Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 58
14 Öll dreymir okkur um ævintýri og áhættur á exótískum ströndum. Sum okkar láta sér ekki nægja að dreyma. Sigurður Baldursson er einn þeirra en eftir að hafa alist upp í snjónum á Akureyri flutti hann til Flórída þar sem hann gerði áhuga- mál sitt að atvinnu. Í fjölmörg ár var hann atvinnustökkvari, kennari og myndatökumaður háloftanna yfir ýmsum ströndum. SNJÓRINN FYRIR NORÐAN Sigurður Baldursson er sonur Bald- urs Sigurðssonar, eða snjókatta Baldurs eins og hann er kallaður, sem var mikill frumkvöðull á sviði vetraríþrótta. Hann var einn af þeim sem átti þátt í byggingu skíðalyftu í Hlíðarfjalli árið 1962 og einn af þeim fyrstu til að koma á fót reglu- legum jöklaferðum fyrir ferðamenn. Auk þess átti hann snjóbíla sem notaðir voru til að ferja fólk og ná í slasaða einstaklinga þegar aðrir komust ekki leiðar sinnar vegna ófærðar. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni og Sigurður tók fljótt ástfóstri við snjóinn. „Þegar ég er 14 ára byrja ég að keyra snjóbíl hjá pabba. Ég fékk að troða þegar snjó- troðararnir biluðu,“ segir Sigurður. „Svo var maður auðvitað heilmikið á skautum eins og flestir Akureyr- ingar og það er eitthvað sem fylgdi mér lengi.“ Skautaáhuginn skilaði Sigurði nokkrum Íslandsmeistaratitlum og bænum heilu skautasvelli, en Sig- urður átti þátt í að leggja í fyrsta vélfrysta skautasvellið á Íslandi. „Þetta var búið að vera kosningamál lengi bæði fyrir norðan og sunnan. Við biðum og biðum og ekkert varð úr þessu. Við fengum nóg af bið- inni og gerðum þetta bara sjálfir,“ segir Sigurður sem ásamt félögum sínum vann við byggingu skauta- svellsins í sjálfboðavinnu. Þegar svellið var vígt hafði það miklar og jákvæðar breytingar í för með sér fyrir skautaíþróttina. „Aðal breytingin fyrir okkar var að nú þurftum við ekki að moka snjó af svellinu áður en við byrjuðum,“ segir Sigurður og hlær. „Það var ákveðin eftirsjá í því vegna þess að við hituðum aldrei upp á þessum tíma eða teygðum. Við mokuðum bara snjó og vorum þannig heitir og í góðu formi áður en við fórum út á svellið.“ FRÁ FLÓRÍDA NORÐUR AÐ HEIM- SKAUTABAUG Sumarið 1984 stökk Sigurður í fyrsta sinn út úr flugvél. Hann vissi afskaplega lítið um hvað málið snérist og var í rauninni ekki kennt neitt fyrir stökkið nema að toga í spottann. „Stökkið greip mig svo- lítið,“ segir Sigurður, en svolítið getur varla talist rétta orðið því um haustið var hann kominn til Flórída til að stökkva meira. „Ég er lærður pípulagningameistari og vann eitt- hvað við það en mestur tíminn fór í að stökkva og læra að kenna öðrum að stökkva,“ segir Sigurður. „Eftir þetta bjó ég á veturna úti á Flórída þannig að fallhlífarstökk og sumar- sól tók við af skautum og ís.“ Sigurði leið afar vel úti á Flór- ída og þar gafst honum kostur á að verða stöðugt færari í háloftalist sinni. Hann var farinn að undir- búa að flytja út alfarið þegar ung kona breytti framtíðaráætlunum hans svo um munaði. „Þær eiga það til, konurnar, að beygja leið manns. Ég hitti eina sænska sem ég kenndi fallhlífarstökk og veturinn eftir stóð ég úti á svölum rétt undir heimskautsbaug í 30 stiga frosti í norður Svíþjóð,“ segir Sigurður. „Ég horfði út í vindinn og spurði sjálfan mig: Hvað gerðist eiginlega? Hvar er Flórída?“ Sigurður tók sér bólfestu á Norðurlöndunum, giftist sænsku stúlkunni og með henni rak hann fallhlífaklúbb. Allar helga á sumr- in unnu þau við að stökkva og í leiðinni notaði Sigurður sérsmíð- aðan hjálm sinn til að taka myndir Stökk úr flug- vél með blinda konu í fanginu Sigurður Baldursson var einn af fáum atvinnufall- hlífastökkvurum okkar Íslendinga. Nú unir hann sér best uppi í heiði á mót- orhjóli eða vélsleða. { vetrarlíf }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.