Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 50
6 „Ég byrjaði að stunda snjóbretti árið fyrir fermingu. Ég sá nokkra stráka á snjóbrettum hér í bænum og fékk að prófa hjá þeim. Ég gat ekki neitt og þá kviknaði áhuginn á að læra meira,“ segir Arnar Ómarsson sem nú kennir á snjóbretti í Hlíðarfjalli við Akureyri. „Ég fékk svo snjó- bretti i fermingargjöf og hef verið að síðan.“ Arnar segir snjóbrettaiðkun vax- andi íþrótt og það færist stöðugt í aukana að eldra fólk fari á snjó- bretti. „Þetta er íþrótt sem allir ald- urshópar geta stundað. Sá elsti sem ég hef séð hér í Hlíðarfjalli er um sextugt. Foreldrar hafa líka verið að læra á bretti til að geta stundað þessa íþrótt með börnum sínum.“ Arnar hefur getið sér gott orð fyrir snjóbrettamyndir og ljós- myndun, en hann hefur gert fjölda myndbanda með hópi snjóbretta- manna frá Akureyri. „Ég kom inn í hópinn sem tæknimaðurinn og fór að taka myndbönd af strákunum en er núna aðallega að taka myndir af þeim. Við höfum gert sjö mynd- bönd og þau hafa fengið mjög góð viðbrögð. Strákarnir leggja mikið á sig til að gera þetta sem flottast og það er aðdáunarvert að fylgjast með þeim flytja snjó inn í bæ til að geta stundað snjóbrettin. Það hefur líka verið lögð mikil vinna í lýsingu og kvikmyndatökurnar.“ Arnar segir mjög góða aðstöðu fyrir snjóbrettaiðkun á Akureyri. „Við höfum aðgang að þessu frá- bæra skíðasvæði rétt fyrir ofan bæinn og þar eru nýjar og góðar stólalyftur. Það hefur verið stefna aðstandenda skíðasvæðisins að leggja áherslu á snjóbrettamenn- inguna og það hefur verið afmarkað ákveðið svæði fyrir snjóbrettafólk. Þetta hefur skilað sér í auknum áhuga fólks á íþróttinni.“ - öhö Snjóbretti eru ekki bara fyrir unga fólkið Arnar Ómarsson, snjóbrettakennari á Akureyri, segir snjóbrettaiðkun njóta aukinna vinsælda og að þetta sé ekki bara íþrótt unga fólksins. Töluvert sé um að fullorðið fólk læri á snjóbretti til að geta rennt sér með börnum sínum og jafn- vel barnabörnum. { vetrarlíf }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.