Fréttablaðið - 26.01.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 26.01.2007, Síða 40
BLS. 4 | sirkus | 26. JANÚAR 2007 Þ orsteinn M. Jónsson, starfandi stjórnarformaður og aðaleigandi Vífilfells, hefur mikinn hug á því að byggja tvöfaldan bílskúr við hús sitt á Laufásvegi 73 í stað 24 fermetra bílskúrs sem nú stendur við götuna. Hann gerði tilraun til þess sama snemma árs 2005 en var þá hafnað. Beint á móti Þorsteini er gestabústaður forseta- embættsins, sem hefur verið gististaður tiginna gesta allar götur frá því að embættið fékk það að gjöf. Þar á bæ hafa menn lagst hressilega gegn því að bílskúr Þorsteins eða reyndar nokkurra annarra í nágrenni hússins rísi. Forsetaembættið hefur bæði bent á heildarmynd hverfisins muni skaðast auk þess sem það fékk Ríkislögreglustjóra til að skila inn greinrgerð um að erfiðara yrði að gæta öryggis hinna erlendu gesta ef bílskúr Þorsteins yrði reistur. Þorsteinn gefst þó ekki upp og skilaði inn nýrri fyrirspurn í síðustu viku. Hann vill byggja tvöfaldan bílskúr, byggja kvisti, byggja jarðhýsi austan og norðan meginn við húsið, útbúa verönd og svalir á þaki eldhúss. Örnólfur Thorsson forsetaritari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar Sirkus náði sambandi við hann á hlaupum á milli funda á Indlandi. Forveri hans, Stefán Lárus Stefánsson, var orðhvatari í fjölmiðlum á sínum tíma og sagði að Þorsteinn gæti vel látið sér nægja þann bílskúr sem hann hefði yfir að ráða nú. Ekki náðist í Þorstein þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann er ekki eini nágranni forsetaembættsins sem hefur lent í deilum vegna hugmynda um byggingu nýs bílskúrs eða annarra viðbygginga. Læknirinn Stefán Matthíasson, sem býr fyrir neðan gestabústaðinn á Smáragötu 13, hefur í fjögur ár reynt að fá leyfi til að byggja sér tvöfaldan bílskúr upp við lóðamörkin að gestabústaðnum án árangurs. Einar Eiríksson, sem býr við hliðina á gestabústaðnum á Laufásvegi 74, hefur lengi alið þann draum með sér að byggja sólskála ofan á bílskúr sinn. „Ég hef ekki enn sótt um en stefni að því að byggja sólskála ofan á bílskúr- inn. Það er galið að hægt sé að halda heilu hverfi í gíslingu og sennilega er það ekki til mikils að sækja um leyfi fyrir þessu. Það verður örugglega stoppað,“ sagði Einar vondaufur. ÞORSTEINN M. JÓNSSON VILL BYGGJA BÍLSKÚR VIÐ LAUFÁSVEG AFTUR Í BÍLSKÚRSSTRÍÐ VIÐ FORSETAEMBÆTTIÐ 1. U2 Hannes Smárason, forstjóri og aðaleigandi FL Group, heldur upp á fertugsaf- mælið sitt í nóvember. Hann er alltaf flottur á því og vill gjarnan toppa félaga sína. Býður upp á stærstu hljómsveit heims. 2. Fílharmóníusveit Lundúna og tenórarnir þrír Björgólfur Thor Björgólfsson verður fertugur í mars. Hann er annálaður fagurkeri og fær til sín Fílharmoníusveit Lundúna með manni og mús ásamt Domingo, Carreras og Pavarotti. 3. Rolling Stones Lýður Guðmundsson, starfandi stjórnarfor- maður Exista, og annar Bakkabræðra, heldur líka upp á fertugsaf- mæli sitt á árinu. Þeir Bakkabræður eru mýsnar sem læðast og Lýður fær Rolling Stones til að trylla afmælisgesti. 4. Michael Jackson Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs, verður fertugur á næsta ári. Það vita það ekki allir en Jón Ásgeir hreinlega dýrkar Michael Jackson. Miðað við stöðuna á Jackson er ekki ólíklegt að hann myndi skella á sig grímunni, vippa sér upp í flugvél og taka lagið sem og „moonwalkið“ fræga fyrir afmælisbarnið. GATAN GÓÐA Tvöfaldur bílskúr Þorsteins M. Jónssonar gæti orðið til þess að Laufásvegur yrði hættuleg gata að mati forsetaembættisins. Ólafur Ragnar Grímsson Forsetinn og hans fólk hefur miklar áhyggjur af öryggi tiginna gesta sem dvelja í gestabústaðnum við Laufásveg. Erlendar hljómsveitir sem eiga eftir að spila í afmælum á Íslandi NEI OG JÁ Tveir af þeim þremur sem sótt hafa um að byggja bílskúr hafa fengið nei. Einn til viðbótar nennir varla að sækja um vegna látanna í forsetaembættinu. LAUFÁSVEGUR 77 Einar Örn Jónsson fékk að byggja tvöfaldan bílskúr. Í kvöld, föstudagskvöld, má segja að þátturinn X-Factor á Stöð 2 fari raunverulega á flug en þá hefjast beinar útsendingar frá Smáralind. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrir einum hluta keppenda, og hann var ansi brattur þegar Sirkus ræddi við hann í gær. ¿Ég er nú bara hérna að máta föt með keppendunum mínum. Ég sá fyrstu æfinguna í gær og sá í fyrsta sinn öll atriðin. Ég var mjög stoltur af mínum krökkum og fullviss um að mínir keppendur eru bestir,¿ sagði Páll Óskar. Fyrirkomulagið er þannig að tólf atriði, fjögur frá Páli Óskari, fjögur frá Einari Bárðarsyni og fjögur frá Elínborgu Halldórsdóttur, verða á sviðinu í kvöld en eftir símakosningu þurfa tveir neðstu keppendurnir að flytja atriðin sín aftur. Eftir það ákveða dómararnir hver fer heim. ¿Það verður drama, rifrildi og slagsmál. Við getum lent í því að þurfa að senda okkar eigin keppend- ur heim en ég mun berjast með kjafti og klóm. Ég vona bara að Ellý og Einar séu sjúkratryggð,¿ sagði Páll Óskar og hló. „Mínir keppendur eru bestir” BARÁTTAN AÐ BYRJA Einar, Páll Óskar og Ellý munu berjast hart til að halda sínum keppendum inni. LAUFÁSVEGUR 73 Þorsteinn M. Jónsson hefur einu sinni fengið nei við nýjum bílskúr en ætlar að sækja um aftur. LAUFÁSVEGUR 74 Einar Eiríksson vill byggja sólskála ofan á bílskúr en er viss um að fá neitun. SMÁRAGATA 13 Stefán Matthíasson hefur í fjögur ár reynt að fá að byggja bílskúr við lóðamörk sín og gestabústaðar- ins en fær alltaf nei. LAUFÁSVEGUR 72 Forsetaembættið vill engar breytingar í sínu nágrenni og fær ríkislögreglustjóra í lið með sér. LAUFÁSVEGUR REYKJAVIK STORE LAUGAVEGI 86-94, S: 511-2007 NÝJAR OG SPENNANDI VÖRUR FYRIR JÓLIN. ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% AFSLÁTTUR Lokadagur útsölu er á morgun 27.01.07 50%-70% afsláttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.