Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 84
! Kl. 14.00Stephan Stephensen, öðru nafni President Bongo, sýnir í 101 Gallery við Hverfisgötu. Sýningin ber yfirskriftina IF YOU WANT BLOOD … YOU´VE GOT IT! og er opin milli kl. 14-17, þriðjudaga til laugardaga, til 15. febrúar. Gítartónleikar í Áskirkju Innsetning Kolbeins Huga Höskuldssonar í Nýlistasafninu verður tekin niður á mánudag, stóri salurinn á Laugaveginum hreinsaður út. Fíklaheimurinn þrifinn og salurinn fær aftur á sig hreina mynd hvítþvegins hofs nútímalistarinnar. Innsetningin er gífurlega áhrifamikil og grípur áhorfanda og gest þungur leiði og örvænting þegar stigið er inn í túlkun myndlistarmannsins á þessari hugsýn sem hann hefur staðfest með svo áþreifanlegum hætti. Til hátíðabrigða verður efnt til hljómleika í innsetningunni á laugardagskvöld: eru það síðustu tónleikar tónleikaraðarinnar Íslensk ógæfa. Hljómsveitirnar I Adapt, Retron og Alli og útlagarn- ir munu leika fyrir dansi og er fólk á öllum aldri hvatt til að koma og hlusta á tónana sem brúa kyn- slóðabilið í fréttatilkynningu Nýló um dæmið: „Hér er einstakt tæki- færi til að slá tvær flugur í einu höggi og snobba bæði upp og niður og njóta myndlistarsýningar og tónleika. Kolbeinn mun ásamt samleigjendum sínum og vinum Elvari og Jóni Pálmari dvelja í Nýló yfir helgina og verður opið til miðnættis,“ segir þar og verður innsetningin mönnuð. Þeir sem vilja sjá verkið óspjallað af drungarokksgræjum verða að líta inn fyrir eða eftir giggið. I Adapt er um þessar mundir að klára plötu í fullri lengd sem bera mun nafnið Chainlike Burden. Nýverið kom út í Bandaríkjunum klofningsskífa með I Adapt og The Neon Hookers á vegum Cabal Rec- ords útgáfunnar. Breska rokktíma- ritið Kerrang! hlóð hljómsveitina lofi eftir frammistöðu hennar á síðustu Airwaves-hátíð og minnt- ust sérstaklega á fersk efnistök og kraftmikinn flutning. Sögðu m.a. að þetta hafi verið ein þeirra hljóm- sveita sem sannarlega hafi verið þess virði að hlusta á og undraði greinarhöfundur sig á því að hljóm- sveitin hefði ekki verið hærra skrifuð af tónleikahöldurum. Í hinu bandinu, Retron eru tveir menn, tveir gítarar, IBM tölva og stundum trommari. Retron mun leika lög af óútgefnu meistara- stykki sínu „Swordplay & Guitar- slay“. Tónleikar þeirra eru sjónar- spil sem verður að sjást ásamt því að heyrast, og eru því blindir ekki hvattir til að mæta. Þeir vöktu mikla athygli nýlega fyrir verk sitt Sonur minn, vélin sem frum- flutt var í Tjarnarbíói í vetur. Að sögn eru helstu áhrifavaldar þeirra Player’s Handbook og Dungeon Master’s Guide. Sem sé leikandi létt stuð í heimi fíkni- efnanna eins og Kolbeinn Hugi hugsar dæmið. Drungarokk í Nýló Það er frumsýning í kvöld hjá Jóhanni Sigurðarsyni leikara, nema að nú er hann ekki í búningi og reiðubúinn að skella sér á svið þegar kallið kemur. Í kvöld situr hann í sal og fylgist með að allt fari rétt fram. Frum- sýningin er merkileg fyrir ýmsar sakir. Jóhann er að leikstýra sýningu fyrir eigið fyrirtæki í húsi sem í nær aldarfjórðung var alhliða menningar- og samkomuhús Reykvíkinga, Sjálfstæðishúsið gamla við Austurvöll eða Nasa eins og það kallast nú. Verkið er spennuleikur en nokkuð er liðið síðan hrein spennuverk stóðu leikhúsunnendum til boða. Höf- undurinn kann að hrísla menn með brögðum sínum; verkið er Misery eftir Stephen King. „Þetta er leikgerð sem fór fljótt af stað eftir að sagan kom út,“ segir Jóhann, „og hefur víða verið leikin. Ég hef ekki séð hana, en okkur hjá Studio 4 datt í hug að setja þetta á svið fyrir tveimur árum.“ Fyrirtækið sem hann talar fyrir var þá sett af stað í Saga Film stúdíóinu gamla í Vatnagörð- um. Nú eru þeir komnir með reksturinn í Nasa. „Það kom enginn til greina í þetta hlutverk nema Lolla,“ segir Jóhann, og á við Ólafíu Hrönn Jónsdóttur en hún leikur annað tveggja hlutverka í Misery. Mót- leikari hennar er Valdimar Örn Flygenring en hann er einn aðstandenda Studio 4. Misery var bestseller spennusaga en er eink- um þekkt í hugum manna sem kvikmynd með þeim James Caan og Kathy Bates í hlutverkunum tveimur. „Leikurinn gerist í litlum bæ,“ segir Jóhann með sinni sterku rödd. „Svo var Lolla bara svo upp- tekin að við ákváðum að bíða. Við höfum æft þetta með hléum frá því í haust en verið að síðustu fimm vikur.“ Þau Ólafía eru reyndar bæði í vinnu hjá Baltasar Kormáki í Þjóðleikhúsinu þessa dagana í samlokuverkefni hans og Þjóðleikhússins, Ivanov fyrir svið og aðlögun til Íslands fyrir hvíta tjaldið. Það er nóg að gera. „Það er betra að hafa rétt kast í hlutverkum, það verður að manna skútuna réttum mönnum og Ólafía hefur verið á ansi góðri undanfarið,“ segir Jóhann. Það er dirfskufull tilraun að hefja leiksýningar í Sjálfstæðis- húsinu á nýjan leik. Þar voru einkum fluttar revíur og skemmti- dagskrár Bláu stjörnunnar frá 1947 til 1952. Sviðið þar var grunnt en breitt. Það hefur nú verið byggt fram og upp. Áður fyrr tók Sjálfstæðishúsið um 800 gesti, en viðmið hafa breyst, eld- varnarreglur eru aðrar og rekstr- arumhverfi. Það verða um 200 sæti seld á sýningar á Misery. Hljóðkerfi og ljósabúnaður húss- ins hafa verið endurbætt og nýir stólar keyptir. Jóhann og félagar tjalda ekki til einnar nætur: „Húsið ber tiltekna tegund sýn- inga,“ segir Jóhann. Í eina tíð var vagga leiklistar í kvosinni. Það er steinsnar í Nýja klúbbinn þar sem Herkastalinn stendur, Hressing- arskálann og hússtæði Fjalakatt- arins. Á öllum þessum stöðum var leikið. Iðnó er enn á sínum stað og Tjarnarbíó. Það er því skyndileg 50 prósenta aukning á leikhúsum í Kvosinni. Jóhann er í launalausu leyfi frá Þjóðleikhúsinu. Hann og Valdimar reka Studio 4 ásamt Helga Ólafssyni skákmeistara, Hinrik Ólafssyni leikara og Ágústi Sindra Karlssyni lög- manni. Hann hefur fleiri járn í eldinum: í sjö ár hafa þeir Ólafur Haukur Símonarson unnið að verkefninu Þorpið, leikinni þátta- röð fyrir sjónvarp. Ólafur á sög- urnar og samtölin. Verkefnið fékk á sínum tíma styrk frá Nýsköpun- arsjóði, því hefur verið vel tekið hjá Norræna kvikmynda- og sjón- varpssjóðnum og Media-sjóði. Nú er Ólafur Rögnvaldsson framleið- andi kominn að verkefninu. „Hér heima hefur hvorki verið hugur né geta til að ráðast í leikið sjón- varpsefni, segir Jóhann, „kannski fer það að breytast.“ Það styttist í lokatékk fyrir kvöldið hjá leikstjóra og fram- kvæmdamanni. Hann fékk frí hjá Balta en þarf að fara að æfa í næstu viku. Misery verður í sýn- ingum næstu vikur meðan aðsókn leyfir. Nú fer hver að verða síðastur að berja augum ljósmyndir David McMillan frá Chernobyl. Eins og flestir vita varð þar mikið kjarn- orkuslys árið 1986 og 135.000 manns fluttir frá svæðinu. McMillan heimsótti svæðið fyrst árið 1994 og hefur síðan farið þangað ellefu sinnum. Hann hefur aðallega myndað í borginni Pripyat þar sem verkamenn kjarnorkuversins og fjölskyldur þeirra bjuggu. Á þessum tólf árum hafa byggingar hrörnað og gróður tekið yfir. Eins og hann segir sjálfur: „Þetta lokaða svæði er ótrúlegt, ekki dautt og staðnað eins og ætla mætti, heldur eiga sér stað breytingar og vöxtur dag frá degi.“ Sýningin er í galleríi Auga fyrir auga, Hverfisgötu 35 og er opin í dag kl. 15-19 og um helgina milli 14 og 17. Síðustu forvöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.