Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.01.2007, Blaðsíða 24
Kaupþing fer fyrir hópi fjárfesta sem hefur keypt bresku tísku- vöruverslunina Phase Eight. Kaupverðið var 51,5 milljónir punda sem nemur tæpum sjö milljörðum króna. Kaupþing fjármagnaði lána- hluta kaupanna og stefndi saman hópi fjárfesta til þátttöku. Helgi Bergs, yfirmaður fjárfestinga- bankastarfsemi hjá Kaupþingi, segir bankann hafa séð tækifæri í því að efla keðjuna. „Hugmyndin er að opna fleiri stærri búðir, því þær hafa verið að skila betri afkomu en þær smærri.“ Kaup- þing mun sjálft eiga um fjörutíu prósenta hlut í keðjunni. Segir Helgi fjárfestinguna hugsaða til þriggja til fimm ára, eða þar til virði keðjunnar hafi verið aukið. Meðal fjárfestanna sem koma að kaupunum eru Saj Shah og Ian Findlay, forstjóri og framkvæmda- stjóri tískuvörukeðjunnar Jane Norman, fjárfestirinn Robert Tchenguiz og Michael Rahamim, fyrrum forstjóri tískuverslana- keðjunnar Kookai. Þar að auki munu lykilstjórnendur eiga um 25 prósenta hlut. [Hlutabréf] Landsbankinn ríður fyrstur fjár- málafyrirtækja á vaðið með árs- uppgjör sitt í dag. Glitnir spáir því að Landsbankinn hafi hagn- ast um 7.557 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi og um 32,8 milljarða fyrir árið 2006. Kaup- þing reiknar aftur á móti með minni hagnaði Landsbankans og spáir 6.890 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi og rúmum 32,1 milljarði fyrir árið í heild. Landsbankinn skilaði 25 millj- arða króna hagnaði í hús árið 2005, þar af 8,8 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi. LÍ birtir ársuppgjör Ekkert liggur fyrir hvort fransk- hollenska flugfélagið Air France- KLM muni leggja fram yfirtökutil- boð í ítalska flugfélagið Alitalia eða hafi fallið frá því. Ítalska ríkið á rétt tæpan helm- ingshlut í Alitalia og spá fjölmiðl- ar í Frakklandi og Ítalíu því að Air France-KLM hafi í hyggju að tryggja sér hlut í ítalska félaginu komi til einkavæðingar þess. Talsmaður Air France-KLM hefur neitað að tjá sig við fjöl- miðla um áætlanir stjórnar flug- félagsins varðandi Alitalia en orðrómur hefur verið uppi um að félagið ætli að boða til sérstaks hluthafafundar fyrir lok þessa mánaðar þar sem ákveðið verði hvort lagt verði fram tilboð í Alitalia. Stjórn Air France-KLM hefur átt í samrunaviðræðum við stjórn Alitalia síðan seint á síðasta ári en stefnt hefur verið að sam- runanum í langan tíma. Franska dagblaðið La Tribune segir verðið sem sett var upp fyrir Alitalia hafa verið of hátt auk þess sem skuldastaða þess væri svo slæm að Air France-KLM hefði hætt við frekari kauphugleiðingar á ítalska félaginu. Krosseignarhald er á báðum flugfélögum og sat Jean-Cyril Spinetta, forstjóri Air France- KLM, í stjórn Alitalia allt fram til síðustu viku þegar hann sagði sig úr henni. Ekki ljóst hvort af samruna verði Landsframleiðsla á mann var hér með því mesta sem þekkist árið 2005, 29 prósentum yfir meðaltali Evrópusambandsríkja, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum alþjóð- legs samanburðar sem Hagstofan birti í gær. Þá kemur fram að hér sé verðlag sömuleiðis hlutfalls- lega hæst. Fram kemur að hér þurfi að meðaltali að greiða 44 prósentum hærra verð en nemur meðalverði í Evrópusambandsríkjunum fyrir sama magn vöru og þjónustu. Sé hins vegar bara horft til matar og drykkjar munar 69 prósentum. Hagstofan segir miklu muna á nið- urstöðum milli ríkja. Landsframleiðsla á mann er minnst í Makedóníu, 26 prósent af meðaltali Evrópusambandsríkja, en mest í Lúxemborg, 151 prósenti yfir meðaltalinu. Ástæða þess hversu hátt Lúxemborg skorar er að þar býr stór hluti vinnuaflsins utan landamæra landsins. Greiningardeild Kaupþings bendir á að gengisþróun hafi áhrif á niðurstöðu samanburðarins frá ári til árs. „Í ljósi þess hve gengi krónunnar var sterkt árið 2005 mældist verðlag á vöru og þjón- ustu hærra mælt í evrum. Hins vegar má gera ráð fyrir því að niðurstaðan verði önnur fyrir árið 2006 þar sem krónan var talsvert veikari á því ári,“ segir Kaupþing. Samanburðurinn náði til Íslands og 32 annarra Evrópuríkja, 25 ríkja Evrópusambandsins, Noregs og Sviss, Búlgaríu, Rúmeníu, Tyrk- lands, Króatíu og Makedóníu. Matur og drykkur dýrastur hér Erlend fjármögnunarkjör íslensku bankanna hafa batnað töluvert undanfarna mánuði, þótt enn séu þau lakari en árið 2005, að því er fram kemur í nýjum Vegvísi Landsbankans. Skuldatryggingarálag (CDS) mælir hvað kostar fyrir fjárfesta að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Kostnaðurinn er mældur sem álag ofan á grunnvexti. Frá 10. janúar hefur álag á skuldatryggingar Landsbank- ans og Kaupþings lækkað um 6 punkta, og Glitnis um 4 punkta, að sögn greiningardeildar Lands- bankans. „Skuldatryggingar bankanna hafa lækkað jafnt og þétt frá birtingu 9 mánaða upp- gjara þeirra.“ Álagið er nú 33 punktar hjá Landsbankanum og Glitni, en 44 punktar hjá Kaup- þingi. Skuldatrygging- arálag lækkarKaupþing leiðir kaup á Phase Eight Notio er fyrsti fjárfest- ingarsjóður Færeyja sem hefur veruleg ítök í færeyskum sjávarútvegi. Kaupþing er meðal stofnenda sjóðsins. Kaupþing hefur fest kaup á 38 prósent hlutafjár í færeyska fjár- festingafélaginu Notio Framtaks- felag P/F. Á fréttavefnum skip.is segir að Kaupþing og Fram Invest í Færeyjum eigi í jafnri eign sam- anlagt 98,5 prósent í Notio. Seljendur bréfanna eru Eik Grunnurinn, stærsti hluthafinn í Eik Bank sem áður kallaðist För- oya Sparikassi, og Sp/f 14, einn stærsti stofnfjáreigandinn í SPRON. Eik Grunnurinn hefur stofnað nýtt fjárfestingafélag í samfloti við hlutafélagið 14 sem er meðal stærstu stofnfjáreigenda í SPRON. Kaupþing var meðal stofnenda Notio árið 2002 en sjóðurinn, sem er fyrsti fjárfestingasjóður Fær- eyja, hefur verið kjölfestufjár- festir í færeyskum fyrirtækjum sem talin eru hafa mikla burði til vaxtar. Notio er til dæmis meðal stærstu hluthafa í Faroe Seafood, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki eyjanna, Skipasmiðju Þórshafnar og matvælaframleiðslufyrirtæk- inu Poul Michelsen. Þá átti félagið sautján prósenta hlut í símafélag- inu Kall sem er nú að öllu leyti í eigu Teymis. Félagið Notio Seafood hefur verið stofnað utan um eignarhlut- inn í Faroe Seafood vegna laga um eignarhald erlendra fjárfesta í færeyskum útgerðarfélögum. Eigið fé Notio stóð í um það bil 970 milljónum króna í árslok 2005 og nam eiginfjárhlutfall um tæpum 80 prósentum. ABC-kort Þú sækir um ABC-kortið hjá Netbankanum á www.nb.is Hjálpaðu bágstöddum börnum og njóttu afsláttar í leiðinni Með ABC-kortinu færðu 10% afslátt í BabySam og 1% af upphæðinni rennur beint til ABC-barnahjálpar. Peningaskápurinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.