Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2007, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 26.01.2007, Qupperneq 42
BLS. 6 | sirkus | 26. JANÚAR 2007 H lustendaverðlaun FM 957 voru afhent á þriðjudags-kvöldið við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu. Jeff Who? var sigurvegari kvöldsins með þrenn verðlaun sem hljómsveit ársins, nýliðar ársins og áttu besta lag ársins Barfly. Magni var valinn söngvari ársins en að auki voru Rockstar- tónleikar hans í Höllinni í lok nóvember valdir bestu tónleikarnir. Nylon átti myndband ársins og Klara úr sömu sveit var valin söngkona ársins. Laddi fékk síðan Heiðursverð- laun FM 957 og gamlingjarnir í Sálinni unnu í flokknum plata ársins. Fjölmenni var í Borgarleikhúsinu en hátíðin var einnig sýnd beint á sjónvarpsstöðinni Sirkus og á FM 957. Leikarar lögðu 101 Hótel undir sig á föstudagskvöldið eftir vel heppnaða frumsýningu á leikritinu Sælueyjunni í Þjóðleikhúsinu. Þar fór fremst í flokki fjölskylda leikarans ástsæla Arnars Jónssonar sem lá þó á sjúkrabeði heima, meiddur á hné. Dóttir hans Sólveig Arnarsdóttir, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í leikritinu, fagnaði góðu kvöldi ásamt systkinum sínum Oddnýju og Þorleifi Arnari og móður þeirra Þórhildi Þórleifsdóttur. Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson heiðraði Ölstofu Kormáks og Skjaldar með nærveru sinni á föstudagskvöldið og ræddi borgarmálin við gesti staðarins. Leikarinn Hilmir Snær Guðnason skaut sér einnig inn í stutta stund. Það þótti mönnum merkilegt því ekki er langt síðan hann lenti í „ryskingum“ við dyravörð á staðnum. Hugrakkur maður hann Hilmir. Það var margt um manninn á veitinga- staðnum Domo á föstudagskvöldið. Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir, sem eru á meðal eigenda staðarins, létu fara vel um sig í einu horninu og að sjálfsögðu í félagsskap fagurra kvenna. World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir skemmtu sér konunglega sem og Ottó Guðmunds- son lýtalæknir og frú. Eignasalinn Andrés Pétur Rúnarsson var þar ásamt vini sínum Apple-kónginum Bjarna Ákasyni og unnustu hans Elvu Dögg Sigurgeirsdóttur. Söngkonan Heiða naut lífsins með fjölskyldu sinni eftir þátttöku í forkeppni Eurovision fyrr um kvöldið. Á einu borði staðarins sátu útvarpskonan Ragnheiður Magnúsdóttir á Bylgjunni, Elín Arnar, ritstýra Vikunnar, ljósmynd- arinn Nína Björk Gunnarsdóttir og Marsibil Sæmunds- dóttir, varaborgarfull- trúi Framsóknar- flokksins, og spjölluðu um lífið og tilveruna. Á Tapasbarnum á laugardaginn sátu ekki ómerkari menn en Frosti í Mínus, Ísleifur Þórhallsson hjá Event og Jón Gunnar Geirdal að snæðingi upp á spænskan móð og virtist líka það vel. Andrea Róbertsdóttir lýsti upp Boston á laugardaginn ásamt leikstjóranum Silju Hauksdóttur. Arkitekt- inn Marc Leffe rak inn nefið sem og myndarlist- arkonan Þórdís Aðalsteins og Örvar í Múm sveif um staðinn. Þ að komust færri að en vildu á þorrablót knattspyrnudeildar Stjörnunnar sem haldið var í Stjörnuheimilinu í Garðabænum síðastliðið föstudagskvöld. Um 700 manns mættu í veisluna og voru á milli 200 ogl 300 á biðlista. Þetta þorrablót hefur verið haldið undanfarin fimm ár og hefur vaxið gífurlega á þeim tíma. Tónlistarmaðurinn Hrafnkell Pálmarsson sá um veislustjórn og fórst það vel úr hendi. Sjónvarpsmað- urinn góðkunni Sigmar Guðmunds- son, einn hinna brottfluttu Garð- bæinga, var ræðumaður kvöldsins og Milljónamæringarnir léku fyrir dansi fram á nótt eins og þeim er einum lagið. ¿Ég er enn með gleðina í mér,¿ sagði einkaþjálfarinn Lóló við Sirkus á þriðjudaginn, fjórum dögum eftir blótið. ÞORRA BLÓTAÐ Í GARÐABÆNUM LALALALALALALA Allir verðlaunahafar hátíðarinnar tóku undir í lokalagi kvöldsins, hinu vinsæla Barfly með Jeff Who? KYNÞOKKI Auðunn Blöndal var kynnir og er óhætt að segja að kynþokkinn hafi hreinlega leikið af honum þegar hann gekk inn í salinn á nærbuxunum einum klæða. SIRKUSMYND/DANÍEL ENGRI LÍK Sylvía Nótt frumflutti nýtt lag og setti á svið sýningu eins og henni er einni lagið. TÓK SVIÐIÐ MEÐ STORMI Óhætt er að segja að Storm Large hafi slegið í gegn á Hlustenda- verðlaununum og ekki var verra að hafa Magna með á gítarnum. Sylvía og Storm í Borgarleikhúsinu SÆTAR SAMAN Tískudrottningin Svava Johansen býr á Flötunum í Garðabæ og hún lét sig ekki vanta á þorrablótið. Hér er hún með einni af sínum bestu vinkonum, henni Lóló sem vakti mikla athygli á blótinu fyrir glæsilegt dress. „Þetta er partur af þjóðbúningi sem ég erfði eftir ömmu mína. Ég nota vestið og beltið en bæti síðan við leðurbuxum og bol. Þetta er svona 2007 útgáfan af þjóðbúningnum,“ segir Lóló og hlær. Hún var að mæta í fyrsta sinn á þorrablótið en sagðist ætla að mæta á öll blótin hér eftir. SIRKUSMYND/RÓSA SKYLDUMÆTING MEÐ VINAHÓPNUM Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofu, var mætt á þorrablót Stjörnunnar ásamt eiginmanni sínum Halldóri Þorkelssyni. Við hlið hennar er vinkona hennar Guðrún Elfa Tryggvadóttir og lengst til hægri er Ingibjörg Þ. Sigfúsdóttir. Hildur og eiginmaður hennar búa reyndar í Kópavogi en fylgdu vinum sínum úr Garðabænum. „Það var skyldumæting með vinahópnum. Við fórum líka í fyrra þótt við styðjum ekki Stjörnuna. Þetta snýst meira um að vera bara með vinum sínum,“ sagði Hildur. SIRKUSMYND/RÓSA STÓÐ UNDIR NAFNI Hrafnkell Pálmason, gítarleikari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, var í svörtum fötum á þorrablót- inu en hann var veislustjóri. Eiginkona hans, Elín María Björnsdóttir, oft kennd við brúðkaupsþáttinn Já á Skjá einum, var glæsileg í nýjum Karen Millen-kjól sem var keyptur sérstaklega fyrir þorrablótið. „Er það ekki kjóll fyrir hvert tilefni?“ segir Elín María og hlær. IRKUSMYND/RÓSA FRUMKVÖÐLARNIR Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Sigmar Guðmundsson var ræðumaður kvöldsins og sagðist aðspurður hafa fengið góð viðbrögð við ræðu sinni. ¿Það var hlegið nokkrum sinnum eins og venjan er á þorrablótum,¿ sagði Sigmar. Með honum á myndinni eru alþingismaðurinn Bjarni Benediktsson og eiginkona hans, Þóra Margrét Baldvinsdóttir. Sigmar og Bjarni eru í hópi þeirra sem komu þessu blóti á laggirnar fyrir fimm árum og sagði Sigmar það gleðilegt að þessi samkoma væri nú snar þáttur í samkvæmislífi Garðbæinga á ári hverju. SIRKUSMYND/RÓSA Hverjir voru hvar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.