Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 78
Það er óhætt að segja að mjög óhefð-bundnar aðferðir í kosningabaráttu hafi staðið yfir undir formerkjum sáttar þar sem þingmenn Frjálslynda flokksins hafa verið löðrungaðir hvað eftir annað. Í yfirvofandi kosningum um forystu í Frjálslynda flokknum legg ég þunga áherslu á að kosin verði forysta sem getur staðið þétt saman í aðdraganda alþingiskosninga og ekki síður að loknum kosning- um í vor. Samhent forysta er gríðarlega mikilvæg fyrir framtíð flokksins og það er alls ekki gæfulegt að ætla að velja manneskju til að leiða flokkinn sem getur ekki lýst því yfir að hún ætli að starfa áfram í flokknum ef hún verður undir í kosningu. Þau átök sem fara fram um helgina eiga sér nokk- urn aðdraganda og er ljóst að þau snúast að sögn þeirra sem bjóða sig gegn núverandi forystu ekki um málefni. Hvert er þá bitbeinið? Það varðar eingöngu persónulegan metnað þeirra sem bjóða sig fram gegn forystu flokksins. Það er gert þótt augljóst sé að það geti skaðað Frjálslynda flokkinn og gert honum erfiðara um vik að vinna að baráttumálum sínum gegn kvótakerfinu og ranglátu skattkerfi. Það er íhugunarefni að fara yfir þau rök sem notuð hafa verið opinberlega gegn þingmönnum Frjálslynda flokksins á síðustu mánuðum. Í fyrsta lagi hafa þingmenn verið sakaðir um óheilindi varðandi inngöngu félaga úr Nýju afli í Frjálslynda flokkinn. Ranglega hefur verið fjölyrt um einhverja sameiningu þessara flokka og má m.a. lesa þær rangfærslur í Blaðinu í dag. Þessi óvild í garð félaga í Frjálslynda flokknum sem komu úr Nýju afli er að einhverju leyti sprottin upp úr óvild og gömlum erjum í garð örfárra einstaklinga sem voru framarlega í þeirri sveit. Ég er þeirrar skoðunar að fólk sem er í stjórnmálum verði að geta lagt til hliðar ára- gamlan persónulegan ágreining þegar lagst er á árar um að ná fram þjóðþrifamálum. Í öðru lagi hafa þingmenn flokksins verið sakaðir um kynþáttahatur og andúð gegn múslimum og að fara á svig við stefnu flokksins í málefnum útlendinga og þar hafi fyrrverandi framkvæmdastjóri rétt af stefnu þingmannanna. Í brigslyrðum í garð Magnúsar Þórs Haf- steinssonar sem stóð í orrahríð umræðunn- ar um útlendingamál jafnaði Margrét Sverrisdóttir fólki í Krossinum við öfgamenn úr röðum múslima. Þau orð vöktu hörð viðbrögð meðlima Krossins og í framhaldinu ræddi ég við Gunnar Þorsteinsson um málið og tók sérstaklega fram að ég væri ekki sömu skoðunar og Margrét og reyndi að leiða Gunn- ari fyrir sjónir að ef til vill væri um túlkun blaða- manns að ræða. Í þriðja lagi var eðlilegri uppsögn á fram- kvæmdastjóra þingflokks snúið á allra versta veg sem mögulegt var. Í fjórða lagi hafa þingmenn Frjálslynda flokks- ins opinberlega verið sakaðir af frambjóðendum til forystu í flokknum um dómgreindarbrest og alvar- leg mistök vegna þeirrar yfirlýsingar að vilja að varaformaður og formaður verði samstiga eftir komandi landsþing. Í fimmta lagi er látið að því liggja að Frjálslyndi flokkurinn láti frambjóðendur til forystu í flokkn- um gjalda fyrir kyn sitt. Í sjötta lagi er hótað sérframboði og klofningi í sambland við ólíkindafarsa í kringum eignarhald á nafni Frjálslynda flokksins. Það er heilbrigt og gott að menn sýni persónuleg- an metnað og lýsi sig tilbúna til að taka á sig skyldur en kappi verður að fylgja forsjá. Höfundur er alþingismaður. Flokkurinn þarf samstæða forystu Árni Sigfússon er bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Samt segir hann í Morgunblaðinu þann 13. jan- úar að ekki verði kosið um stór- iðjuáform á Suðurnesjum. En er það Árna að ákveða það? Fram- kvæmdirnar sem bæjarstjórinn vill ekki að kosið verði um eru að megninu til í landi Garðs, Sand- gerðis, Grindavíkur og Hafnar- fjarðar en minnst af mannvirkjun- um eru í því landi sem umboð bæjarstjórans í raun og veru nær til. Árni hefur aðeins umboð til þess að tala fyrir hönd Reykjanes- bæjar. Samt sem áður lætur hann eins og hann sé full fær um að taka ákvarðanir, einn og óstuddur, fyrir hönd allra á Reykjanesskaganum. Aðdragandinn að útspili Árna er fundur Sólar á Suðurnesjum þann 12. janúar síðastliðinn. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir Suður- nesjamönnum og öðrum Íslending- um umsvif yfirvofandi stóriðju- framkvæmda með álveri í Helguvík og tilheyrandi virkjunum víðsveg- ar á Reykjanesskaganum. Að frá- töldum íbúafundi sem sveitar- stjórnin í Garði stóð fyrir hefur lítil sem engin kynning farið fram á meðal íbúa svæðisins en engu að síður er unnið að framvindu máls- ins af fullum krafti. Íbúar sem málið varðar hafa ekki fengið nein- ar haldgóðar upplýsingar um stöðu mála og áformin í heild sinni, enda hafa allar umræður farið fram og allar ákvarðanir verið teknar fyrir luktum dyrum í bakherbergjum landsstjór- ans sjálf- skipaða. Mark- mið Sólar á Suðurnesj- um eru þrjú: 1) Að varðveita náttúrufar og lands- lagsheildir Reykjanes- skagans. 2) Að opna fyrir umræðu meðal almennings um áhrif álvers og orkumannvirkja á umhverfi og samfélag. 3) Að knýja fram kosn- ingar um þessi stórfelldu áform sem varða öll sveitarfélögin á Reykjanesskaganum. Reykjanes- bær og Garður hafa samkvæmt yfirlýsingu gert samning við álrisa um staðsetningu á álverksmiðju í Helguvík. Sól á Suðurnesjum krefst kosninga um málið en land- stjóri segir nei því hann vill ekki ganga gegn gerðum samningum. Á heimasíðu Reykjanesbæjar hvetur bæjarstjórinn bæjarbúa til að hafa áhrif á stefnumótun og fram- kvæmdaröð í bæjarfélaginu, en þegar hann er inntur eftir þessu loforði sínu gengur hann engu að síður á bak orða sinna. Siðferðileg skylda hans ætti að vega þyngra gagnvart þegnum bæjarins en gagnvart erlendu stórfyrirtæki, en svo virðist ekki vera. Umhverfisraskið sem fylgja myndi álveri í Helguvík væri gríð- arlegt. Til stendur að mæta orku- þörfinni með nokkrum nýjum jarð- varmavirkjunum víðsvegar á Reykjanesskaganum, í Krýsuvík, við Sandfell og á Trölladyngju- svæðinu. Háspennulínur myndu liggja eftir skaganum þvert og endilangt, og langþráður Ósabotna- vegur yrði línuvegur ef áformin munu ná fram að ganga. Það liggur ekki einu sinni fyrir hvort nýtileg orka sé til staðar, en samt þykir ekki tímabært að spyrja íbúa Suðurnesja hvort þeir kæri sig um þessa afdrifaríku framkvæmd. Hafnfirðingar einir fá að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík jafnvel þó virkjanir vegna þeirra framkvæmda séu í öðrum lands- hluta, og því ætti kosning að vera augljós kostur fyrir Suðurnesja- menn, þar sem verksmiðja og virkjanir eru í þeirra landi. Bæjar- stjóri Reykjanesbæjar er þó ekki þeirrar skoðunar enda finnst honum betra að lágmarka upplýs- ingaflæðið til þegna sinna. Það er gömul saga og ný að upplýsingar og upplýst umræða er jafnan óhag- stæð framvindu mála og áforma þegar áformin eru í eðli sínu órétt- lætanleg. Skyldu hinar sveitar- stjórnirnar sem málið varðar vera hliðhollar vinnubrögðum einræðis og leyndar? Höfundur er talsmaður samtak- anna Sól á Suðurnesjum. Landsstjórinn segir nei Nýverið kynnti félagsmálaráð- herra, Magnús Stef- ánsson, stefnu ríkis- stjórnarinnar um aðlögun innflytjenda. Markmið hennar er að tryggja að allir íbúar landsins njóti jafnra tækifæra og séu virkir þátttakendur í samfélaginu á sem flestum sviðum mannlífs. Meginverkefni innflytjendaráðs, sem sett var á laggirnar í lok árs 2005, er að fjalla um helstu atriði er snerta aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi. Meðal ann- ars á ráðið að vera stjórnvöldum til ráðgjafar við stefnumótun í málaflokkum. Sú stefna sem rík- isstjórnin hefur gert að sinni er afrakstur vinnu innflytjenda- ráðs í samstarfi við ýmsa hags- munaaðila. Stefnan kemur inn á flesta þætti samfélagsins enda eru innflytj- endamál ekki afmarkaður mála- flokkur. Sérstök áhersla er lögð á íslenskukennslu enda ríkir þjóð- arsátt um það að standa dyggi- lega vörð um íslenska tungu. Hún er sameign þjóðarinnar og geymir sögu hennar, menningu og sjálfsvitund. Hún er einnig tæki til félagslegra samskipta og lykill að þátttöku í þjóðlífinu. Með öflugum stuðningi við íslenskunám innflytjenda sem sniðið er að þörfum hvers og eins er þjónað því tvíþætta markmiði að flýta fyrir aðlögun þeirra að samfélaginu og styrkja stöðu íslenskunnar til framtíðar. For- senda aðlögunar að nýju samfé- lagi og þátttöku í því er að geta tjáð sig á tungu- máli þjóðarinnar. Rannsóknir sýna að mikill meirihluti fólks af erlendum uppruna á Íslandi vill læra íslensku. Að því skal stefna að íslenskunám fyrir innflytjendur feli jafnframt í sér fræðslu um íslenskt samfélag, gildi þess, menningar- arf og réttindi borgara og skyldur. Í stefnu ríkisstjórnarinnar er einnig lögð sérstök áhersla á atvinnuþátttöku innflytjenda því launað starf er undirstaða vel- ferðar. Atvinnuþátttaka á Íslandi er með því mesta sem gerist í heiminum, ekki síst meðal inn- flytjenda og er það stefna stjórn- valda að svo verði áfram. Jafn- framt er lögð áhersla á virkt eftirlit með að gildandi lög séu virt og að kjarasamningar haldi. Þá þurfa innflytjendur að fá greinargóðar upplýsingar um íslenskt samfélag og réttindi og skyldur borgara í landinu sem stuðla að farsælli aðlögun og þátt- töku þeirra í samfélaginu. Til þess að mæta þessu markmiði er í vinnslu útgáfa upplýsingabæk- lings í samvinnu við þá fjölmörgu aðila sem veita innflytjendum þjónustu. Markmið slíks bæk- lings er að auðvelda innflytjend- um fyrstu skrefin í nýju landi svo að allt ferlið gangi vel fyrir sig. Innihald stefnunnar er yfirgrips- meira en hægt er að gera skil í einni blaðagrein. Við þessi tíma- mót sem samþykkt ríkisstjórnar- innar á stefnu hennar um aðlög- un innflytjenda er horfum við fram á veginn. Nú er að láta hendur standa fram úr ermum. Sú sérstaða okkar að þátttaka í hópi innflytjenda á atvinnumark- aðnum er hér meiri en þekkist annars staðar gefur okkur ein- stakt tækifæri til að skapa sam- félag jafnra tækifæra allra og stuðla að þátttöku allra borgara, innflytjenda þar með talinna, í samfélaginu. Höfundur er þingmaður Fram- sóknar og formaður innflytjenda- ráðs. Aðlögun innflytjenda Menn hafa ekki farið varhluta af að miklar deilur geisa nú innanbúðar í Frjálslynda flokknum. Deilurnar snúast fyrst og fremst um hver sé hæfastur að leiða flokkinn. Ég lýsi hér með fullum stuðningi við Margréti Sverrisdóttur sem sækist eftir embætti varaformanns Frjálslynda flokks- ins. Það er mér sönn ánægja að segja að ég hef átt gott samstarf við Margréti undan- farin fjögur árin sem ég hef þekkt hana. Hún gengur beint til verka og gengur ekki frá verki fyrr en full- klárað er. Hún þekkir stefnuskrá flokksins í gegn og vinnur samkvæmt henni af heilindum. Mörg málin hafa komið á borð til hennar og hún hefur gegnt mörg- um trúnaðarstörfum í nafni Frjálslynda flokksins undanfarin ár og komið fram fyrir hans hönd á opinberum viðburðum og staðið fyrir máli sínu í nafni flokksins. Margrét er sjálfs síns herra og lætur föður sinn, sem er stofnandi flokksins, ekki hafa orð fyrir sér eins og hlustendur Útvarps Sögu hafa fengið að heyra á undan- förnum mánuðum. Mér er ljúft að rita þessar fáu línur til stuðnings Margréti Sverrisdóttur í fremstu forystu Frjáls- lynda flokkins á landsþingi sem haldið verður nú um helgina á Hótel Loftleiðum. Hægt er að skrá sig í Frjálslynda flokkinn og koma á landsþingið og ljá Margréti Sverrisdóttur atkvæði sitt. Höfundur er varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi. Til stuðnings Margréti Sverrisdóttur Sól á Suðurnesjum krefst kosn- inga um málið en landstjóri segir nei því hann vill ekki ganga gegn gerðum samning- um. Sú sérstaða okkar að þátt- taka í hópi innflytjenda á atvinnumarkaðnum er hér meiri en þekkist annars staðar gefur okkur ein- stakt tækifæri til að skapa samfélag jafnra tækifæra. Höldum óhreinindum á mottunni R V 62 17 A Rekstrarvörur 1982–200725ára Sigþóra Gunnarsdóttir Sölumaður í verslun RV …fjarlægir óhreinindi og vætu af skóm …hindrar að gólfið innandyra verði hált …heldur anddyrinu hreinu og snyrtilegu gólfmottukerfið Úti- og innimottur fyrir íslenskar aðstæður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.