Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 98
 Í gær kom í ljós hverjir mætast í úrslitaviðureign einliða- leiks kvenna en þá voru undan- úrslitin leikin. Maria Sharapova frá Rússlandi og hin bandaríska Serena Williams mætast í úrslit- unum í fyrramálið. Í fyrri undanúrslitaleik einliða- leiks karla vann besti leikmaður heimsins í dag, Roger Federer, léttan sigur á Andy Roddick frá Bandaríkjunum. Yfirburðir hans í viðureigninni voru algerir. Sharapova vann Kim Clijsters frá Belgíu í gær frekar auðveld- lega, 6-4 og 6-2. Var þetta síðasta viðureign Clijsters á opna ástr- alska þar sem hún hefur ákveðið að hætta í árslok. „Auðvitað mun ég sakna þessa,“ sagði hún. „Mér finnst leiðinlegt að hafa ekki staðið mig betur í dag. Ég reyndi hvað ég gat en mætti mér betri leikmanni í dag.“ Serena Williams hefur komið skemmtilega á óvart og í gær vann hún Nicole Vaidisova frá Tékk- landi, 7-6 og 6-4. Sharapova og Serena í úrslitum Shaquille O’Neal spilaði í fyrrinótt sinn fyrsta leik með Miami Heat síðan í nóvem- ber en það dugði þó ekki því NBA-meistararnir töpuðu fyrir Indiana, 96-94, í framlengdum leik. Miami missti niður 20 stiga forskot í seinni hálfleik. O’Neal var búinn að missa af síðustu 35 leikjum Miami en hann var með 5 stig og 5 fráköst á þeim 14 mínútum sem hann spilaði. „Það er gott að vera aftur byrjaður að spila en ég er augljós- lega enn nokkuð ryðgaður. Ég mun losa mig við ryðið og ná mínum takti aftur,“ sagði Shaq eftir leikinn. Dwyane Wade, sem hafði misst af síðasta leik, var með 32 stig og 8 stoðsendingar. Endurkoma Shaq ekki nóg Real Madrid er búið að selja brasilíska framherjann Ronaldo til ítalska liðsins AC Milan. Kaupverðið er upp á sex milljónir evra, um 535 milljónir íslenskra króna. AC Milan hefur verið lengi á eftir Ronaldo og bauð ítrekað í hann í sumar en hann snýr nú aftur til Mílanó-borgar þar sem hann spilaði með Inter á árunum 1997 til 2002. Ronaldo á leið til AC Milan Alfreð Gíslason var eðlilega ekki sáttur í leikslok enda tapið sárt þar sem íslenska liðið hafði leikinn í höndum sér fram að síðustu tíu mínútunum. „Við áttum alltaf möguleika og vorum með þennan leik lengstum. Þegar við fengum tækifæri til að ganga frá leikn- um fengum við dæmdan á okkur ruðning og sumir þessara dóma voru algjört grín. Dómararnir dæmdu líka stundum of snemma. Við vorum þá að keyra kerfi og þeir fatta ekki hvað við erum að gera. Ég hef oft fengið þessa dómara áður og þetta er það slakasta sem ég hef séð frá þeim. Það var ekkert samræmi í þess- ari dómgæslu í dag,“ sagði Alfreð brúnaþungur að loknum blaðamannafundi. Hann vill þó ekki skella skuld- inni alfarið á dómarana þó að flestir geti verið sammála um að þeir hafi verið slakir. „Við vorum að taka ótímabær skot og annað. Við fórum skelfi- lega illa að ráði okkur og við vorum sjálfum okkur verstir. Við vorum svo í vandræðum með skytturnar og þegar við sóttum út kom hinn sterki línumaður þeirra sér vel fyrir og fékk boltann. Þetta var allt svolítið erfitt og sendingafeilarnir voru líka margir,“ sagði Alfreð en hefði hann viljað gera eitthvað öðruvísi varðandi vörnina og markvörsluna í síðari hálfleik? „Ég veit það ekki. Ég var að prófa ýmislegt og báðir mark- verðir fengu sinn tíma en það skilaði litlu. Það var allt reynt en það bara gekk ekki í dag. Þetta var hrikalega svekkjandi,“ sagði Alfreð, sem var ekki búinn að ákveða hvernig deginum í dag yrði varið en Ísland á leik aftur á morgun Slóvenum. Alfreð Gíslason segir að íslenska liðið hafi farið illa að ráði sínu gegn Pólverjum í gær og að slök dómgæsla hafi einnig lítið hjálpað. Stórskyttan Logi Geirsson var frekar illa lemstrað- ur eftir leik en hann meiddist á öxl í leiknum. “Heilsan er fín en ég varð samt hræddur því ég hef farið úr axlarlið á þessari sömu öxl. Ég finn að öxlin er byrjuð að bólgna upp þannig að núna tekur við kæling og sjúkraþjálfun,” sagði Logi merkilega brattur enda jákvæður maður með eindæmum. “Ég kom inn aftur þó ég væri ekki alveg heill. Maður varð að fórna sér enda var ég lélegur í seinni hálfleik. Annars var þetta slakur leikur en við komum tvíefldir til baka og vinnum Slóvena. Það er ekki spurning. Það vantaði “killerinn” í okkur í dag til að klára leikinn og ég skil ekki alveg hvað gerðist í dag,” sagði Logi. Við komum tví- efldir til baka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.