki staður fyrir pólitíska samræðu. Hann telur að stjórnmálaflokkar reyni að fara inn á þessar lendur en ekki sé nóg að henda upp síðu, hún þurfi að vera grípandi og skemmtileg og það taki tíma að byggja hana upp. Menn hafi auk þess tilhneigingu til að ofmeta bloggið. Bloggstríð fyrir kosningar Flest batnar með aldrinum Gott að lofta um Það er göfugt áhugamál að stunda fuglaskoðun. Þetta segir Ólafur Einarsson, líffræðingur og með- limur í Fuglaverndarfélagi Íslands sem stendur fyrir garðfuglaskoð- un um helgina. „Þetta er í þriðja skiptið sem við hvetjum fólk til að líta í garða sína og kynna sér töfra smáfuglanna í kringum okkur. Við hvetjum fólk einnig til að senda okkur upplýsing- ar um skoðunina,“ segir Ólafur. Fyrirmyndina að garðfuglaskoðun- inni segir hann vera Konunglega breska fuglaverndarfélagið, sem staðið hefur fyrir fuglaskoðun í um þrjátíu ár. Hann segir fuglaskoðun- ina mjög vinsæla á Bretlandseyjum og að síðast hafi tæplega hálf millj- ón manna tekið þátt í henni. „Við vonum að áhugi á fuglum kvikni við skoðunina því þetta er ekki bara skemmtilegt heldur er líka heil- næmt að fara út og virða fuglana fyrir sér í rólegheitum,“ segir Ólaf- ur, sem þegar hefur virkjað nem- endur í líffræði við Fjölbrautaskóla Suðurlands í fuglaskoðun. Þeim sem hafa áhuga á því að fara út í garð og virða fiðraða nágranna mannfólksins fyrir sér er bent á vefinn fuglavernd.is en þar má finna eyðublaðið sem fólk er hvatt til að senda eftir garð- fuglaskoðunina auk ráðlegginga um fóðrun fugla að vetrarlagi. Fuglaskoðun er göfug Með mörg járn í eldinum Fjarlægjum það Morgunverður frá kl. 9:00 - 11:00 195,- Þú átt allt gott skilið! mánudaga - laugardaga verslun opnar kl. 10:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.