Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 46
 { vetrarlíf } 2 „Það má segja að maður hafi alist upp hér í fjallinu en pabbi minn sá um skíðasvæðið áratugum saman,“ segir Arna Ívarsdóttir, skíðakennari á Akureyri. „Ég byrjaði að kenna á skíði árið 1989 svo þetta fer að nálgast tuttugu ár. Ég byrjaði sjálf að æfa sex ára gömul og það má líka segja að maður sé með þetta í blóðinu.“ Arna hefur bæði starf- að sem þjálfari og kennari en er að kenna börnum á skíði núna. „Það er rosalega gaman að vinna með börnunum og aðstaðan hér er öll hin besta.“ Arna er í stjórn Andrésar andar leikanna og segir nóg að gera við skipulagningu þeirra. „Þetta er allt- af mjög vinsælt mót og það má segja að undirbúningur standi allan ársins hring.“ Arna segir Akureyri eiga góð sóknarfæri í skíðasvæðinu. „Við höfum til dæmis fengið fyrirspurn frá Danmörku um skíðaferðir hing- að til lands, en Danir hafa eins og kunnugt er litla aðstöðu til skíða- iðkunar í sínum heimalandi. Það er mikil ferðamennska í kringum skíðaiðkun og ég hef sjálf ferðast til Ítalíu og prófað brekkurnar þar. Það var mikil upplifun.“ Það má með sanni segja að skíðin séu fjölskylduíþrótt því öll börn Örnu eru komin í brekkuna. „Karen dóttir mín er 13 ára og er á fullu í alpa- greinum og Ívar sonur minn sem er 10 ára er í skíðagöngu. Sá yngsti, Sveinn, er fjögurra ára og hann er byrjaður að renna sér í brekkunni með afa sínum og á örugglega fram- tíðina fyrir sér.“ - öhö Öll fjölskyldan á skíðum Arna Ívarsdóttir, skíðakennari í Hlíðarfjalli á Akureyri, hefur verið á skíðum frá fjögurra ára aldri. Hún segir Akureyri eiga mikil sóknarfæri í skíðasvæðinu. „Hér er jöfn og góð umferð yfir veturinn en þó mun minni en á sumrin,“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Jarðböðun- um ehf. í Mývatnssveit. Stefán segir íslenska gesti í mikl- um meirihluta yfir vetrartímann en útlendingarnir fari að láta sjá sig í mars og alveg fram í október. „Yfir sumartímann eru útlendingar í meirihluta hérna,“ segir hann og bætir við að það sé ótrúlega fallegt í Mývatnssveitinni yfir háveturinn. „Ég varð að kíkja í borgina í vik- unni en ætlaði varla að hafa mig úr sveitinni. Hér var 27 stiga frost og stafalogn og náttúran eins og á póstkorti en fólk lét kuldann ekki aftra sér frá að mæta ofan í böðin,“ segir Stefán sem flutti í Mývatns- sveit fyrir rúmum tveimur árum og sér ekki eftir því. Jarðböðin opnuðu sumarið 2004 og Stefán segir viðbrögðin hafa verið góð frá fyrsta degi. „Gesta- gangur hefur farið stigvaxandi. Árið 2005 fengum við 51 þúsund gesti en í fyrra komu 62 þúsund manns hingað og við vonum að þeir verði enn fleiri þetta árið,“ segir hann og bætir við að það sé margt annað í boði í Mývatnssveit yfir vetrartímann. „Hér er hægt að leigja snjósleða, dorga á vatninu og fara í gönguferðir. Við höfum lagt mikla vinnu í þetta og erum loksins að sjá árangur af erfiðinu og bindum miklar vonir við fram- tíðina. Á sumrin er Mývatnssveit algjör náttúruperla og algjör parad- ís fyrir fuglaskoðunarfólk auk þess sem jarðfræði Mývatnssveitar er afar áhugaverð fyrir alla. Umhverf- ið breytist mikið á veturna og þá er ekki síðra að koma hingað, upplif- unin verður hins vegar allt önnur. Það er ótrúleg lífsreynsla að sitja í 39-40 stiga heitu vatninu eftir að sólin hefur sest og horfa á stjörnu- bjartan himininn og hugsanlega norðurljós. Á veturna er opið til 22 á kvöld- in en á sumrin er opið til miðnættis og þá er mjög vinsælt að horfa á miðnætursólina héðan úr böðun- um. Fólk kemst aðeins nær náttúr- unni fyrir vikið.“ indiana@frettabladid.is Jarðböðin færa okkur nær náttúrunni Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Jarðböðunum ehf. í Mývatnssveit, segir ótrúlega upplifun að horfa á stjörnur og norðurljós í heitu vatninu. Skíðaferðum fylgir nestisútgerð því ekki dugar annað en næra sig og fylla á orkutankinn við slíkar aðstæður. Fátt er betra en heitt kakó og góð samloka þegar tekin er pása í fjallinu. Samlokur eru hentugur skyndibiti og geta verið fínasta fæði sé vandað valið á hráefninu. Brauðið þarf að vera þétt og matarmikið og áleggið getur verið af ýmsum gerðum, ostur af ein- hverju tagi, fiskur eða kjöt í sneið- um, grænmeti, egg og salöt eða sósur. Fitulítil salöt eiga vaxandi vinsæld- um að fagna eftir að fólk fór að huga í auknum mæli að hollustu. Yfirleitt er brauðið smurt með eilitlu smjöri, bæði til að halda álegginu betur á og gera matinn mýkri í munni. Nesti í skíðaferðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.